Mikkel eftir tapið á móti liði Gumma Gumm: Þurfum að horfa inn á við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2024 15:00 Mikkel Hansen skoraði fjögur mörk í leiknum í gær. Getty/Lars Baron Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia unnu stórlið Álaborgar í gær og tryggðu sér úrslitaleik um danska meistaratitilinn í handbolta á laugardaginn. Íslenski þjálfarinn er því einum sigri frá því að eyðileggja draumaendi eins besta handboltamanns Dana fyrr og síðar. Í liði Álaborgar er nefnilega danska súperstjarnan Mikkel Hansen sem er á kveðjutímabili sínu. Pressan er á hans liði enda hefur Fredericia komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu. Fredericia vann leikinn í gær 31-30. „Við vorum ekki nógu góðir í dag. Við áttum nokkrum sinnum möguleika á því að komast þremur til fjórum mörkum yfir og ná meiri stjórn á leiknum,“ sagði Mikkel Hansen við TV2. „Við þurfum bara að vera hreinskilnir við sjálfa okkur og horfa inn á við. Af hverju náðum við ekki að nýta þessa stöðu og skora þetta aukamark? Við náðum aldrei þeirri ró í leikinn sem við áttum möguleika á því að ná,“ sagði Hansen. Hansen ætlar að leggja skóna á hilluna í sumar og Guðmundur og félagar geta komið í veg fyrir að hann endi sem danskur meistari. Úrslitaleikurinn í Álaborg á laugardaginn verður hans síðasti leikur með félagsliði. „Við verðum að gera betur en í síðasta leik. Við þurfum að horfa í spegilinn og það er okkur að kenna að við unnum ekki. Ekkert hefur breyst. Við verðum bara að vinna næsta leik og þá verðum við meistarar,“ sagði Hansen. Danski handboltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Í liði Álaborgar er nefnilega danska súperstjarnan Mikkel Hansen sem er á kveðjutímabili sínu. Pressan er á hans liði enda hefur Fredericia komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu. Fredericia vann leikinn í gær 31-30. „Við vorum ekki nógu góðir í dag. Við áttum nokkrum sinnum möguleika á því að komast þremur til fjórum mörkum yfir og ná meiri stjórn á leiknum,“ sagði Mikkel Hansen við TV2. „Við þurfum bara að vera hreinskilnir við sjálfa okkur og horfa inn á við. Af hverju náðum við ekki að nýta þessa stöðu og skora þetta aukamark? Við náðum aldrei þeirri ró í leikinn sem við áttum möguleika á því að ná,“ sagði Hansen. Hansen ætlar að leggja skóna á hilluna í sumar og Guðmundur og félagar geta komið í veg fyrir að hann endi sem danskur meistari. Úrslitaleikurinn í Álaborg á laugardaginn verður hans síðasti leikur með félagsliði. „Við verðum að gera betur en í síðasta leik. Við þurfum að horfa í spegilinn og það er okkur að kenna að við unnum ekki. Ekkert hefur breyst. Við verðum bara að vinna næsta leik og þá verðum við meistarar,“ sagði Hansen.
Danski handboltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira