Fylgjast sérstaklega með hrauntjörnum sem gætu brostið fram Lovísa Arnardóttir skrifar 30. maí 2024 08:13 Víðir segir mörg verkefni fram undan í dag en það þurfti að byrja á því að meta stöðuna með drónaflugi.Skyggni sé erfitt. Vísir/Arnar Hraun rennur áfram úr eldgosinu sem hófst í gær en hægt. Almannavarnir kanna í dag með drónaflugi hvar mögulega hrauntjarnir gætu verið að myndast og hvert þær gætu runnið. Vel er fylgst með öllum helstu innviðum en skyggni er erfitt vegna veðurs. Lokað er á svæðinu og inn í Grindavík. Vilji fólk sjá gosið er mælt með vefmyndavélum. „Nóttin var tíðindalítil eða tíðindalaus og hvergi að sjá mikla framrás á hrauninu við þessar ystu brúnir sem við höfum verið að fylgjast með við Grindavíkurveginn, Nesveginn og Suðurstrandarveginn,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild um stöðuna vegna nýs eldgoss í morgun. Skyggni hefur verið afar slæmt í nótt en það léttir til af og til. Víðir segir að þegar það gerist sjái þau að það sé hraunrennsli til suðurs þannig að hraunið sé að safnast saman. Drónum verði flogið yfir þegar hægt er til að meta hvar það sé að safnast saman og hvor einhver hætta stafi af því. „Við sjáum hrauntraðir í þessu sem er talsvert rennsli í og vitum að það eru hrauntjarnir að myndast einhvers staðar sem gætu brostið fram og haft áhrif á þá innviði og annað sem við erum að fylgjast með,“ segir Víðir og að verkefnið þennan morguninn sé að finna þessar hrauntjarnir. Gufusprengingar renni það í vatn Hann segir að líklega sé hraunið að safnast meira saman suðvestan megin og gæti þá runnið áfram meðfram varnargörðunum og niður fyrir varnargarða vestan megin við Grindavík og í vatnasvæði sem er þar. Við það gætu orðið gufusprengingar eins og sáust í gær. „Ef það rennur lengi þar getur það runnið niður fyrir garðana og inn í áttina að bænum. En það þarf svolítið hraunrennsli svo að svo verði og það er ekkert mjög líklegt.“ Hann segir aðra innviði á svæðinu fjarskiptastöð og stórt mastur sem þau fylgist vel með. Austan megin sjái þau ekki vel til og geti ekki metið hvort hraunrennslið renni í áttina að Suðurstrandarveginn. Það verði hægt að meta það betur þegar þau fljúgi yfir svæðið með dróna á eftir. Ekki komið nærri Njarðvíkuræðinni Hvað varðar Njarðvíkuræðina segir hann hraunið ekki komið yfir Grindavíkurveginn þar og því sé enn langt í æðina. „En það er sama þar. Við sjáum mjög illa norðan megin og sjáum því ekki hvar hraunið hefur verið að safnast saman. Við verðum aðeins að bíða með að anda léttar þar til við sjáum hvernig staðan er þar.“ Næstu daga er spáð blautu veðri og gæti skyggni því verið erfitt samhliða því. Hann segir að það þýði líka að allir verði að vera sérstaklega varkárir í nálægð við þessa staði og þá dragist að hægt sé að fara í skoðun eða lagfæringar á því sem geti mögulega skemmst. „Við auðvitað vonum að þetta gos hegði sér eins og þau sem hafa verið hingað til, að klárast á mjög stuttum tíma, þá gefur það okkur andrými til að skoða og meta hlutina aftur.“ Eldgosið hófst um hádegi í gær.Vísir/Vilhelm Víðir segir lítið að sjá við eldgosið og vilji fólk skoða það ætti það frekar að skoða vefmyndavélar sem eru staðsettar víða í kringum það. Svæðið sé lokað vegna mikillar óvissu. Eins sé Grindavík lokuð og enn rýmd eins og var gert í gær. Viðbragðsaðilar fóru inn í bæinn í morgun til að meta stöðuna og hvort það þurfi að fara í einhverjar aðgerðir þar. Rafmagnslaust og bærinn rýmdur Rafmagnslaust er í bænum og mörg fyrirtæki á varaafli. Víðir segir að það verði metið í dag hvort og hvenær fulltrúar frá þessum fyrirtækjum geti farið inn til að meta aðstæður. Auk þess sé töluvert af sauðfé í bænum og það þurfi að tryggja góða meðferð þeirra. „Það er búinn að vera sauðburður í gangi og viðkvæmt ástand í gangi. Við getum ekki látið dýrin afskiptalaus. Það kemur ekki til greina,“ segir Víðir. Hann segir MAST og lögreglustjóra hafa hvatt bændur til að koma ekki með dýrin aftur í bæinn en þeir hafi sagst úrræðalausir og hafi þurft að koma dýrunum inn fyrir sauðburð. Sprungan varð nokkurra kílómetra löng á stuttum tíma.Vísir/Vilhelm „Að einhverju leyti voru menn í neyð með þetta. Þetta er ástand sem þarf að bregðast við og við þurfum að huga að velferð dýranna. Þetta er eitt af verkefnum dagsins,“ segir Víðir sem á þó ekki von á því að þau verði sótt. Lömbin séu í of viðkvæmu ástandi og á meðan þeim stafi ekki hætta af hrauni eða gasi verði þau líklega áfram í bænum. Dýralæknar og bændur verði að meta það í sameiningu hvað sé best að gera. Taka tillit til nýrrar framkvæmdanefndar Víðir segir næstu klukkutíma fara í stöðumat og fundahöld með þeim sem þurfa að taka ákvarðanir um viðgerð á innviðum og slíku. Það sé ekki bráð hætta vegna frosts eins og í vetur og því hafi þau rýmri tíma. Auk þess taki til starfa Framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur, samkvæmt lögum, annað kvöld og þau verði að taka tillit til þess að hefja ekki verkefni sem verði á hennar borði án hennar. Ekki sé ástæða til að rjúka í stór verkefni eins og staðan er núna. Hraun rann yfir vegina í gær.Vísir/Vilhelm Víðir segir að þótt svo um sé að ræða áttunda eldgosið á stuttum tíma verði vinnan aldrei vanabundin. „Auðvitað verður kerfið þjálfaðra og getur betur brugðist við en náttúran hegðar sér ekki í mikilli rútínu og hún er alltaf með einhver ný útspil handa okkur. Mannskapurinn er auðvitað orðinn vanur að bregðast hratt við en ég held að það sé erfitt að segja að þetta komist nokkurn tíma í vana eða verði rútína.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Almannavarnir Tengdar fréttir „Varnargarðarnir stóðu sig mjög vel“ Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur segir varnargarðana hafa haldið vel þegar hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi að í dag. Sýni af hrauninu séu á leið úr landi. 29. maí 2024 21:49 Hraun flæðir yfir Nesveg Hraunið frá eldgosinu sem hófst við Sundhnúk á fyrsta tímanum í dag flæðir yfir Nesveg og Grindavíkurveg. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari myndaði hraunflæðið í kvöld. 29. maí 2024 20:55 Eina leiðin inn í Grindavík um Suðurstrandarveg og innviðir í hættu Lögreglustjórinn á Suðurnesjum líst illa á eldgosið nærri Sundhnúki. Hraunið, sem flætt hefur yfir bæði Grindavíkurveg og Nesveg liggi ofan í görðunum og innviðir séu bersýnilega í hættu. 29. maí 2024 19:32 Stærri atburður en við höfum séð áður Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir að sérfræðingar hafi beðið eftir eldgosinu sem hófst í morgun vegna stöðugrar kvikusöfnunnar og landris undir Svartsengi. 29. maí 2024 18:51 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
