Ísland leiði Norðurlöndin saman og innleiði viðskiptaþvinganir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2024 14:11 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar vill að Ísland taki forystu í að leiða Norðurlandaþjóðirnar saman í samtal um að innleiða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Hún segir rödd Íslands á alþjóðasviðinu í dag vera brotna. Kristrún segir að Ísland megi ekki taka þátt í að skapa það fordæmi í alþjóðasamfélaginu að horfa aðgerðalaus á þá stöðu sem uppi er á Gasa. „Það er auðvitað alveg ljóst að Ísrael verður að hætta árásum sínum á saklausa borgara en ríkisstjórn Íslands þarf líka að beita sér fyrir því af fullum þunga núna gagnvart bandalagsríkjum okkar, ekki aðeins með orðum heldur með raunverulegum þrýstingi.“ Hún vísar til þess að Ísland hafi árið 2011 verið fyrsta ríki vestur- og norður Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. „Þá var rödd Íslands sterk og forystufólk þjóðarinnar talaði fyrir friði tæpitungulaust og sýndi þarna mikla forystu en núna er rödd Íslands á alþjóðasviðinu brostin að mínu mati því miður því hún er einfaldlega orðin aum og óskýr og þetta hefur birst okkur með mjög víðum hætti núna á undanförnum mánuðum frá því þetta stríð braust út, fyrst á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og síðan þegar þáverandi utanríkisráðherra dró í efa að árás á flóttamannabúðir hafi í raun verið árás og núna ennþá sjáum við að eftir að Ísraelsher ræðst á saklausa borgara í flóttamannabúðum þá eru viðbrögð ríkisstjórnar Íslands aum og óskýr.“ Í morgun kom í ljós að Samfylkingin hefur enn mest fylgi allra flokka á Alþingi en könnun Maskínu sýnir að flokkurinn hafi 27% fylgi. Kristrún segir Samfylkinguna fordæma framferði Ísraelsmanna. „Það ættu stjórnvald að gera og ítreka þegar svona viðburðir koma upp eins og þessi árás á flóttamannabúðir fyrir nokkrum dögum síðan og mér finnst mjög alvarlegt þegar forsætisráðherra talaði með þeim hætti að það hafi ekki verið við öðru að búast í staðinn fyrir að fordæma þetta tæpitungulaust en það skiptir máli bæði að röddin sé skýr en líka að því fylgi einhverjar aðgerðir.“ Undanfarið hefur verið viðruð sú hugmynd að Norðurlandaþjóðir taki sig saman um að breyta kröftugum þrýstingi með viðskiptaþvingunum. „Með þessu erum við einfaldlega að segja að ef við værum í ríkisstjórn þá þyrfti að sýna sama siðferðisþrek þegar kemur að þessu baráttumáli og almenningur á Íslandi hefur sýnt. Það er ríkur vilji, meðal íslensks almennings um að styðja við palestínsku þjóðina. Við erum í mjög sterkri stöðu til að nýta rödd okkar á alþjóðasviðinu bæði í að vera mjög sterk þegar kemur að fordæmingu, halda á lofti okkar sérstöðu þegar kemur að sögu og tengslum okkar við Palestínu en líka að fara fyrir því og leiða samtal við Norðurlandaþjóðirnar um að við sjáum pólitískar og efnahagslegar afleiðingar af því að Ísrael virði að vettugi allt það sem alþjóðasamfélagið er að þrýsta á þessa daga“ Átök í Ísrael og Palestínu Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. 28. maí 2024 14:16 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Kristrún segir að Ísland megi ekki taka þátt í að skapa það fordæmi í alþjóðasamfélaginu að horfa aðgerðalaus á þá stöðu sem uppi er á Gasa. „Það er auðvitað alveg ljóst að Ísrael verður að hætta árásum sínum á saklausa borgara en ríkisstjórn Íslands þarf líka að beita sér fyrir því af fullum þunga núna gagnvart bandalagsríkjum okkar, ekki aðeins með orðum heldur með raunverulegum þrýstingi.“ Hún vísar til þess að Ísland hafi árið 2011 verið fyrsta ríki vestur- og norður Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. „Þá var rödd Íslands sterk og forystufólk þjóðarinnar talaði fyrir friði tæpitungulaust og sýndi þarna mikla forystu en núna er rödd Íslands á alþjóðasviðinu brostin að mínu mati því miður því hún er einfaldlega orðin aum og óskýr og þetta hefur birst okkur með mjög víðum hætti núna á undanförnum mánuðum frá því þetta stríð braust út, fyrst á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og síðan þegar þáverandi utanríkisráðherra dró í efa að árás á flóttamannabúðir hafi í raun verið árás og núna ennþá sjáum við að eftir að Ísraelsher ræðst á saklausa borgara í flóttamannabúðum þá eru viðbrögð ríkisstjórnar Íslands aum og óskýr.“ Í morgun kom í ljós að Samfylkingin hefur enn mest fylgi allra flokka á Alþingi en könnun Maskínu sýnir að flokkurinn hafi 27% fylgi. Kristrún segir Samfylkinguna fordæma framferði Ísraelsmanna. „Það ættu stjórnvald að gera og ítreka þegar svona viðburðir koma upp eins og þessi árás á flóttamannabúðir fyrir nokkrum dögum síðan og mér finnst mjög alvarlegt þegar forsætisráðherra talaði með þeim hætti að það hafi ekki verið við öðru að búast í staðinn fyrir að fordæma þetta tæpitungulaust en það skiptir máli bæði að röddin sé skýr en líka að því fylgi einhverjar aðgerðir.“ Undanfarið hefur verið viðruð sú hugmynd að Norðurlandaþjóðir taki sig saman um að breyta kröftugum þrýstingi með viðskiptaþvingunum. „Með þessu erum við einfaldlega að segja að ef við værum í ríkisstjórn þá þyrfti að sýna sama siðferðisþrek þegar kemur að þessu baráttumáli og almenningur á Íslandi hefur sýnt. Það er ríkur vilji, meðal íslensks almennings um að styðja við palestínsku þjóðina. Við erum í mjög sterkri stöðu til að nýta rödd okkar á alþjóðasviðinu bæði í að vera mjög sterk þegar kemur að fordæmingu, halda á lofti okkar sérstöðu þegar kemur að sögu og tengslum okkar við Palestínu en líka að fara fyrir því og leiða samtal við Norðurlandaþjóðirnar um að við sjáum pólitískar og efnahagslegar afleiðingar af því að Ísrael virði að vettugi allt það sem alþjóðasamfélagið er að þrýsta á þessa daga“
Átök í Ísrael og Palestínu Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. 28. maí 2024 14:16 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. 28. maí 2024 14:16