Ísland leiði Norðurlöndin saman og innleiði viðskiptaþvinganir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2024 14:11 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar vill að Ísland taki forystu í að leiða Norðurlandaþjóðirnar saman í samtal um að innleiða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Hún segir rödd Íslands á alþjóðasviðinu í dag vera brotna. Kristrún segir að Ísland megi ekki taka þátt í að skapa það fordæmi í alþjóðasamfélaginu að horfa aðgerðalaus á þá stöðu sem uppi er á Gasa. „Það er auðvitað alveg ljóst að Ísrael verður að hætta árásum sínum á saklausa borgara en ríkisstjórn Íslands þarf líka að beita sér fyrir því af fullum þunga núna gagnvart bandalagsríkjum okkar, ekki aðeins með orðum heldur með raunverulegum þrýstingi.“ Hún vísar til þess að Ísland hafi árið 2011 verið fyrsta ríki vestur- og norður Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. „Þá var rödd Íslands sterk og forystufólk þjóðarinnar talaði fyrir friði tæpitungulaust og sýndi þarna mikla forystu en núna er rödd Íslands á alþjóðasviðinu brostin að mínu mati því miður því hún er einfaldlega orðin aum og óskýr og þetta hefur birst okkur með mjög víðum hætti núna á undanförnum mánuðum frá því þetta stríð braust út, fyrst á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og síðan þegar þáverandi utanríkisráðherra dró í efa að árás á flóttamannabúðir hafi í raun verið árás og núna ennþá sjáum við að eftir að Ísraelsher ræðst á saklausa borgara í flóttamannabúðum þá eru viðbrögð ríkisstjórnar Íslands aum og óskýr.“ Í morgun kom í ljós að Samfylkingin hefur enn mest fylgi allra flokka á Alþingi en könnun Maskínu sýnir að flokkurinn hafi 27% fylgi. Kristrún segir Samfylkinguna fordæma framferði Ísraelsmanna. „Það ættu stjórnvald að gera og ítreka þegar svona viðburðir koma upp eins og þessi árás á flóttamannabúðir fyrir nokkrum dögum síðan og mér finnst mjög alvarlegt þegar forsætisráðherra talaði með þeim hætti að það hafi ekki verið við öðru að búast í staðinn fyrir að fordæma þetta tæpitungulaust en það skiptir máli bæði að röddin sé skýr en líka að því fylgi einhverjar aðgerðir.“ Undanfarið hefur verið viðruð sú hugmynd að Norðurlandaþjóðir taki sig saman um að breyta kröftugum þrýstingi með viðskiptaþvingunum. „Með þessu erum við einfaldlega að segja að ef við værum í ríkisstjórn þá þyrfti að sýna sama siðferðisþrek þegar kemur að þessu baráttumáli og almenningur á Íslandi hefur sýnt. Það er ríkur vilji, meðal íslensks almennings um að styðja við palestínsku þjóðina. Við erum í mjög sterkri stöðu til að nýta rödd okkar á alþjóðasviðinu bæði í að vera mjög sterk þegar kemur að fordæmingu, halda á lofti okkar sérstöðu þegar kemur að sögu og tengslum okkar við Palestínu en líka að fara fyrir því og leiða samtal við Norðurlandaþjóðirnar um að við sjáum pólitískar og efnahagslegar afleiðingar af því að Ísrael virði að vettugi allt það sem alþjóðasamfélagið er að þrýsta á þessa daga“ Átök í Ísrael og Palestínu Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. 28. maí 2024 14:16 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Kristrún segir að Ísland megi ekki taka þátt í að skapa það fordæmi í alþjóðasamfélaginu að horfa aðgerðalaus á þá stöðu sem uppi er á Gasa. „Það er auðvitað alveg ljóst að Ísrael verður að hætta árásum sínum á saklausa borgara en ríkisstjórn Íslands þarf líka að beita sér fyrir því af fullum þunga núna gagnvart bandalagsríkjum okkar, ekki aðeins með orðum heldur með raunverulegum þrýstingi.“ Hún vísar til þess að Ísland hafi árið 2011 verið fyrsta ríki vestur- og norður Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. „Þá var rödd Íslands sterk og forystufólk þjóðarinnar talaði fyrir friði tæpitungulaust og sýndi þarna mikla forystu en núna er rödd Íslands á alþjóðasviðinu brostin að mínu mati því miður því hún er einfaldlega orðin aum og óskýr og þetta hefur birst okkur með mjög víðum hætti núna á undanförnum mánuðum frá því þetta stríð braust út, fyrst á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og síðan þegar þáverandi utanríkisráðherra dró í efa að árás á flóttamannabúðir hafi í raun verið árás og núna ennþá sjáum við að eftir að Ísraelsher ræðst á saklausa borgara í flóttamannabúðum þá eru viðbrögð ríkisstjórnar Íslands aum og óskýr.“ Í morgun kom í ljós að Samfylkingin hefur enn mest fylgi allra flokka á Alþingi en könnun Maskínu sýnir að flokkurinn hafi 27% fylgi. Kristrún segir Samfylkinguna fordæma framferði Ísraelsmanna. „Það ættu stjórnvald að gera og ítreka þegar svona viðburðir koma upp eins og þessi árás á flóttamannabúðir fyrir nokkrum dögum síðan og mér finnst mjög alvarlegt þegar forsætisráðherra talaði með þeim hætti að það hafi ekki verið við öðru að búast í staðinn fyrir að fordæma þetta tæpitungulaust en það skiptir máli bæði að röddin sé skýr en líka að því fylgi einhverjar aðgerðir.“ Undanfarið hefur verið viðruð sú hugmynd að Norðurlandaþjóðir taki sig saman um að breyta kröftugum þrýstingi með viðskiptaþvingunum. „Með þessu erum við einfaldlega að segja að ef við værum í ríkisstjórn þá þyrfti að sýna sama siðferðisþrek þegar kemur að þessu baráttumáli og almenningur á Íslandi hefur sýnt. Það er ríkur vilji, meðal íslensks almennings um að styðja við palestínsku þjóðina. Við erum í mjög sterkri stöðu til að nýta rödd okkar á alþjóðasviðinu bæði í að vera mjög sterk þegar kemur að fordæmingu, halda á lofti okkar sérstöðu þegar kemur að sögu og tengslum okkar við Palestínu en líka að fara fyrir því og leiða samtal við Norðurlandaþjóðirnar um að við sjáum pólitískar og efnahagslegar afleiðingar af því að Ísrael virði að vettugi allt það sem alþjóðasamfélagið er að þrýsta á þessa daga“
Átök í Ísrael og Palestínu Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. 28. maí 2024 14:16 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. 28. maí 2024 14:16