„Hann er bara svindkall í þessari deild“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2024 23:25 Gunnar Magnússon sagði að Mosfellingar hefðu ekki fundið lausnir til að verjast Aroni Pálmarssyni. vísir/diego Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. „Þetta var svekkjandi, okkar lélegasti leikur í þessari í seríu. Mér fannst við spila frábærlega í fyrstu þremur leikjunum og raun og veru var svekkelsið að vera 2-1 undir eftir þessa þrjá leiki, þar fer þetta í rauninni. Að mínu mati erum við klaufar að vera ekki yfir í þessari seríu.“ „Engu að síður er munurinn í þessu er Aron Pálmarsson. Við náðum ekki að stoppa hann, við prófuðum allan fjandann og milli leikja breyttum við ýmsu en á endanum náðum ekki að stoppa hann. Hann er bara svindkall í þessari deild. Það er munurinn á liðunum kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Afturelding tapaði á dramatískan hátt með einu marki á móti FH á sunnudaginn síðasta og var 2-1 undir í einvíginu fyrir leikinn í kvöld. Munurinn var þó meiri milli liðanna í kvöld. „Við erum með bæði leik tvö og þrjú, allavega leik þrjú og erum við með stöður til að vinna þetta. Svekkjandi að klára þetta ekki og hefði verið mikilvægt að ná frumkvæðinu þar. Það er stór þáttur í þessu. Í dag var þetta ekki okkar leikur, vorum ekki góðir og FH-ingar voru bara miklu betri en við í dag. Svekkelsið er bara að vera 2-1 yfir fyrir leikinn í kvöld,“ bætti Gunnar við. Gunnar er þó sáttur með spilamennskuna í úrslitakeppninni fyrir utan frammistöðuna í dag. „Margir af okkar lykilleikmenn náðu sér ekki á strik í dag. Það voru margir ‚off' í dag einhvern veginn og kannski brotnuðum við bara á endanum, ég veit það ekki. Þeir gengu á lagið og margir hjá okkur sem voru ekki góðir. Hittum ekki á góðan dag miðað hvað við erum búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni hingað til. Slógum út sterkt lið Vals og spiluðum fyrstu þrjá leikina á móti FH frábærlega. Þannig ég er ánægður með spilamennskuna í úrslitakeppninni.“ Þjálfarinn lítur brattur fram á veginn þrátt fyrir að hafa ekki náð að taka stóra titilinn heim í Mosfellsbæinn þetta tímabilið. „Við vorum í öðru sæti í meistaraflokki, Íslandsmeistarar í 3. flokki þannig ég er stoltur af félaginu og við erum að gera eitthvað rétt hérna í Mosfellsbænum. Auðvitað svíður þetta bara að hafa ekki nýtt síðustu leiki betur.“ „Það verða breytingar. Fáum inn fjóra nýja leikmenn og við erum hvergi nærri hættir. Við höfum stimplað okkur í toppbaráttuna, bikarmeistarar í fyrra og öðru sæti núna og sömuleiðis mjög efnilegir strákar að koma upp. Við verðum með topplið á næsta ári, það er 100%,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding FH Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
„Þetta var svekkjandi, okkar lélegasti leikur í þessari í seríu. Mér fannst við spila frábærlega í fyrstu þremur leikjunum og raun og veru var svekkelsið að vera 2-1 undir eftir þessa þrjá leiki, þar fer þetta í rauninni. Að mínu mati erum við klaufar að vera ekki yfir í þessari seríu.“ „Engu að síður er munurinn í þessu er Aron Pálmarsson. Við náðum ekki að stoppa hann, við prófuðum allan fjandann og milli leikja breyttum við ýmsu en á endanum náðum ekki að stoppa hann. Hann er bara svindkall í þessari deild. Það er munurinn á liðunum kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Afturelding tapaði á dramatískan hátt með einu marki á móti FH á sunnudaginn síðasta og var 2-1 undir í einvíginu fyrir leikinn í kvöld. Munurinn var þó meiri milli liðanna í kvöld. „Við erum með bæði leik tvö og þrjú, allavega leik þrjú og erum við með stöður til að vinna þetta. Svekkjandi að klára þetta ekki og hefði verið mikilvægt að ná frumkvæðinu þar. Það er stór þáttur í þessu. Í dag var þetta ekki okkar leikur, vorum ekki góðir og FH-ingar voru bara miklu betri en við í dag. Svekkelsið er bara að vera 2-1 yfir fyrir leikinn í kvöld,“ bætti Gunnar við. Gunnar er þó sáttur með spilamennskuna í úrslitakeppninni fyrir utan frammistöðuna í dag. „Margir af okkar lykilleikmenn náðu sér ekki á strik í dag. Það voru margir ‚off' í dag einhvern veginn og kannski brotnuðum við bara á endanum, ég veit það ekki. Þeir gengu á lagið og margir hjá okkur sem voru ekki góðir. Hittum ekki á góðan dag miðað hvað við erum búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni hingað til. Slógum út sterkt lið Vals og spiluðum fyrstu þrjá leikina á móti FH frábærlega. Þannig ég er ánægður með spilamennskuna í úrslitakeppninni.“ Þjálfarinn lítur brattur fram á veginn þrátt fyrir að hafa ekki náð að taka stóra titilinn heim í Mosfellsbæinn þetta tímabilið. „Við vorum í öðru sæti í meistaraflokki, Íslandsmeistarar í 3. flokki þannig ég er stoltur af félaginu og við erum að gera eitthvað rétt hérna í Mosfellsbænum. Auðvitað svíður þetta bara að hafa ekki nýtt síðustu leiki betur.“ „Það verða breytingar. Fáum inn fjóra nýja leikmenn og við erum hvergi nærri hættir. Við höfum stimplað okkur í toppbaráttuna, bikarmeistarar í fyrra og öðru sæti núna og sömuleiðis mjög efnilegir strákar að koma upp. Við verðum með topplið á næsta ári, það er 100%,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding FH Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira