Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2024 12:20 Sturtað úr kjörkassa með utankjörfundaratkvæðum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. Kjörkössum með öllum utankjörfundaratkvæðum sem greidd hafa verið á höfuðborgarsvæðinu frá því atkvæðagreiðslan hófst var ekið undir eftirliti í Ráðhús Reykjavíkur í morgun. Þeir voru síðan opnaðir á slaginu klukkan hálf tíu í votta viðurvist umboðsmanna frambjóðenda. Eva Bryndís Helgadóttir segir ferlið í kringum lýðræðislegar kosningar vera fallegt.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir allt fara fram samkvæmt ströngustu reglum. „Það sem er að gerast núna er forvinna, rannsóknarvinna á utankjörfundaratkvæðum. Til þess að spara tíma og koma öllum atkvæðum í réttar kjördeildir. Það þarf að yfirfara að allir fylgiseðlar séu réttir og forvinna að það sé hægt að úrskurða ef eitthvað er að. Þá þarf að úrskurða um hvort þau eru mögulega ógild eða eitthvað þess háttar,“ segir Eva Bryndís. Um það bil tuttugu og fimm þúsund atkvæði voru í kjörkössunum sem þarf að koma á sinn í yfir 90 kjördeildum í Reykjavík og fjölda kjördeilda í nágrannasveitarfélögum. Kjörsókn utankjörfundar hefur verið heldur minni í aðdraganda þessara kosninga en í forsetakosningunum árið 2020. Byrjað var á því að telja atkvæðin Þau eru í tveimur umslögum. Á ytra umslagi eru upplýsingar um kjósandann þannig að atkvæði hans rati í rétta kjördeild. Atkvæðið er síðan í ómerktu innra umsalgi þannig að tryggt sé að kosningin sé leynileg.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís segir það mikið verkefni að halda utanum kosningar í Reykjavík. „Þetta er um sjö hundruð manna teymi sem er skipulagt eins og her. Algerlega magnað fólk sem er að stýra þessu og alveg niður allt ferlið. Þetta er bara fallegt,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir. Við sýnum skemmtilegar myndir frá forflokkun fyrstu atkvæðanna í komandi forsetakosningum í kvöldfréttum okkar. Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15 Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Kjörkössum með öllum utankjörfundaratkvæðum sem greidd hafa verið á höfuðborgarsvæðinu frá því atkvæðagreiðslan hófst var ekið undir eftirliti í Ráðhús Reykjavíkur í morgun. Þeir voru síðan opnaðir á slaginu klukkan hálf tíu í votta viðurvist umboðsmanna frambjóðenda. Eva Bryndís Helgadóttir segir ferlið í kringum lýðræðislegar kosningar vera fallegt.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir allt fara fram samkvæmt ströngustu reglum. „Það sem er að gerast núna er forvinna, rannsóknarvinna á utankjörfundaratkvæðum. Til þess að spara tíma og koma öllum atkvæðum í réttar kjördeildir. Það þarf að yfirfara að allir fylgiseðlar séu réttir og forvinna að það sé hægt að úrskurða ef eitthvað er að. Þá þarf að úrskurða um hvort þau eru mögulega ógild eða eitthvað þess háttar,“ segir Eva Bryndís. Um það bil tuttugu og fimm þúsund atkvæði voru í kjörkössunum sem þarf að koma á sinn í yfir 90 kjördeildum í Reykjavík og fjölda kjördeilda í nágrannasveitarfélögum. Kjörsókn utankjörfundar hefur verið heldur minni í aðdraganda þessara kosninga en í forsetakosningunum árið 2020. Byrjað var á því að telja atkvæðin Þau eru í tveimur umslögum. Á ytra umslagi eru upplýsingar um kjósandann þannig að atkvæði hans rati í rétta kjördeild. Atkvæðið er síðan í ómerktu innra umsalgi þannig að tryggt sé að kosningin sé leynileg.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís segir það mikið verkefni að halda utanum kosningar í Reykjavík. „Þetta er um sjö hundruð manna teymi sem er skipulagt eins og her. Algerlega magnað fólk sem er að stýra þessu og alveg niður allt ferlið. Þetta er bara fallegt,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir. Við sýnum skemmtilegar myndir frá forflokkun fyrstu atkvæðanna í komandi forsetakosningum í kvöldfréttum okkar.
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15 Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43
Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15
Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43