Vinalegi risinn í CrossFit heiminum er frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 08:40 Snorri Barón Jónsson sést hér með Emmu Lawson sem er ekki lengur efnilegasta CrossFit kona heims heldur orðin ein sú allra besta. @snorribaron Íslendingar munu aðeins eiga einn keppanda í meistaraflokki á heimsleikunum í CrossFit í ár sem er Björgvin Karl Guðmundsson en það verður samt annar Íslendingur með mikið undir á leikunum. Við erum hér að tala um umboðsmanninn Snorra Barón Jónsson. Hér þekkjum við hann sem umboðsmann Björgvins Karls og Söru Sigmundsdóttur en hann er með meira af heimsklassa fólki á sínum snærum. Snorri Barón hefur vakið athygli í CrossFit heiminum og Morning Chalk Up vefurinn fjallar ítarlega um okkar mann. Þar kemur fram að Snorri eigi sína fortíð í auglýsingum og kraftlyftingum en hann sé nú orðinn frægur sem umboðsmaður CrossFit stjarna. Snorri rekur umboðsskrifstofuna Bakland sem hann stofnaði á sínum tíma en samstarfsaðili hans er Lucile Phelouzat. Hún ber honum góða söguna í athugasemdum við fréttina. Það er undir honum komið að hjálpa CrossFit fólkinu að fóta sig í heimi auglýsinga, styrkja og fjölmiðla svo eitthvað sé nefnt. Það er gott að eiga mann eins og Snorra að þegar þú þarft að einbeita þér við erfiðar æfingar. Phelouzat er umboðsmaður helmings þess íþróttafólks sem eru hjá Bakland. Þegar hafa sjö skjólstæðingar tryggt sér sæti á heimsleikunum og Snorri segir í samtali við Morning Chalk Up að hann búist við því að sjö í viðbót bætist í hópinn. Snorri Barón hefur meðal annars hjálpað einni mest spennandi CrossFit konu heims að feta sín fyrstu spor undanfarin ár. Þar erum við að tala um hina kanadísku Emmu Lawson sem náði bestum árangri í heimi í fjórðungsúrslitunum og endaði í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra. Hún er enn aðeins nítján ára gömul og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Í grein Morning Chalk Up er Snorri Barón kallaður vinalegi risinn og hann ræðir við vefinn um aðkomu sína að CrossFit heiminum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg en fyrir þá sem hafa áskrift geta nálgast viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Við erum hér að tala um umboðsmanninn Snorra Barón Jónsson. Hér þekkjum við hann sem umboðsmann Björgvins Karls og Söru Sigmundsdóttur en hann er með meira af heimsklassa fólki á sínum snærum. Snorri Barón hefur vakið athygli í CrossFit heiminum og Morning Chalk Up vefurinn fjallar ítarlega um okkar mann. Þar kemur fram að Snorri eigi sína fortíð í auglýsingum og kraftlyftingum en hann sé nú orðinn frægur sem umboðsmaður CrossFit stjarna. Snorri rekur umboðsskrifstofuna Bakland sem hann stofnaði á sínum tíma en samstarfsaðili hans er Lucile Phelouzat. Hún ber honum góða söguna í athugasemdum við fréttina. Það er undir honum komið að hjálpa CrossFit fólkinu að fóta sig í heimi auglýsinga, styrkja og fjölmiðla svo eitthvað sé nefnt. Það er gott að eiga mann eins og Snorra að þegar þú þarft að einbeita þér við erfiðar æfingar. Phelouzat er umboðsmaður helmings þess íþróttafólks sem eru hjá Bakland. Þegar hafa sjö skjólstæðingar tryggt sér sæti á heimsleikunum og Snorri segir í samtali við Morning Chalk Up að hann búist við því að sjö í viðbót bætist í hópinn. Snorri Barón hefur meðal annars hjálpað einni mest spennandi CrossFit konu heims að feta sín fyrstu spor undanfarin ár. Þar erum við að tala um hina kanadísku Emmu Lawson sem náði bestum árangri í heimi í fjórðungsúrslitunum og endaði í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra. Hún er enn aðeins nítján ára gömul og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Í grein Morning Chalk Up er Snorri Barón kallaður vinalegi risinn og hann ræðir við vefinn um aðkomu sína að CrossFit heiminum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg en fyrir þá sem hafa áskrift geta nálgast viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti