„Stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. maí 2024 08:01 Óskar Bjarni Óskarsson er enn að ná sér niður eftir sigurinn sem var sérlega sætur. Vísir/Diego Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, kveðst enn vera að ná sér niður eftir sögulegan árangur liðsins sem náðist með sigri á Olympiakos í Evrópuúrslitum um helgina. Það gekk á ýmsu í aðdraganda leiksins þar sem leikurinn var færður til á milli keppnishalla og þurftu Valsmenn að færa sig um hótel, til að mynda. Leikurinn var þá seint um kvöld að staðartíma og biðin óbærileg. „Biðin er oft erfið en þetta var svakaleg bið. Þetta hefur ekki verið svona síðan ég beið var fimm ár að bíða eftir jólunum í Stallaseli í gamla daga,“ segir Óskar Bjarni léttur. Valur mætti með fjögurra marka forystu í leikinn eftir þann fyrri á Hlíðarenda en það gekk allt á afturfótunum framan af leik. „Ef við náðum skoti á markið, varði hann allt. Við ætluðum að hlaupa en hlupum ekkert á meðan þeir skoruðu úr hraðaupphlaupum. Vörnin náði sér ekki á strik og þar af leiðandi náði Björgvin ekki að verja,“ segir Óskar Bjarni. Skrifað í skýin En sigurinn vannst við þessar erfiðu aðstæður og tilfinningarnar miklar í leikslok. „Það var mikill hiti í húsinu og heyrðist lítið. Það voru 7.500 manns þarna og flestir á þeirra bandi. En ég hugsaði ef við náum í vítakeppni, hlýtur það að vera skrifað í skýin að við náum klára þetta. Það var stórkostlegt úr því hvernig leikurinn var, að fá þetta í vítkappeni við þessar krefjandi aðstæður. Það var eiginlega frábært,“ segir Óskar Bjarni. Valssamfélagið kom saman Um var að ræða fjórtánda leik Vals í keppninni í vetur og sigurinn ekki síður stór fyrir alla þá sjálfboðaliða sem hafa komið að þessu stóra verkefni. „Afrekið er auðvitað alveg stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf og handboltann. Og fyrir strákana og okkur inni á vellinum. En svo er þetta mikill sigur fyrir fólkið sem er að vinna í kringum þetta. Að þau hafi verið, 80 manna hópur með okkur, að fanga með þeim eftir leik fannst mér alveg magnað,“ „Að fá að vera með öllum þeim sem eru að draga út stúkuna, hjálpa okkur að safna fé og gera allt klárt. Þetta er eitt samfélag og þetta er svona í öllum íþróttafélögunum,“ segir Óskar Bjarni. En er Óskar Bjarni ekkert búinn á því eftir þetta allt saman? „Það er smá þreyta í dag, ég viðurkenni það. En nei, nei. Þetta er svo gaman. Eins og amma mín sagði: Maður er aldrei þreyttur þegar maður er glaður,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Það gekk á ýmsu í aðdraganda leiksins þar sem leikurinn var færður til á milli keppnishalla og þurftu Valsmenn að færa sig um hótel, til að mynda. Leikurinn var þá seint um kvöld að staðartíma og biðin óbærileg. „Biðin er oft erfið en þetta var svakaleg bið. Þetta hefur ekki verið svona síðan ég beið var fimm ár að bíða eftir jólunum í Stallaseli í gamla daga,“ segir Óskar Bjarni léttur. Valur mætti með fjögurra marka forystu í leikinn eftir þann fyrri á Hlíðarenda en það gekk allt á afturfótunum framan af leik. „Ef við náðum skoti á markið, varði hann allt. Við ætluðum að hlaupa en hlupum ekkert á meðan þeir skoruðu úr hraðaupphlaupum. Vörnin náði sér ekki á strik og þar af leiðandi náði Björgvin ekki að verja,“ segir Óskar Bjarni. Skrifað í skýin En sigurinn vannst við þessar erfiðu aðstæður og tilfinningarnar miklar í leikslok. „Það var mikill hiti í húsinu og heyrðist lítið. Það voru 7.500 manns þarna og flestir á þeirra bandi. En ég hugsaði ef við náum í vítakeppni, hlýtur það að vera skrifað í skýin að við náum klára þetta. Það var stórkostlegt úr því hvernig leikurinn var, að fá þetta í vítkappeni við þessar krefjandi aðstæður. Það var eiginlega frábært,“ segir Óskar Bjarni. Valssamfélagið kom saman Um var að ræða fjórtánda leik Vals í keppninni í vetur og sigurinn ekki síður stór fyrir alla þá sjálfboðaliða sem hafa komið að þessu stóra verkefni. „Afrekið er auðvitað alveg stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf og handboltann. Og fyrir strákana og okkur inni á vellinum. En svo er þetta mikill sigur fyrir fólkið sem er að vinna í kringum þetta. Að þau hafi verið, 80 manna hópur með okkur, að fanga með þeim eftir leik fannst mér alveg magnað,“ „Að fá að vera með öllum þeim sem eru að draga út stúkuna, hjálpa okkur að safna fé og gera allt klárt. Þetta er eitt samfélag og þetta er svona í öllum íþróttafélögunum,“ segir Óskar Bjarni. En er Óskar Bjarni ekkert búinn á því eftir þetta allt saman? „Það er smá þreyta í dag, ég viðurkenni það. En nei, nei. Þetta er svo gaman. Eins og amma mín sagði: Maður er aldrei þreyttur þegar maður er glaður,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira