Ronaldo skoraði 35 mörk og gaf 11 stoðsendingar í 31 deildarleik á þessu tímabili.
Hann bætti metið með laglegu skallamarki og fagnaði vel. Fyrra markið skoraði hann með laglegri afgreiðslu.
Hann sló þar með gamla markametið frá 2018-19 sem var í eigu Abderrazak Hamdallah sem skoraði þá 34 mörk. Hamdallah varð þriðji markahæstur í ár með 19 mörk en í öðru sæti var Aleksandar Mitrovic með 27 mörk eða átta mörkum færra en Ronaldo.
Með því að verða markakóngur í Sádi-Arabíu þá náði Ronaldo líka því að verða markakóngur í fjórum löndum.
Hann var markahæstur í ensku deildinni með Manchester United tímabilið 2007-08. Hann skoraði þá 31 mark í 34 leikjum.
Hann varð þrisvar sinnum markahæstur í spænsku deildinni með Real Madrid eða 2010–11, 2013–14 og 2014–15. Fyrsta tímabilið skoraði hann 40 mörk í 34 leikjum, þá 31 mark í 30 leikjum og loks 48 mörk í 35 leikjum.
Þá var hann einu sinni markahæstur í ítölsku deildinni með Juventus eða tímabilið 2020-21. Ronaldo skoraði þá 29 mörk í 33 leikjum.
🚨🇵🇹 Cristiano Ronaldo also becomes the first player ever to be topscorer in four different leagues.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2024
👟✨ La Liga (x3)
👟✨ Serie A
👟✨ Premier League
👟✨ Saudi Pro League pic.twitter.com/mo33ATGWu9