Forsetakosning, auðlindir í þágu almennings Gunnar Hrafn Birgisson skrifar 28. maí 2024 11:46 Í baráttu um forsetakjör hefur Halla Hrund Logadóttir lagt sérstaka áherslu á mikilvægi auðlinda. Út frá sinni sérþekkingu á því sviði segir hún auðlindir skipta hvað mestu máli fyrir afkomu þjóðar og framtíð landsins. Góðu heilli hefur umræða nú tendrast um þau mikilvægu málefni. Halla Hrund minnir á að við njótum þess að formæður okkar og forfeður tóku höndum saman um að nýta auðlindir og byggja upp til lands og sjávar. Hitaveitur, vatnsveitur, raforkuver, skipakostur og flugfélög komust á laggirnar. Lagðir voru vegir, reistir skólar, sjúkrahús, frystihús og fleira. Allt í þágu þjóðar heildar. Við þá vinnu urðu til verðmæti sem Halla Hrund vill gæta að glatist ekki úr höndum þjóðar. Hún hefur orðið vör við ásælni aðila í auðlindir þjóðarinnar, t.d. Landsvirkjun. Það getur virst ótrúlegt að stjórnvöld selji slíkar sameignir þjóðar. En hugum að því að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill selja lífeyrissjóðum 30-40% af Landsvirkjun(Vísir 24.2. 2024). Á skjön við það segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, „að sala Landsvirkjunar standi ekki til og hafi ekki komið til umræðu“ (Mbl. 26.5. 2024). Hvoru þeirra skal trúa? Sagan sýnir að stjórnvöld hafi glutrað niður ýmsum eigum almennings. Til dæmis á árunum 2007-2009 komst Hitaveita Suðurnesja eða HS Orka í hendur erlendra einkafjárfesta, sem högnuðust um ógrynni fjár. Árið 2006 seldi Reykjavíkurborg 45% hlut sinn í Landsvirkjun og Akureyrarbær seldi 5% hlut sinn í virkjuninni til ríkisins fyrir lítið. Eftir það urðu þessi sveitarfélög árlega af milljarða króna arði. Einnig mætti nefna kvótakerfi og bankasölur en förum ekki nánar út í það. Halla Hrund varar við því að erlendir fjárfestar kaupi í síauknum mæli upp jarðir á Íslandi. Alþingi hefur haft þetta til skoðunar án þess að taka á málinu. Jarðir seljast því áfram og með hlunnindum, m.a. rétti til vatnsnýtingar og efnistöku. Mér virðist Halla Hrund hafa hæfni, dug og einlægan vilja til þess að verja rétt almennings til auðlinda þjóðarinnar. Við það muni hún hafa hag komandi kynslóða að leiðarljósi. Ég tel líka að hún muni leggja sig fram um að vernda lífríkið og náttúru landsins. Ég kýs Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í baráttu um forsetakjör hefur Halla Hrund Logadóttir lagt sérstaka áherslu á mikilvægi auðlinda. Út frá sinni sérþekkingu á því sviði segir hún auðlindir skipta hvað mestu máli fyrir afkomu þjóðar og framtíð landsins. Góðu heilli hefur umræða nú tendrast um þau mikilvægu málefni. Halla Hrund minnir á að við njótum þess að formæður okkar og forfeður tóku höndum saman um að nýta auðlindir og byggja upp til lands og sjávar. Hitaveitur, vatnsveitur, raforkuver, skipakostur og flugfélög komust á laggirnar. Lagðir voru vegir, reistir skólar, sjúkrahús, frystihús og fleira. Allt í þágu þjóðar heildar. Við þá vinnu urðu til verðmæti sem Halla Hrund vill gæta að glatist ekki úr höndum þjóðar. Hún hefur orðið vör við ásælni aðila í auðlindir þjóðarinnar, t.d. Landsvirkjun. Það getur virst ótrúlegt að stjórnvöld selji slíkar sameignir þjóðar. En hugum að því að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill selja lífeyrissjóðum 30-40% af Landsvirkjun(Vísir 24.2. 2024). Á skjön við það segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, „að sala Landsvirkjunar standi ekki til og hafi ekki komið til umræðu“ (Mbl. 26.5. 2024). Hvoru þeirra skal trúa? Sagan sýnir að stjórnvöld hafi glutrað niður ýmsum eigum almennings. Til dæmis á árunum 2007-2009 komst Hitaveita Suðurnesja eða HS Orka í hendur erlendra einkafjárfesta, sem högnuðust um ógrynni fjár. Árið 2006 seldi Reykjavíkurborg 45% hlut sinn í Landsvirkjun og Akureyrarbær seldi 5% hlut sinn í virkjuninni til ríkisins fyrir lítið. Eftir það urðu þessi sveitarfélög árlega af milljarða króna arði. Einnig mætti nefna kvótakerfi og bankasölur en förum ekki nánar út í það. Halla Hrund varar við því að erlendir fjárfestar kaupi í síauknum mæli upp jarðir á Íslandi. Alþingi hefur haft þetta til skoðunar án þess að taka á málinu. Jarðir seljast því áfram og með hlunnindum, m.a. rétti til vatnsnýtingar og efnistöku. Mér virðist Halla Hrund hafa hæfni, dug og einlægan vilja til þess að verja rétt almennings til auðlinda þjóðarinnar. Við það muni hún hafa hag komandi kynslóða að leiðarljósi. Ég tel líka að hún muni leggja sig fram um að vernda lífríkið og náttúru landsins. Ég kýs Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er sálfræðingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun