„Gott að fá sjálfstraust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2024 20:37 Haukur Páll Sigurðsson (lengst til hægri) var að venju í stuttbuxum á hliðarlínunni. vísir/diego Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur eftir góðan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð í samtali við Vísi eftir leik. „Fyrst og fremst ánægður með sigurinn. Mér fannst við vera aggressívir. Við vissum að þeir vildu spila sig í gegnum miðjuna og þeir eru góðir í því. Sýnir sig vel í öðru markinu þegar við vinnum boltann á þeirra vallarhelming, þar kom bara ein sending í gegn og mark. Heilt yfir mjög góð frammistaða,“ sagði Haukur Páll. Valur komst ítrekað innfyrir vörn Stjörnunnar, sérstaklega eftir skyndisóknir. Var þetta dagskipun þjálfaranna? „Klárlega, við ætluðum okkur að fara á bakvið vörnina. Þeir vilja boltann fara í gegnum miðjuna og þeir voru að taka smá sénsa. Við ákváðum að fara hátt á þá. Mér fannst það ganga vel og svo vorum við með ógn afturfyrir líka. Gott að Tryggvi skoraði og Gísli. Það var góð dreifing á mörkunum og þau voru mjög góð.“ sagði Haukur Guðmundur Andri Tryggvason lék í fyrsta sinn í byrjunarliði Vals í dag en þurfti að fara útaf meiddur eftir 25 mínútna leik. Hann virtist ekki sáttur við ákvörðunina að þurfa að fara útaf en hvernig leit þetta út fyrir þjálfurum. „Hann er búinn að vera í miklum meiðslum í vetur og sá fyrir sér að fá tækifæri í dag. Er búinn að vera að standa sig vel á æfingum og var að gera vel í leiknum. Hann fær þungt högg á mjöðmina og er haltur. Þetta var aðallega bara að hann vildi spila og var þess vegna svekktur. Hann mun fá fleiri mínútur, það er klárt.“ sagði Haukur. Aron Jóhannsson var óvænt ekki í liði Vals í dag, hver er staðan á honum? „Aron er meiddur. Hann er búinn að vera aðeins með í ökklanum og svo fékk hann smá vöðvatognun. Ekkert alvarlegt en hann gat allavega ekki verið með í dag.“ sagði Haukur og bætti við um meiðsli Gylfa Þórs Sigurðssonar. „Veit ekki stöðuna á því. Vonumst eftir því að Gylfi komi til baka eftir landsleikjahlé. Hann er byrjaður að hreyfa sig og líður betur núna. Verður bara að koma í ljós.“ Valsarar eru í þriðja sæti deildarinnar og halda í við efstu tvö liðin, Breiðablik og Víking. Hvað taka Valsarar útúr þessum leik. „Bara sjálfstraust. Við erum að fara á erfiðan völl í næsta leik að spila á móti KR. Gott að menn fá sjálfstraust í dag. Sérstaklega þeir sem skoruðu.“ Besta deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Fyrst og fremst ánægður með sigurinn. Mér fannst við vera aggressívir. Við vissum að þeir vildu spila sig í gegnum miðjuna og þeir eru góðir í því. Sýnir sig vel í öðru markinu þegar við vinnum boltann á þeirra vallarhelming, þar kom bara ein sending í gegn og mark. Heilt yfir mjög góð frammistaða,“ sagði Haukur Páll. Valur komst ítrekað innfyrir vörn Stjörnunnar, sérstaklega eftir skyndisóknir. Var þetta dagskipun þjálfaranna? „Klárlega, við ætluðum okkur að fara á bakvið vörnina. Þeir vilja boltann fara í gegnum miðjuna og þeir voru að taka smá sénsa. Við ákváðum að fara hátt á þá. Mér fannst það ganga vel og svo vorum við með ógn afturfyrir líka. Gott að Tryggvi skoraði og Gísli. Það var góð dreifing á mörkunum og þau voru mjög góð.“ sagði Haukur Guðmundur Andri Tryggvason lék í fyrsta sinn í byrjunarliði Vals í dag en þurfti að fara útaf meiddur eftir 25 mínútna leik. Hann virtist ekki sáttur við ákvörðunina að þurfa að fara útaf en hvernig leit þetta út fyrir þjálfurum. „Hann er búinn að vera í miklum meiðslum í vetur og sá fyrir sér að fá tækifæri í dag. Er búinn að vera að standa sig vel á æfingum og var að gera vel í leiknum. Hann fær þungt högg á mjöðmina og er haltur. Þetta var aðallega bara að hann vildi spila og var þess vegna svekktur. Hann mun fá fleiri mínútur, það er klárt.“ sagði Haukur. Aron Jóhannsson var óvænt ekki í liði Vals í dag, hver er staðan á honum? „Aron er meiddur. Hann er búinn að vera aðeins með í ökklanum og svo fékk hann smá vöðvatognun. Ekkert alvarlegt en hann gat allavega ekki verið með í dag.“ sagði Haukur og bætti við um meiðsli Gylfa Þórs Sigurðssonar. „Veit ekki stöðuna á því. Vonumst eftir því að Gylfi komi til baka eftir landsleikjahlé. Hann er byrjaður að hreyfa sig og líður betur núna. Verður bara að koma í ljós.“ Valsarar eru í þriðja sæti deildarinnar og halda í við efstu tvö liðin, Breiðablik og Víking. Hvað taka Valsarar útúr þessum leik. „Bara sjálfstraust. Við erum að fara á erfiðan völl í næsta leik að spila á móti KR. Gott að menn fá sjálfstraust í dag. Sérstaklega þeir sem skoruðu.“
Besta deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira