Það á að kjósa með Exi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 29. maí 2024 12:05 Sko bókstafnum X ekki með verkfærinu sem er notað til að höggva við, axarsköft eru bönnuð eins og að gera hjarta, broskarl, semja stöku eða strika yfir aðra frambjóðendur, bara eitt nett X á seðillinn TAKK. Það er bannað að taka mynd af kjörseðlinum og birta á netmiðlun á kjördag, það kallast kosningaáróður á kjörstað en það er alveg bannað. Vonandi mæta ungir sem aldnir, þið unga fólkið okkar endilega nýta kosningaréttinn þó ekki væri nema að máta sig við hvernig þetta gengur fyrir sig. Allir ættu að skoða hvern frambjóðanda fyrir sig og hugsa hvort við viljum heyra og sjá þennan einstakling við öll hugsanleg og óhugsanleg tækifæri næstu fjögur árin eða svo. Það er að mörgu að hyggja, hvað þarf forseti að hafa til að bera? Vera mælskur, kunna að koma fyrir sig orði? Vera glæsilegur og þjóðinni til sóma innlends sem erlendis? Vera sameiningartákn og stoð í gleði sem og sorg? Vera höfðinglegur, einhver til að líta upp til? Vera hlutlaus? Vera skemmtilegur? Vera hugrakkur og djarfur þegar á reynir? Þetta mælir hvorki með né á móti frambjóðendunum tólf og útilokar engan þeirra, því föngulegan hóp af hæfu, góðu og glæsilegu fólki höfum við úr að velja, þetta er okkar lúxusvandamál. En það eru 12 í framboði ekki bara þessi sex sem birtast oftast á skjánum því þau eiga nóg af peningum og fjölmiðlar hampa þeim óspart. Hinir sex má sjá hér og mæli ég með að þið skoðið þeirra framboð vel. Forsetaframbjóðendurnir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Þórisson, sem kalla sig Meistaradeildina, halda sameiginlegan framboðsfund og kvöldvöku í Kolaportinu. Samstöðin sendir beint út frá fundinum á venjulegum útsendingartíma Rauða borðsins. Fundarstjóri er Margrét Örnólfsdóttir. Ég ætla ekki að segja ykkur hvern þið eigið að kjósa né hvern á ekki að kjósa, ég ætla ekki heldur að segja ykkur hvað ég ætla eða ætla ekki að kjósa, því ég vil ekki hafa áhrif á annara val. Þetta er ykkar val, látið kannanir, fjölmiðla, ættingja og síst af öllu mig hafa áhrif á ykkar val, kynnið ykkur málin, ræðið þau og veltið þeim fyrir ykkur, mátið þá við Bessastaði. Þegar í kjörklefann kemur lesið öll nöfnin 12, gefið ykkur tíma áður en þið veljið, þetta er ykkar val og engin sér hvað þið völduð. Munið að kjósa með hjartanu, NEI ég meina X "Öllu gríni fylgir einhver ánægja" eins og sagt var við mig um árið á Flateyri. Tylft fram sýna krafta bauð Þjóðinni úr að velja Stefnur sínar saman sauð Og kosti upp að telja Milli þeirra uppúr sauð Upphófust skítköst nokkur Umræðan frekar snauð lítið hjálpar okkur Höfundur er virkur í skoðanakönnunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Sko bókstafnum X ekki með verkfærinu sem er notað til að höggva við, axarsköft eru bönnuð eins og að gera hjarta, broskarl, semja stöku eða strika yfir aðra frambjóðendur, bara eitt nett X á seðillinn TAKK. Það er bannað að taka mynd af kjörseðlinum og birta á netmiðlun á kjördag, það kallast kosningaáróður á kjörstað en það er alveg bannað. Vonandi mæta ungir sem aldnir, þið unga fólkið okkar endilega nýta kosningaréttinn þó ekki væri nema að máta sig við hvernig þetta gengur fyrir sig. Allir ættu að skoða hvern frambjóðanda fyrir sig og hugsa hvort við viljum heyra og sjá þennan einstakling við öll hugsanleg og óhugsanleg tækifæri næstu fjögur árin eða svo. Það er að mörgu að hyggja, hvað þarf forseti að hafa til að bera? Vera mælskur, kunna að koma fyrir sig orði? Vera glæsilegur og þjóðinni til sóma innlends sem erlendis? Vera sameiningartákn og stoð í gleði sem og sorg? Vera höfðinglegur, einhver til að líta upp til? Vera hlutlaus? Vera skemmtilegur? Vera hugrakkur og djarfur þegar á reynir? Þetta mælir hvorki með né á móti frambjóðendunum tólf og útilokar engan þeirra, því föngulegan hóp af hæfu, góðu og glæsilegu fólki höfum við úr að velja, þetta er okkar lúxusvandamál. En það eru 12 í framboði ekki bara þessi sex sem birtast oftast á skjánum því þau eiga nóg af peningum og fjölmiðlar hampa þeim óspart. Hinir sex má sjá hér og mæli ég með að þið skoðið þeirra framboð vel. Forsetaframbjóðendurnir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Þórisson, sem kalla sig Meistaradeildina, halda sameiginlegan framboðsfund og kvöldvöku í Kolaportinu. Samstöðin sendir beint út frá fundinum á venjulegum útsendingartíma Rauða borðsins. Fundarstjóri er Margrét Örnólfsdóttir. Ég ætla ekki að segja ykkur hvern þið eigið að kjósa né hvern á ekki að kjósa, ég ætla ekki heldur að segja ykkur hvað ég ætla eða ætla ekki að kjósa, því ég vil ekki hafa áhrif á annara val. Þetta er ykkar val, látið kannanir, fjölmiðla, ættingja og síst af öllu mig hafa áhrif á ykkar val, kynnið ykkur málin, ræðið þau og veltið þeim fyrir ykkur, mátið þá við Bessastaði. Þegar í kjörklefann kemur lesið öll nöfnin 12, gefið ykkur tíma áður en þið veljið, þetta er ykkar val og engin sér hvað þið völduð. Munið að kjósa með hjartanu, NEI ég meina X "Öllu gríni fylgir einhver ánægja" eins og sagt var við mig um árið á Flateyri. Tylft fram sýna krafta bauð Þjóðinni úr að velja Stefnur sínar saman sauð Og kosti upp að telja Milli þeirra uppúr sauð Upphófust skítköst nokkur Umræðan frekar snauð lítið hjálpar okkur Höfundur er virkur í skoðanakönnunum
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun