„Ætla ekki að gráta þessi úrslit of mikið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2024 22:49 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í toppslag Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. „Þetta var frekar lokaður leikur og þeir spiluðu maður á mann pressu sem gerði þetta bara erfitt,“ sagði Arnar í leiksok. „Það var erfitt að tengja sendingar og ég held að þrátt fyrir að við höfum haft einhverja yfirburði á boltann þá hafi sendingahlutfallið örugglega verið mjög lágt sem þýðir að fótboltaleg gæði voru ekkert mjög mikil.“ „Hvorugt liðið náði í raun og veru að tengja sendingar. Blikarnir voru mikið í löngum boltum inn fyrir og svo þegar Pálmi fékk boltann í markinu hjá okkur þá var lítið um valmöguleika því þeir voru bara í maður á mann og lokuðu vel á pressuna.“ „Þetta varð svona seinni bolta leikur og þannig kom mark Blikanna. Þeir unnu seinni boltann og Jason svindlaði aðeins á jákvæðan hátt á vinstri kantinum, var bara á undan okkar manni og gerði það vel þegar fyrirgjöfin kom á teiginn. En það var hrikalega ljúft að sjá svo boltann fara inn þegar Gísli skoraði, en heilt yfir var jafntefli kannski bara sanngjörn niðurstaða.“ Hefði viljað skapa meira Þá segist Arnar hafa viljað sjá sína menn skapa sér fleiri færi í leik kvöldsins. „Já, auðvitað. Mér fannst þegar leið á seinni hálfleikinn þeir vera farnir að þreytast verulega. Maður á mann þýðir gríðarleg hlaup fyrir Blikana og mér fannst við fara illa með góðar stöður í þau fáu skipti sem okkur tókst að skapa þær.“ „Við sköpuðum ekki mikið, en ég held að hvorugt liðið hafi skapað mikið. Þetta var bara mjög lokaður leikur. Lokuð skák.“ Arnar segir einnig að vel hafi verið tekið á því, þrátt fyrir að leikurinn hafi kannski boðið upp á minni hasar en áður þegar þessi tvö lið hafa mæst. „Leikmenn tóku vel á því. Það voru nokkur gul spjöld og það var verið að stöðva skyndisóknir og þess háttar. Svo var hasar í lokin þegar við reyndum að sækja sigurinn. Mér fannst ekki eins og Víkingar ættu að vera að koma á þennan völl til að sækja sigur. Þetta átti að vera svona meira control og þeir að opna sig og koma út úr skelinni, en þeir gerðu það bara aldrei. Ég átti von á að þeir myndu pressa okkur meira og þá var lausi maðurinn alltaf markmaðurinn.“ Önnur tíð eftir að Óskar fór Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, var sérfræðingur Stöðvar 2 Sports á leiknum og honum fannst leikmenn liðanna vera fullmiklir vinir á vellinum. Liðin háðu hatramma baráttu þegar Óskar var við stjórnvölin, en Arnar segir að nú séu breyttir tímar. „Það eru breyttir tímar síðan hann fór,“ grínaðist Arnar. „En ég kaupi það alveg, ég held að ég og Dóri [Halldór Árnason, þjálfari Blika] höfum meira að segja faðmast líka. Ég veit ekki hvað var að ske eiginlega.“ „En mér fannst alveg tekist vel á því í leiknum sjálfum. Það voru tæklingar og mönnum langaði virkilega að vinna. En mér fannst meira eins og mönnum langaði að tapa ekki frekar en að vinna. Þetta var einhvernveginn þannig leikur.“ „En að koma á Kópavogsvöll og vera búnir að taka fjögur stig af Breiðabliki, það er bara nokkuð gott. Ég ætla ekki að gráta þessi úrslit of mikið.“ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
„Þetta var frekar lokaður leikur og þeir spiluðu maður á mann pressu sem gerði þetta bara erfitt,“ sagði Arnar í leiksok. „Það var erfitt að tengja sendingar og ég held að þrátt fyrir að við höfum haft einhverja yfirburði á boltann þá hafi sendingahlutfallið örugglega verið mjög lágt sem þýðir að fótboltaleg gæði voru ekkert mjög mikil.“ „Hvorugt liðið náði í raun og veru að tengja sendingar. Blikarnir voru mikið í löngum boltum inn fyrir og svo þegar Pálmi fékk boltann í markinu hjá okkur þá var lítið um valmöguleika því þeir voru bara í maður á mann og lokuðu vel á pressuna.“ „Þetta varð svona seinni bolta leikur og þannig kom mark Blikanna. Þeir unnu seinni boltann og Jason svindlaði aðeins á jákvæðan hátt á vinstri kantinum, var bara á undan okkar manni og gerði það vel þegar fyrirgjöfin kom á teiginn. En það var hrikalega ljúft að sjá svo boltann fara inn þegar Gísli skoraði, en heilt yfir var jafntefli kannski bara sanngjörn niðurstaða.“ Hefði viljað skapa meira Þá segist Arnar hafa viljað sjá sína menn skapa sér fleiri færi í leik kvöldsins. „Já, auðvitað. Mér fannst þegar leið á seinni hálfleikinn þeir vera farnir að þreytast verulega. Maður á mann þýðir gríðarleg hlaup fyrir Blikana og mér fannst við fara illa með góðar stöður í þau fáu skipti sem okkur tókst að skapa þær.“ „Við sköpuðum ekki mikið, en ég held að hvorugt liðið hafi skapað mikið. Þetta var bara mjög lokaður leikur. Lokuð skák.“ Arnar segir einnig að vel hafi verið tekið á því, þrátt fyrir að leikurinn hafi kannski boðið upp á minni hasar en áður þegar þessi tvö lið hafa mæst. „Leikmenn tóku vel á því. Það voru nokkur gul spjöld og það var verið að stöðva skyndisóknir og þess háttar. Svo var hasar í lokin þegar við reyndum að sækja sigurinn. Mér fannst ekki eins og Víkingar ættu að vera að koma á þennan völl til að sækja sigur. Þetta átti að vera svona meira control og þeir að opna sig og koma út úr skelinni, en þeir gerðu það bara aldrei. Ég átti von á að þeir myndu pressa okkur meira og þá var lausi maðurinn alltaf markmaðurinn.“ Önnur tíð eftir að Óskar fór Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, var sérfræðingur Stöðvar 2 Sports á leiknum og honum fannst leikmenn liðanna vera fullmiklir vinir á vellinum. Liðin háðu hatramma baráttu þegar Óskar var við stjórnvölin, en Arnar segir að nú séu breyttir tímar. „Það eru breyttir tímar síðan hann fór,“ grínaðist Arnar. „En ég kaupi það alveg, ég held að ég og Dóri [Halldór Árnason, þjálfari Blika] höfum meira að segja faðmast líka. Ég veit ekki hvað var að ske eiginlega.“ „En mér fannst alveg tekist vel á því í leiknum sjálfum. Það voru tæklingar og mönnum langaði virkilega að vinna. En mér fannst meira eins og mönnum langaði að tapa ekki frekar en að vinna. Þetta var einhvernveginn þannig leikur.“ „En að koma á Kópavogsvöll og vera búnir að taka fjögur stig af Breiðabliki, það er bara nokkuð gott. Ég ætla ekki að gráta þessi úrslit of mikið.“
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30