„Nóttin var tíðindalítil eða tíðindalaus og hvergi að sjá mikla framrás á hrauninu við þessar ystu brúnir sem við höfum verið að fylgjast með við Grindavíkurveginn, Nesveginn og Suðurstrandarveginn,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild um stöðuna vegna nýs eldgoss í morgun. Skyggni hefur verið afar slæmt í nótt en það léttir til af og til. Víðir segir að þegar það gerist sjái þau að það sé hraunrennsli til suðurs þannig að hraunið sé að safnast saman. Drónum verði flogið yfir þegar hægt er til að meta hvar það sé að safnast saman og hvor einhver hætta stafi af því. „Við sjáum hrauntraðir í þessu sem er talsvert rennsli í og vitum að það eru hrauntjarnir að myndast einhvers staðar sem gætu brostið fram og haft áhrif á þá innviði og annað sem við erum að fylgjast með,“ segir Víðir og að verkefnið þennan morguninn sé að finna þessar hrauntjarnir. Gufusprengingar renni það í vatn Hann segir að líklega sé hraunið að safnast meira saman suðvestan megin og gæti þá runnið áfram meðfram varnargörðunum og niður fyrir varnargarða vestan megin við Grindavík og í vatnasvæði sem er þar. Við það gætu orðið gufusprengingar eins og sáust í gær. „Ef það rennur lengi þar getur það runnið niður fyrir garðana og inn í áttina að bænum. En það þarf svolítið hraunrennsli svo að svo verði og það er ekkert mjög líklegt.“ Hann segir aðra innviði á svæðinu fjarskiptastöð og stórt mastur sem þau fylgist vel með. Austan megin sjái þau ekki vel til og geti ekki metið hvort hraunrennslið renni í áttina að Suðurstrandarveginn. Það verði hægt að meta það betur þegar þau fljúgi yfir svæðið með dróna á eftir. Ekki komið nærri Njarðvíkuræðinni Hvað varðar Njarðvíkuræðina segir hann hraunið ekki komið yfir Grindavíkurveginn þar og því sé enn langt í æðina. „En það er sama þar. Við sjáum mjög illa norðan megin og sjáum því ekki hvar hraunið hefur verið að safnast saman. Við verðum aðeins að bíða með að anda léttar þar til við sjáum hvernig staðan er þar.“ Næstu daga er spáð blautu veðri og gæti skyggni því verið erfitt samhliða því. Hann segir að það þýði líka að allir verði að vera sérstaklega varkárir í nálægð við þessa staði og þá dragist að hægt sé að fara í skoðun eða lagfæringar á því sem geti mögulega skemmst. „Við auðvitað vonum að þetta gos hegði sér eins og þau sem hafa verið hingað til, að klárast á mjög stuttum tíma, þá gefur það okkur andrými til að skoða og meta hlutina aftur.“ Eldgosið hófst um hádegi í gær.Vísir/Vilhelm Víðir segir lítið að sjá við eldgosið og vilji fólk skoða það ætti það frekar að skoða vefmyndavélar sem eru staðsettar víða í kringum það. Svæðið sé lokað vegna mikillar óvissu. Eins sé Grindavík lokuð og enn rýmd eins og var gert í gær. Viðbragðsaðilar fóru inn í bæinn í morgun til að meta stöðuna og hvort það þurfi að fara í einhverjar aðgerðir þar. Rafmagnslaust og bærinn rýmdur Rafmagnslaust er í bænum og mörg fyrirtæki á varaafli. Víðir segir að það verði metið í dag hvort og hvenær fulltrúar frá þessum fyrirtækjum geti farið inn til að meta aðstæður. Auk þess sé töluvert af sauðfé í bænum og það þurfi að tryggja góða meðferð þeirra. „Það er búinn að vera sauðburður í gangi og viðkvæmt ástand í gangi. Við getum ekki látið dýrin afskiptalaus. Það kemur ekki til greina,“ segir Víðir. Hann segir MAST og lögreglustjóra hafa hvatt bændur til að koma ekki með dýrin aftur í bæinn en þeir hafi sagst úrræðalausir og hafi þurft að koma dýrunum inn fyrir sauðburð. Sprungan varð nokkurra kílómetra löng á stuttum tíma.Vísir/Vilhelm „Að einhverju leyti voru menn í neyð með þetta. Þetta er ástand sem þarf að bregðast við og við þurfum að huga að velferð dýranna. Þetta er eitt af verkefnum dagsins,“ segir Víðir sem á þó ekki von á því að þau verði sótt. Lömbin séu í of viðkvæmu ástandi og á meðan þeim stafi ekki hætta af hrauni eða gasi verði þau líklega áfram í bænum. Dýralæknar og bændur verði að meta það í sameiningu hvað sé best að gera. Taka tillit til nýrrar framkvæmdanefndar Víðir segir næstu klukkutíma fara í stöðumat og fundahöld með þeim sem þurfa að taka ákvarðanir um viðgerð á innviðum og slíku. Það sé ekki bráð hætta vegna frosts eins og í vetur og því hafi þau rýmri tíma. Auk þess taki til starfa Framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur, samkvæmt lögum, annað kvöld og þau verði að taka tillit til þess að hefja ekki verkefni sem verði á hennar borði án hennar. Ekki sé ástæða til að rjúka í stór verkefni eins og staðan er núna. Hraun rann yfir vegina í gær.Vísir/Vilhelm Víðir segir að þótt svo um sé að ræða áttunda eldgosið á stuttum tíma verði vinnan aldrei vanabundin. „Auðvitað verður kerfið þjálfaðra og getur betur brugðist við en náttúran hegðar sér ekki í mikilli rútínu og hún er alltaf með einhver ný útspil handa okkur. Mannskapurinn er auðvitað orðinn vanur að bregðast hratt við en ég held að það sé erfitt að segja að þetta komist nokkurn tíma í vana eða verði rútína.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Almannavarnir Tengdar fréttir „Varnargarðarnir stóðu sig mjög vel“ Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur segir varnargarðana hafa haldið vel þegar hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi að í dag. Sýni af hrauninu séu á leið úr landi. 29. maí 2024 21:49 Hraun flæðir yfir Nesveg Hraunið frá eldgosinu sem hófst við Sundhnúk á fyrsta tímanum í dag flæðir yfir Nesveg og Grindavíkurveg. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari myndaði hraunflæðið í kvöld. 29. maí 2024 20:55 Eina leiðin inn í Grindavík um Suðurstrandarveg og innviðir í hættu Lögreglustjórinn á Suðurnesjum líst illa á eldgosið nærri Sundhnúki. Hraunið, sem flætt hefur yfir bæði Grindavíkurveg og Nesveg liggi ofan í görðunum og innviðir séu bersýnilega í hættu. 29. maí 2024 19:32 Stærri atburður en við höfum séð áður Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir að sérfræðingar hafi beðið eftir eldgosinu sem hófst í morgun vegna stöðugrar kvikusöfnunnar og landris undir Svartsengi. 29. maí 2024 18:51 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
„Varnargarðarnir stóðu sig mjög vel“ Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur segir varnargarðana hafa haldið vel þegar hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi að í dag. Sýni af hrauninu séu á leið úr landi. 29. maí 2024 21:49
Hraun flæðir yfir Nesveg Hraunið frá eldgosinu sem hófst við Sundhnúk á fyrsta tímanum í dag flæðir yfir Nesveg og Grindavíkurveg. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari myndaði hraunflæðið í kvöld. 29. maí 2024 20:55
Eina leiðin inn í Grindavík um Suðurstrandarveg og innviðir í hættu Lögreglustjórinn á Suðurnesjum líst illa á eldgosið nærri Sundhnúki. Hraunið, sem flætt hefur yfir bæði Grindavíkurveg og Nesveg liggi ofan í görðunum og innviðir séu bersýnilega í hættu. 29. maí 2024 19:32
Stærri atburður en við höfum séð áður Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir að sérfræðingar hafi beðið eftir eldgosinu sem hófst í morgun vegna stöðugrar kvikusöfnunnar og landris undir Svartsengi. 29. maí 2024 18:51