AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2024 13:10 Maximilian Krah, leiðtogi AfD á Evrópuþinginu, kom sér meðal annars í klandur með því að segja ítölsku dagblaði að allir liðsmenn SS-sveitanna hefðu ekki endilega verið stríðsglæpamenn. Hann er einnig til rannsóknar í tengslum við greiðslur frá Rússlandi og Kína. AP/Jean-Francois Badias Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. Kosið var til sveitarstjórna og borgar- og bæjarstjóra í Þýringalandi í Austu-Þýskalandi í gær. AfD hefur átt góðu gengi að fagna þar og var jafnvel spáð sigrum. Flokkurinn náði sínum fyrsta sveitarstjóra í Þýskalandi í Þýringalandi í fyrra og ætlar sér stóra hluti í sambandslandskosningunum sem fara fram þar í september. Þær spár gengu ekki eftir þó að flokkurinn bætti við sig, að sögn AP-fréttastofunnar. AfD fékk rúman fjórðung atkvæða til sveitarstjórna í sambandslandinu, nokkuð á ftir Kristilegum demókrötum (CDU). Þrátt fyrir að níu frambjóðendur AfD hafi komist í seinni umferð kosninga sem fer fram 9. júní er þeim ekki spáð sigri þar. Aðeins einn þeirra var með forskot á næsta keppinaut sinn en það var naumt. Frá kjörstað í borginni Gera í Þýringalandi í gær.AP/Heiko Rebsch/dpa Nasistaummæli, njósnir og mútuþægni AfD hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Þýska alríkislögreglan handtók aðstoðarmann Maximilians Krah, leiðtoga flokksins á Evrópuþinginu, fyrir njósnir í þágu Kínverja í síðasta mánuði. Krah hafnaði því að segja af sér vegna þess máls en hann komst aftur í hann krappan á dögunum þegar hann lýsti því yfir að liðsmenn SS-sveita nasista hefðu ekki allir verið glæpamenn. SS-sveitirnar léku meðal annars lykilhlutverk í helförinni sem nasistar ráku gegn gyðingum. Þau ummæli urðu til þess að þinghópur fjarhægriflokka á Evrópuþinginu varpaði AfD á dyr í síðustu viku. AfD bannaði Krah í kjölfarið að koma fram í kosningabaráttunni fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í næsta mánuði. Hann er áfram helsti frambjóðandi flokksins í þeim kosningum. Þjóðfylkingin Marine Le Pen í Frakklandi hafði áður reynt að fjarlægja sig AfD í kjölfar frétta um að leiðtogar flokksins hefðu fundað á leyn og rætt um fjöldabrottvísanir fólks sem er ekki af þýskum uppruna, óháð því hvort að það væri þýskir ríkisborgarar eða ekki. Enn syrti í álinn þegar í ljós kom að þýsk yfirvöld rannsaka meintar greiðslur sem Krah á að hafa fengið frá Kína og Rússlandi. Þá gerði þýska lögreglan húsleit hjá Peter Bystron, öðrum Evrópuþingmanni AfD, í tengslum við rannsókn á peningaþvætti og mútuþægni. Bystron er sagður hafa þegið fé frá Rússlandi til þess að tala máli Kremlar. Bæði Bystron og Krah neita ásökununum. Björn Höcke, frambjóðandi AfD til ríkisstjóra Þýringalands, var sektaður fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á fundi með stuðningsmönnum sínum fyrr í þessum mánuði. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Kosið var til sveitarstjórna og borgar- og bæjarstjóra í Þýringalandi í Austu-Þýskalandi í gær. AfD hefur átt góðu gengi að fagna þar og var jafnvel spáð sigrum. Flokkurinn náði sínum fyrsta sveitarstjóra í Þýskalandi í Þýringalandi í fyrra og ætlar sér stóra hluti í sambandslandskosningunum sem fara fram þar í september. Þær spár gengu ekki eftir þó að flokkurinn bætti við sig, að sögn AP-fréttastofunnar. AfD fékk rúman fjórðung atkvæða til sveitarstjórna í sambandslandinu, nokkuð á ftir Kristilegum demókrötum (CDU). Þrátt fyrir að níu frambjóðendur AfD hafi komist í seinni umferð kosninga sem fer fram 9. júní er þeim ekki spáð sigri þar. Aðeins einn þeirra var með forskot á næsta keppinaut sinn en það var naumt. Frá kjörstað í borginni Gera í Þýringalandi í gær.AP/Heiko Rebsch/dpa Nasistaummæli, njósnir og mútuþægni AfD hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Þýska alríkislögreglan handtók aðstoðarmann Maximilians Krah, leiðtoga flokksins á Evrópuþinginu, fyrir njósnir í þágu Kínverja í síðasta mánuði. Krah hafnaði því að segja af sér vegna þess máls en hann komst aftur í hann krappan á dögunum þegar hann lýsti því yfir að liðsmenn SS-sveita nasista hefðu ekki allir verið glæpamenn. SS-sveitirnar léku meðal annars lykilhlutverk í helförinni sem nasistar ráku gegn gyðingum. Þau ummæli urðu til þess að þinghópur fjarhægriflokka á Evrópuþinginu varpaði AfD á dyr í síðustu viku. AfD bannaði Krah í kjölfarið að koma fram í kosningabaráttunni fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í næsta mánuði. Hann er áfram helsti frambjóðandi flokksins í þeim kosningum. Þjóðfylkingin Marine Le Pen í Frakklandi hafði áður reynt að fjarlægja sig AfD í kjölfar frétta um að leiðtogar flokksins hefðu fundað á leyn og rætt um fjöldabrottvísanir fólks sem er ekki af þýskum uppruna, óháð því hvort að það væri þýskir ríkisborgarar eða ekki. Enn syrti í álinn þegar í ljós kom að þýsk yfirvöld rannsaka meintar greiðslur sem Krah á að hafa fengið frá Kína og Rússlandi. Þá gerði þýska lögreglan húsleit hjá Peter Bystron, öðrum Evrópuþingmanni AfD, í tengslum við rannsókn á peningaþvætti og mútuþægni. Bystron er sagður hafa þegið fé frá Rússlandi til þess að tala máli Kremlar. Bæði Bystron og Krah neita ásökununum. Björn Höcke, frambjóðandi AfD til ríkisstjóra Þýringalands, var sektaður fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á fundi með stuðningsmönnum sínum fyrr í þessum mánuði.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56
Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46