AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2024 13:10 Maximilian Krah, leiðtogi AfD á Evrópuþinginu, kom sér meðal annars í klandur með því að segja ítölsku dagblaði að allir liðsmenn SS-sveitanna hefðu ekki endilega verið stríðsglæpamenn. Hann er einnig til rannsóknar í tengslum við greiðslur frá Rússlandi og Kína. AP/Jean-Francois Badias Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. Kosið var til sveitarstjórna og borgar- og bæjarstjóra í Þýringalandi í Austu-Þýskalandi í gær. AfD hefur átt góðu gengi að fagna þar og var jafnvel spáð sigrum. Flokkurinn náði sínum fyrsta sveitarstjóra í Þýskalandi í Þýringalandi í fyrra og ætlar sér stóra hluti í sambandslandskosningunum sem fara fram þar í september. Þær spár gengu ekki eftir þó að flokkurinn bætti við sig, að sögn AP-fréttastofunnar. AfD fékk rúman fjórðung atkvæða til sveitarstjórna í sambandslandinu, nokkuð á ftir Kristilegum demókrötum (CDU). Þrátt fyrir að níu frambjóðendur AfD hafi komist í seinni umferð kosninga sem fer fram 9. júní er þeim ekki spáð sigri þar. Aðeins einn þeirra var með forskot á næsta keppinaut sinn en það var naumt. Frá kjörstað í borginni Gera í Þýringalandi í gær.AP/Heiko Rebsch/dpa Nasistaummæli, njósnir og mútuþægni AfD hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Þýska alríkislögreglan handtók aðstoðarmann Maximilians Krah, leiðtoga flokksins á Evrópuþinginu, fyrir njósnir í þágu Kínverja í síðasta mánuði. Krah hafnaði því að segja af sér vegna þess máls en hann komst aftur í hann krappan á dögunum þegar hann lýsti því yfir að liðsmenn SS-sveita nasista hefðu ekki allir verið glæpamenn. SS-sveitirnar léku meðal annars lykilhlutverk í helförinni sem nasistar ráku gegn gyðingum. Þau ummæli urðu til þess að þinghópur fjarhægriflokka á Evrópuþinginu varpaði AfD á dyr í síðustu viku. AfD bannaði Krah í kjölfarið að koma fram í kosningabaráttunni fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í næsta mánuði. Hann er áfram helsti frambjóðandi flokksins í þeim kosningum. Þjóðfylkingin Marine Le Pen í Frakklandi hafði áður reynt að fjarlægja sig AfD í kjölfar frétta um að leiðtogar flokksins hefðu fundað á leyn og rætt um fjöldabrottvísanir fólks sem er ekki af þýskum uppruna, óháð því hvort að það væri þýskir ríkisborgarar eða ekki. Enn syrti í álinn þegar í ljós kom að þýsk yfirvöld rannsaka meintar greiðslur sem Krah á að hafa fengið frá Kína og Rússlandi. Þá gerði þýska lögreglan húsleit hjá Peter Bystron, öðrum Evrópuþingmanni AfD, í tengslum við rannsókn á peningaþvætti og mútuþægni. Bystron er sagður hafa þegið fé frá Rússlandi til þess að tala máli Kremlar. Bæði Bystron og Krah neita ásökununum. Björn Höcke, frambjóðandi AfD til ríkisstjóra Þýringalands, var sektaður fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á fundi með stuðningsmönnum sínum fyrr í þessum mánuði. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Kosið var til sveitarstjórna og borgar- og bæjarstjóra í Þýringalandi í Austu-Þýskalandi í gær. AfD hefur átt góðu gengi að fagna þar og var jafnvel spáð sigrum. Flokkurinn náði sínum fyrsta sveitarstjóra í Þýskalandi í Þýringalandi í fyrra og ætlar sér stóra hluti í sambandslandskosningunum sem fara fram þar í september. Þær spár gengu ekki eftir þó að flokkurinn bætti við sig, að sögn AP-fréttastofunnar. AfD fékk rúman fjórðung atkvæða til sveitarstjórna í sambandslandinu, nokkuð á ftir Kristilegum demókrötum (CDU). Þrátt fyrir að níu frambjóðendur AfD hafi komist í seinni umferð kosninga sem fer fram 9. júní er þeim ekki spáð sigri þar. Aðeins einn þeirra var með forskot á næsta keppinaut sinn en það var naumt. Frá kjörstað í borginni Gera í Þýringalandi í gær.AP/Heiko Rebsch/dpa Nasistaummæli, njósnir og mútuþægni AfD hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Þýska alríkislögreglan handtók aðstoðarmann Maximilians Krah, leiðtoga flokksins á Evrópuþinginu, fyrir njósnir í þágu Kínverja í síðasta mánuði. Krah hafnaði því að segja af sér vegna þess máls en hann komst aftur í hann krappan á dögunum þegar hann lýsti því yfir að liðsmenn SS-sveita nasista hefðu ekki allir verið glæpamenn. SS-sveitirnar léku meðal annars lykilhlutverk í helförinni sem nasistar ráku gegn gyðingum. Þau ummæli urðu til þess að þinghópur fjarhægriflokka á Evrópuþinginu varpaði AfD á dyr í síðustu viku. AfD bannaði Krah í kjölfarið að koma fram í kosningabaráttunni fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í næsta mánuði. Hann er áfram helsti frambjóðandi flokksins í þeim kosningum. Þjóðfylkingin Marine Le Pen í Frakklandi hafði áður reynt að fjarlægja sig AfD í kjölfar frétta um að leiðtogar flokksins hefðu fundað á leyn og rætt um fjöldabrottvísanir fólks sem er ekki af þýskum uppruna, óháð því hvort að það væri þýskir ríkisborgarar eða ekki. Enn syrti í álinn þegar í ljós kom að þýsk yfirvöld rannsaka meintar greiðslur sem Krah á að hafa fengið frá Kína og Rússlandi. Þá gerði þýska lögreglan húsleit hjá Peter Bystron, öðrum Evrópuþingmanni AfD, í tengslum við rannsókn á peningaþvætti og mútuþægni. Bystron er sagður hafa þegið fé frá Rússlandi til þess að tala máli Kremlar. Bæði Bystron og Krah neita ásökununum. Björn Höcke, frambjóðandi AfD til ríkisstjóra Þýringalands, var sektaður fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á fundi með stuðningsmönnum sínum fyrr í þessum mánuði.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56
Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46