„Gott að fá sjálfstraust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2024 20:37 Haukur Páll Sigurðsson (lengst til hægri) var að venju í stuttbuxum á hliðarlínunni. vísir/diego Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur eftir góðan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð í samtali við Vísi eftir leik. „Fyrst og fremst ánægður með sigurinn. Mér fannst við vera aggressívir. Við vissum að þeir vildu spila sig í gegnum miðjuna og þeir eru góðir í því. Sýnir sig vel í öðru markinu þegar við vinnum boltann á þeirra vallarhelming, þar kom bara ein sending í gegn og mark. Heilt yfir mjög góð frammistaða,“ sagði Haukur Páll. Valur komst ítrekað innfyrir vörn Stjörnunnar, sérstaklega eftir skyndisóknir. Var þetta dagskipun þjálfaranna? „Klárlega, við ætluðum okkur að fara á bakvið vörnina. Þeir vilja boltann fara í gegnum miðjuna og þeir voru að taka smá sénsa. Við ákváðum að fara hátt á þá. Mér fannst það ganga vel og svo vorum við með ógn afturfyrir líka. Gott að Tryggvi skoraði og Gísli. Það var góð dreifing á mörkunum og þau voru mjög góð.“ sagði Haukur Guðmundur Andri Tryggvason lék í fyrsta sinn í byrjunarliði Vals í dag en þurfti að fara útaf meiddur eftir 25 mínútna leik. Hann virtist ekki sáttur við ákvörðunina að þurfa að fara útaf en hvernig leit þetta út fyrir þjálfurum. „Hann er búinn að vera í miklum meiðslum í vetur og sá fyrir sér að fá tækifæri í dag. Er búinn að vera að standa sig vel á æfingum og var að gera vel í leiknum. Hann fær þungt högg á mjöðmina og er haltur. Þetta var aðallega bara að hann vildi spila og var þess vegna svekktur. Hann mun fá fleiri mínútur, það er klárt.“ sagði Haukur. Aron Jóhannsson var óvænt ekki í liði Vals í dag, hver er staðan á honum? „Aron er meiddur. Hann er búinn að vera aðeins með í ökklanum og svo fékk hann smá vöðvatognun. Ekkert alvarlegt en hann gat allavega ekki verið með í dag.“ sagði Haukur og bætti við um meiðsli Gylfa Þórs Sigurðssonar. „Veit ekki stöðuna á því. Vonumst eftir því að Gylfi komi til baka eftir landsleikjahlé. Hann er byrjaður að hreyfa sig og líður betur núna. Verður bara að koma í ljós.“ Valsarar eru í þriðja sæti deildarinnar og halda í við efstu tvö liðin, Breiðablik og Víking. Hvað taka Valsarar útúr þessum leik. „Bara sjálfstraust. Við erum að fara á erfiðan völl í næsta leik að spila á móti KR. Gott að menn fá sjálfstraust í dag. Sérstaklega þeir sem skoruðu.“ Besta deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Fyrst og fremst ánægður með sigurinn. Mér fannst við vera aggressívir. Við vissum að þeir vildu spila sig í gegnum miðjuna og þeir eru góðir í því. Sýnir sig vel í öðru markinu þegar við vinnum boltann á þeirra vallarhelming, þar kom bara ein sending í gegn og mark. Heilt yfir mjög góð frammistaða,“ sagði Haukur Páll. Valur komst ítrekað innfyrir vörn Stjörnunnar, sérstaklega eftir skyndisóknir. Var þetta dagskipun þjálfaranna? „Klárlega, við ætluðum okkur að fara á bakvið vörnina. Þeir vilja boltann fara í gegnum miðjuna og þeir voru að taka smá sénsa. Við ákváðum að fara hátt á þá. Mér fannst það ganga vel og svo vorum við með ógn afturfyrir líka. Gott að Tryggvi skoraði og Gísli. Það var góð dreifing á mörkunum og þau voru mjög góð.“ sagði Haukur Guðmundur Andri Tryggvason lék í fyrsta sinn í byrjunarliði Vals í dag en þurfti að fara útaf meiddur eftir 25 mínútna leik. Hann virtist ekki sáttur við ákvörðunina að þurfa að fara útaf en hvernig leit þetta út fyrir þjálfurum. „Hann er búinn að vera í miklum meiðslum í vetur og sá fyrir sér að fá tækifæri í dag. Er búinn að vera að standa sig vel á æfingum og var að gera vel í leiknum. Hann fær þungt högg á mjöðmina og er haltur. Þetta var aðallega bara að hann vildi spila og var þess vegna svekktur. Hann mun fá fleiri mínútur, það er klárt.“ sagði Haukur. Aron Jóhannsson var óvænt ekki í liði Vals í dag, hver er staðan á honum? „Aron er meiddur. Hann er búinn að vera aðeins með í ökklanum og svo fékk hann smá vöðvatognun. Ekkert alvarlegt en hann gat allavega ekki verið með í dag.“ sagði Haukur og bætti við um meiðsli Gylfa Þórs Sigurðssonar. „Veit ekki stöðuna á því. Vonumst eftir því að Gylfi komi til baka eftir landsleikjahlé. Hann er byrjaður að hreyfa sig og líður betur núna. Verður bara að koma í ljós.“ Valsarar eru í þriðja sæti deildarinnar og halda í við efstu tvö liðin, Breiðablik og Víking. Hvað taka Valsarar útúr þessum leik. „Bara sjálfstraust. Við erum að fara á erfiðan völl í næsta leik að spila á móti KR. Gott að menn fá sjálfstraust í dag. Sérstaklega þeir sem skoruðu.“
Besta deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira