Kosningalag: Örþrifaráð eða snilldarútspil? Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. maí 2024 19:09 Frambjóðendur freista þess að vinna hug og hjörtu kjósenda með kosningalagi. vísir Frambjóðendur reyna hvað þeir geta til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga, þegar baráttan fer að harðna. Ein leiðin er að gefa út lag. Tvö slík komu út í síðastliðinni viku en fleiri hafa komið út í gegnum tíðina, með mis góðum árangri. Sum eru ódauðleg en önnur hefðu kannski betur átt að haldast ósamin. Jón Gnarr verður að teljast konungur kosningalaganna. Lag Besta flokksins sem Jón leiddi í borgarstjórnarkosningum árið 2010, „Við erum best“, sló rækilega í gegn í aðdraganda kosninga. „Vil ég bjarta framtíð með Besta flokknum, eða tortíma Reykjavík?“ spurði Jón í laginu og lofaði allskonar fyrir aumingja. Hann sigraði kosningarnar, náði sex mönnum inn í borgarstjórn með tæplega 35 prósent fylgi. Fjórum árum síðar fór sami hópur fyrir laginu „Eru til í Reykjavík“, þá undir formerkjum Bjartrar framtíðar, en Jón hafði sagt skilið við borgarmálin. Björt framtíð fékk fimmtán prósent fylgi og náði tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Jón greip í mikrafóninn á ný í vikunni og gaf út glænýtt kosningalag, „Gefum honum von“ með aðstoð góðra vina, svo sem Sigurjóns Kjartanssonar, Ellenar Kristjánsdóttur, Emmsjé Gauta og Króla. „Í Vesturbænum býr miðaldra maður, sem fer á Bessastaði ef hann gæti,“ segir Jón sem biður kjósendur um að gefa sér von. 134 þúsund manns hafa séð lagið á Facebook og 117 þúsund manns á Instagram. Jón Gnarr er hins vegar ekki eini frambjóðandinn sem hefur gefið út lag í kosningabaráttunni. Ástþór Magnússon gaf sömuleiðis út lag í vikunni, sem ber nafnið „Kjósið frið“. Ástþór er margreyndur í kosningabaráttu en kosningalag er nýtt útspil hjá honum. Í samtali við fréttastofu segir Ástþór að lagið hafi borist honum frá vinahópi í Espigerði, en höfundur lagsins væri Jóhann Sigurður. Árið 2012 gáfu einarðir stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur, sem þá stóð í harðri kosningabaráttu við sitjandi forseta Ólaf Ragnar Grímsson, út kosningalagið „Sameinumst“. „Búum til framtíð bjarta, með Þóru í huga og hjarta,“ sungu stuðningsmennirnir. Þóra hlaut 33 prósent atkvæða en laut í lægra haldi fyrir Ólafi Ragnari sem fékk 52 prósent atkvæða. Fleiri stjórnmálaflokkar hafa nýtt sér þetta verkfæri í kosningabaráttu. Má þar nefna Alþýðuflokkinn sem gaf út lagið „18 rauðar rósir“ árið 1987: Samfylkingin gaf sömuleiðis út kosningalag árið 2007, þar sem félagarnir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall syngja saman um dásemdir Samfylkingarinnar, við lag Simon og Garfunkel, Ms. Robinson. Lagið er að vísu horfið af Youtube en sýnishorn af laginu má nálgast á hljóssafni Landsbókasafns Íslands. Sjálfstæðismenn á Ísafirði gerðu gott mót í sveitarstjórnarkosningum árið 2006, hlutu 42 prósent atkvæða. Mögulega gerði kosningalagið útslagið í baráttunni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oLCi1LEDoJE">watch on YouTube</a> Loks má nefna hið sígilda lag Framsóknarflokksins, Framsóknarsamba: Forsetakosningar 2024 Tónlist Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Ísafjarðarbær Grín og gaman Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Jón Gnarr verður að teljast konungur kosningalaganna. Lag Besta flokksins sem Jón leiddi í borgarstjórnarkosningum árið 2010, „Við erum best“, sló rækilega í gegn í aðdraganda kosninga. „Vil ég bjarta framtíð með Besta flokknum, eða tortíma Reykjavík?“ spurði Jón í laginu og lofaði allskonar fyrir aumingja. Hann sigraði kosningarnar, náði sex mönnum inn í borgarstjórn með tæplega 35 prósent fylgi. Fjórum árum síðar fór sami hópur fyrir laginu „Eru til í Reykjavík“, þá undir formerkjum Bjartrar framtíðar, en Jón hafði sagt skilið við borgarmálin. Björt framtíð fékk fimmtán prósent fylgi og náði tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Jón greip í mikrafóninn á ný í vikunni og gaf út glænýtt kosningalag, „Gefum honum von“ með aðstoð góðra vina, svo sem Sigurjóns Kjartanssonar, Ellenar Kristjánsdóttur, Emmsjé Gauta og Króla. „Í Vesturbænum býr miðaldra maður, sem fer á Bessastaði ef hann gæti,“ segir Jón sem biður kjósendur um að gefa sér von. 134 þúsund manns hafa séð lagið á Facebook og 117 þúsund manns á Instagram. Jón Gnarr er hins vegar ekki eini frambjóðandinn sem hefur gefið út lag í kosningabaráttunni. Ástþór Magnússon gaf sömuleiðis út lag í vikunni, sem ber nafnið „Kjósið frið“. Ástþór er margreyndur í kosningabaráttu en kosningalag er nýtt útspil hjá honum. Í samtali við fréttastofu segir Ástþór að lagið hafi borist honum frá vinahópi í Espigerði, en höfundur lagsins væri Jóhann Sigurður. Árið 2012 gáfu einarðir stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur, sem þá stóð í harðri kosningabaráttu við sitjandi forseta Ólaf Ragnar Grímsson, út kosningalagið „Sameinumst“. „Búum til framtíð bjarta, með Þóru í huga og hjarta,“ sungu stuðningsmennirnir. Þóra hlaut 33 prósent atkvæða en laut í lægra haldi fyrir Ólafi Ragnari sem fékk 52 prósent atkvæða. Fleiri stjórnmálaflokkar hafa nýtt sér þetta verkfæri í kosningabaráttu. Má þar nefna Alþýðuflokkinn sem gaf út lagið „18 rauðar rósir“ árið 1987: Samfylkingin gaf sömuleiðis út kosningalag árið 2007, þar sem félagarnir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall syngja saman um dásemdir Samfylkingarinnar, við lag Simon og Garfunkel, Ms. Robinson. Lagið er að vísu horfið af Youtube en sýnishorn af laginu má nálgast á hljóssafni Landsbókasafns Íslands. Sjálfstæðismenn á Ísafirði gerðu gott mót í sveitarstjórnarkosningum árið 2006, hlutu 42 prósent atkvæða. Mögulega gerði kosningalagið útslagið í baráttunni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oLCi1LEDoJE">watch on YouTube</a> Loks má nefna hið sígilda lag Framsóknarflokksins, Framsóknarsamba:
Forsetakosningar 2024 Tónlist Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Ísafjarðarbær Grín og gaman Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira