Ég kýs femínista á Bessastaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 29. maí 2024 08:30 Ég fagna framboði Katrínar Jakobsdóttur til forseta og styð hana með ráðum og dáð. Ástæðan er sú að Katrín stendur fyrir þau gildi sem skipta mig máli. Hún er gallharður femínisti sem leggur áherslu á mannréttindi, lýðræði og friðsamlegar lausnir. Sem femínisti hefur Katrín sýnt það með verkum sínum að hún fylgir eftir málefnum sem skipta máli fyrir frelsi og sjálfstæði kvenna og hinsegin fólks sem hefur iðulega kallað á talsverða baráttu til að ná fram. Dæmin eru fjölmörg og má þar nefna framsækna þungunarrofslöggjöf, löggjöf um kynferðislega friðhelgi og umsáturseinelti auk stórbættrar réttarstöðu brotaþola í kynferðisofbeldismálum. Nýlega var tilkynnt að Ísland hafi tekið stökk á Regnbogakorti ILGA og er nú í öðru sæti ásamt því að vera í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu sem er afrakstur breytinga á lagalegum réttindum hinsegin fólks. Í tengslum við gerð kjarasamninga hefur Katrín líka dregið vagninn varðandi mál sem varða konur á vinnumarkaði miklu eins og lengingu fæðingarorlofs og hækkun á greiðslum, styttingu vinnuvikunnar og endurmat á virði kvennastarfa. Þá vakti stuðningur og þátttaka Katrínar í Kvennaverkfallinu síðastliðið haust heimsathygli. Það hefur vakið athygli að flest sem hafa unnið með Katrínu styðja framboð hennar. Það þarf ekki að koma að óvart enda er hún einstök í viðkynningu, afburðagreind, setur sig inn í mál af dýpt og er fylgin sannfæringu sinni en tilbúin til málamiðlana þegar nauðsyn krefur. Hún hefur einstakt lag á að vinna með fólki úr ólíkum áttum, er hlý, skemmtileg og hörkudugleg. Katrín nýtur líka sterkrar stöðu á alþjóðavettvangi og þar mun hún tryggja að rödd Íslands heyrist og tala fyrir þeim áherslum sem skipta máli fyrir friðsamleg velferðarsamfélög. Fyrir mig vegur þyngst á metunum þær femínísku áherslur sem hún stendur fyrir. Þess vegna mun ég kjósa Katrínu í forsetakjörinu 1. júní nk. Höfundur er hagfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Ég fagna framboði Katrínar Jakobsdóttur til forseta og styð hana með ráðum og dáð. Ástæðan er sú að Katrín stendur fyrir þau gildi sem skipta mig máli. Hún er gallharður femínisti sem leggur áherslu á mannréttindi, lýðræði og friðsamlegar lausnir. Sem femínisti hefur Katrín sýnt það með verkum sínum að hún fylgir eftir málefnum sem skipta máli fyrir frelsi og sjálfstæði kvenna og hinsegin fólks sem hefur iðulega kallað á talsverða baráttu til að ná fram. Dæmin eru fjölmörg og má þar nefna framsækna þungunarrofslöggjöf, löggjöf um kynferðislega friðhelgi og umsáturseinelti auk stórbættrar réttarstöðu brotaþola í kynferðisofbeldismálum. Nýlega var tilkynnt að Ísland hafi tekið stökk á Regnbogakorti ILGA og er nú í öðru sæti ásamt því að vera í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu sem er afrakstur breytinga á lagalegum réttindum hinsegin fólks. Í tengslum við gerð kjarasamninga hefur Katrín líka dregið vagninn varðandi mál sem varða konur á vinnumarkaði miklu eins og lengingu fæðingarorlofs og hækkun á greiðslum, styttingu vinnuvikunnar og endurmat á virði kvennastarfa. Þá vakti stuðningur og þátttaka Katrínar í Kvennaverkfallinu síðastliðið haust heimsathygli. Það hefur vakið athygli að flest sem hafa unnið með Katrínu styðja framboð hennar. Það þarf ekki að koma að óvart enda er hún einstök í viðkynningu, afburðagreind, setur sig inn í mál af dýpt og er fylgin sannfæringu sinni en tilbúin til málamiðlana þegar nauðsyn krefur. Hún hefur einstakt lag á að vinna með fólki úr ólíkum áttum, er hlý, skemmtileg og hörkudugleg. Katrín nýtur líka sterkrar stöðu á alþjóðavettvangi og þar mun hún tryggja að rödd Íslands heyrist og tala fyrir þeim áherslum sem skipta máli fyrir friðsamleg velferðarsamfélög. Fyrir mig vegur þyngst á metunum þær femínísku áherslur sem hún stendur fyrir. Þess vegna mun ég kjósa Katrínu í forsetakjörinu 1. júní nk. Höfundur er hagfræðingur BSRB.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar