Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfesti í Kvöldfréttum STöðvar 2 í kvöld að hraun jefði flætt yfir Grindavíkurveg og Nesveg og því væri eina aðkomuleiðin að Grindavík um Suðurstrandarveg.
Vilhelm hefur verið á svæðinu í dag og myndað gosið hátt og lágt. Myndir hans af hraunrennslinu á Nesvegi má sjá hér að neðan.








