Ekki tilbúinn að ræða hversu margir kveðja Val Valur Páll Eiríksson skrifar 28. maí 2024 14:51 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir líklega fleiri vera að hætta en Alexander og Vignir sem gáfu það út á laugardaginn var. Vísir/Arnar Halldórsson Óvíst er hversu margir leikmenn Vals munu leggja handboltaskóna á hilluna eftir frækinn Evrópusigur um helgina. Þegar hafa tveir staðfest að þeir séu hætti en fleiri gætu bæst í hópinn. Greint var frá því eftir leik á laugardaginn var að fyrirliðar Vals, þeir Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson, væru hættir handboltaiðkun eftir þennan frækna sigur. Óskar Bjarni vildi geyma að tjá sig um leikmenn sem væru hættir þar sem þeir yrðu líklega fleiri sem legðu skóna á hilluna. „Það voru einhverjir að spila sinn síðasta leik. Það mikið um að vera í þessari viku, það einhverjar móttökur og svo förum við að styðja körfuboltann á morgun og verðum heiðursgestir þar,“ segir Óskar Bjarni. „Ég er eiginlega ekki tilbúinn að ræða hversu margar hetjur og frábærir einstaklingar að kveðja. Það eru miklir og góðir menn sem voru að öllum líkindum að spila sinn síðasta leik í Valsbúningnum. Ég hugsa að þetta hafi verið sérstök stund fyrir þá að enda þetta með Evrópumeistaratitli með sínu fólki, „Ég held ég fái að ræða um alla þessa snillinga þegar við vitum töluna og fjölda þeirra sem voru að spila sinn síðasta leik í Valstreyjunni,“ segir Óskar Bjarni. Klippa: Fleiri að hætta hjá Val Velta má því upp hverjir aðrir séu að huga að ferilslokum. Alexander Petersson (44 ára í júlí) og Björgvin Páll Gústavsson (39 ára) eru komnir á síðari ár ferilsins. Þeir Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hostert hafa mismikið getað spilað síðustu ár vegna meiðsla og gætu einnig verið að hugsa sinn gang. Mætti beint að fylgjast með ungviðinu Það er hins vegar aldrei frí hjá Óskari sem hefur gengið í ýmis störf hjá Valsmönnum í gegnum tíðina. Hann var mættur í Laugardalshöllina í dag að fylgjast með ungum Valskonum spila fyrir Reykjavíkurúrvalið gegn liði frá Danmörku. Seinni partinn er hann svo að sækja eiginkonu sína og tvær dætur er þær lenda frá Grikklandi. „Það eru hérna Reykjavíkurleikarnir, þar eru Valsstelpur að keppa og Valsþjálfari. Svo fer ég og tek á móti hópnum, konan mín er að koma og stelpurnar tvær,“ „Svo er það oddaleikur á morgun, troðið hús og gaman,“ segir Óskar Bjarni sem mun styðja Val til sigurs ásamt liði sínu í körfuboltanum annað kvöld. Nánar verður rætt við Óskar Bjarna í Sportpakkanum í kvöld á Stöð 2. Líkt og Óskar nefnir verða leikmenn handboltaliðs Vals heiðursgestir á oddaleik Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta að Hlíðarenda á morgun. Sá leikur hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Valur Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Sjá meira
Greint var frá því eftir leik á laugardaginn var að fyrirliðar Vals, þeir Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson, væru hættir handboltaiðkun eftir þennan frækna sigur. Óskar Bjarni vildi geyma að tjá sig um leikmenn sem væru hættir þar sem þeir yrðu líklega fleiri sem legðu skóna á hilluna. „Það voru einhverjir að spila sinn síðasta leik. Það mikið um að vera í þessari viku, það einhverjar móttökur og svo förum við að styðja körfuboltann á morgun og verðum heiðursgestir þar,“ segir Óskar Bjarni. „Ég er eiginlega ekki tilbúinn að ræða hversu margar hetjur og frábærir einstaklingar að kveðja. Það eru miklir og góðir menn sem voru að öllum líkindum að spila sinn síðasta leik í Valsbúningnum. Ég hugsa að þetta hafi verið sérstök stund fyrir þá að enda þetta með Evrópumeistaratitli með sínu fólki, „Ég held ég fái að ræða um alla þessa snillinga þegar við vitum töluna og fjölda þeirra sem voru að spila sinn síðasta leik í Valstreyjunni,“ segir Óskar Bjarni. Klippa: Fleiri að hætta hjá Val Velta má því upp hverjir aðrir séu að huga að ferilslokum. Alexander Petersson (44 ára í júlí) og Björgvin Páll Gústavsson (39 ára) eru komnir á síðari ár ferilsins. Þeir Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hostert hafa mismikið getað spilað síðustu ár vegna meiðsla og gætu einnig verið að hugsa sinn gang. Mætti beint að fylgjast með ungviðinu Það er hins vegar aldrei frí hjá Óskari sem hefur gengið í ýmis störf hjá Valsmönnum í gegnum tíðina. Hann var mættur í Laugardalshöllina í dag að fylgjast með ungum Valskonum spila fyrir Reykjavíkurúrvalið gegn liði frá Danmörku. Seinni partinn er hann svo að sækja eiginkonu sína og tvær dætur er þær lenda frá Grikklandi. „Það eru hérna Reykjavíkurleikarnir, þar eru Valsstelpur að keppa og Valsþjálfari. Svo fer ég og tek á móti hópnum, konan mín er að koma og stelpurnar tvær,“ „Svo er það oddaleikur á morgun, troðið hús og gaman,“ segir Óskar Bjarni sem mun styðja Val til sigurs ásamt liði sínu í körfuboltanum annað kvöld. Nánar verður rætt við Óskar Bjarna í Sportpakkanum í kvöld á Stöð 2. Líkt og Óskar nefnir verða leikmenn handboltaliðs Vals heiðursgestir á oddaleik Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta að Hlíðarenda á morgun. Sá leikur hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Valur Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti