„Þetta hefur ekkert að gera með mína pólitísku hugsjón“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. maí 2024 21:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Einar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segist ekki vera viljandi að bíða fram yfir kosningar með að taka ákvörðun um leyfisveitingu til hvalveiða. Ákvörðun kunni að liggja fyrir í lok næstu viku, og muni ekki byggja á hennar pólitísku hugsjónum. Kallað var eftir umsögnum fjölda hagaðila og stofnanna fyrst í gær. Bjarkey segir að annir og ör ráðherraskipti í matvælaráðuneytinu séu meðal þess sem skýri það hve langan tíma það hefur tekið að taka afstöðu um framhald hvalveiða. 22. janúar tók Katrín Jakobsdóttir við ráðuneytinu þegar Svandís Svavarsdóttir fór í veikindaleyfi. 30. janúar sækir Hvalur hf. um leyfi, og í byrjun apríl sneri Svandís aftur úr leyfi. Örfáum dögum síðar tók Bjarkey við ráðuneytinu, þann 10. apríl. Það var svo fyrst í gær sem ráðuneytið kallaði eftir umsögnum þriggja stofnanna og þrettán hagaðila, sem hafa frest til þriðjudags, 4. júní, til að skila umsögn. Samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu hefur mat á umsókn Hvals hf. farið fram í ráðuneytinu síðan hún barst. Á þeim tíma hafi ráðuneytið meðal annars kallað eftir frekari gögnum og upplýsingum frá Hval hf. auk þess sem samhliða vinnslu umsóknarinnar hafi staðið yfir undirbúningur að endurskoðun og setningu nauðsynlegra reglugerða. „Það er búið að vera ansi mikið að gera í ráðuneytinu eftir að ég tók við eins og hefur ekki farið fram hjá neinum. En síðan er það bara þannig að þetta er flókinn lagagrundvöllur, hvað sem að mörgum finnst um það, ekki síst í sambandi við alþjóðlegar skuldbindingar og ýmislegt fleira sem að við þurfum að skoða,“ segir Bjarkey Olsen í samtali við fréttastofu. Sem kunnugt er er Katrín Jakobsdóttir í framboði til forseta Íslands. Bjarkey segist aðspurð ekki vera að tefja málið fram yfir forsetakosningar. „Það hefur ekkert með það að gera. Ég lít fyrst og fremst á þann málaflokk sem ég er að sinna í matvælaráðuneytinu, það er bara stjórnsýsla og annað sem ég er að fást við. Hvað forsetakosningarnar varðar að þá vona ég bara að henni og öðrum gangi bara ágætlega í því, en það hefur ekkert með afgreiðslu þessara mála að gera,“ svarar Bjarkey. Hún segir ákvörðun sína munu byggja meðal annars á þeim gögnum sem berast á næstu dögum. „Þetta hefur í rauninni ekkert að gera með mína pólitísku hugsjón. Ég verð auðvitað bara að fara eftir lögum og reglum í landinu þannig ég mun bara byggja mitt álit á þeim niðurstöðum sem ég hef þegar ég er búin að safna öllu saman sem að ég þarf til þess að gera þetta og ég geri nú bara ráð fyrir því að niðurstaða liggi fyrir fljótlega, í lok næstu viku eða fljótlega eftir það,“ segir Bjarkey. Stofnanirnar sem kallað var eftir umsögnum frá eru Hafrannsóknastofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun, og þá var beiðni einnig send til Samtaka ferðaþjónustunnar, Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, Dýraverndunarsambands Íslands, Samtaka um dýravelferð á Íslandi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar, Félags kvikmyndagerðarmanna, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Verkalýðsfélags Akraness, Félags skipstjórnarmanna, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, og þá einnig til Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu höfðu umsagnir frá SFS og Hafrannsóknarstofnun þegar borist síðdegis í dag. Hvalveiðar Hvalir Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Bjarkey segir að annir og ör ráðherraskipti í matvælaráðuneytinu séu meðal þess sem skýri það hve langan tíma það hefur tekið að taka afstöðu um framhald hvalveiða. 22. janúar tók Katrín Jakobsdóttir við ráðuneytinu þegar Svandís Svavarsdóttir fór í veikindaleyfi. 30. janúar sækir Hvalur hf. um leyfi, og í byrjun apríl sneri Svandís aftur úr leyfi. Örfáum dögum síðar tók Bjarkey við ráðuneytinu, þann 10. apríl. Það var svo fyrst í gær sem ráðuneytið kallaði eftir umsögnum þriggja stofnanna og þrettán hagaðila, sem hafa frest til þriðjudags, 4. júní, til að skila umsögn. Samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu hefur mat á umsókn Hvals hf. farið fram í ráðuneytinu síðan hún barst. Á þeim tíma hafi ráðuneytið meðal annars kallað eftir frekari gögnum og upplýsingum frá Hval hf. auk þess sem samhliða vinnslu umsóknarinnar hafi staðið yfir undirbúningur að endurskoðun og setningu nauðsynlegra reglugerða. „Það er búið að vera ansi mikið að gera í ráðuneytinu eftir að ég tók við eins og hefur ekki farið fram hjá neinum. En síðan er það bara þannig að þetta er flókinn lagagrundvöllur, hvað sem að mörgum finnst um það, ekki síst í sambandi við alþjóðlegar skuldbindingar og ýmislegt fleira sem að við þurfum að skoða,“ segir Bjarkey Olsen í samtali við fréttastofu. Sem kunnugt er er Katrín Jakobsdóttir í framboði til forseta Íslands. Bjarkey segist aðspurð ekki vera að tefja málið fram yfir forsetakosningar. „Það hefur ekkert með það að gera. Ég lít fyrst og fremst á þann málaflokk sem ég er að sinna í matvælaráðuneytinu, það er bara stjórnsýsla og annað sem ég er að fást við. Hvað forsetakosningarnar varðar að þá vona ég bara að henni og öðrum gangi bara ágætlega í því, en það hefur ekkert með afgreiðslu þessara mála að gera,“ svarar Bjarkey. Hún segir ákvörðun sína munu byggja meðal annars á þeim gögnum sem berast á næstu dögum. „Þetta hefur í rauninni ekkert að gera með mína pólitísku hugsjón. Ég verð auðvitað bara að fara eftir lögum og reglum í landinu þannig ég mun bara byggja mitt álit á þeim niðurstöðum sem ég hef þegar ég er búin að safna öllu saman sem að ég þarf til þess að gera þetta og ég geri nú bara ráð fyrir því að niðurstaða liggi fyrir fljótlega, í lok næstu viku eða fljótlega eftir það,“ segir Bjarkey. Stofnanirnar sem kallað var eftir umsögnum frá eru Hafrannsóknastofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun, og þá var beiðni einnig send til Samtaka ferðaþjónustunnar, Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, Dýraverndunarsambands Íslands, Samtaka um dýravelferð á Íslandi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar, Félags kvikmyndagerðarmanna, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Verkalýðsfélags Akraness, Félags skipstjórnarmanna, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, og þá einnig til Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu höfðu umsagnir frá SFS og Hafrannsóknarstofnun þegar borist síðdegis í dag.
Hvalveiðar Hvalir Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira