Kosningalag: Örþrifaráð eða snilldarútspil? Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. maí 2024 19:09 Frambjóðendur freista þess að vinna hug og hjörtu kjósenda með kosningalagi. vísir Frambjóðendur reyna hvað þeir geta til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga, þegar baráttan fer að harðna. Ein leiðin er að gefa út lag. Tvö slík komu út í síðastliðinni viku en fleiri hafa komið út í gegnum tíðina, með mis góðum árangri. Sum eru ódauðleg en önnur hefðu kannski betur átt að haldast ósamin. Jón Gnarr verður að teljast konungur kosningalaganna. Lag Besta flokksins sem Jón leiddi í borgarstjórnarkosningum árið 2010, „Við erum best“, sló rækilega í gegn í aðdraganda kosninga. „Vil ég bjarta framtíð með Besta flokknum, eða tortíma Reykjavík?“ spurði Jón í laginu og lofaði allskonar fyrir aumingja. Hann sigraði kosningarnar, náði sex mönnum inn í borgarstjórn með tæplega 35 prósent fylgi. Fjórum árum síðar fór sami hópur fyrir laginu „Eru til í Reykjavík“, þá undir formerkjum Bjartrar framtíðar, en Jón hafði sagt skilið við borgarmálin. Björt framtíð fékk fimmtán prósent fylgi og náði tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Jón greip í mikrafóninn á ný í vikunni og gaf út glænýtt kosningalag, „Gefum honum von“ með aðstoð góðra vina, svo sem Sigurjóns Kjartanssonar, Ellenar Kristjánsdóttur, Emmsjé Gauta og Króla. „Í Vesturbænum býr miðaldra maður, sem fer á Bessastaði ef hann gæti,“ segir Jón sem biður kjósendur um að gefa sér von. 134 þúsund manns hafa séð lagið á Facebook og 117 þúsund manns á Instagram. Jón Gnarr er hins vegar ekki eini frambjóðandinn sem hefur gefið út lag í kosningabaráttunni. Ástþór Magnússon gaf sömuleiðis út lag í vikunni, sem ber nafnið „Kjósið frið“. Ástþór er margreyndur í kosningabaráttu en kosningalag er nýtt útspil hjá honum. Í samtali við fréttastofu segir Ástþór að lagið hafi borist honum frá vinahópi í Espigerði, en höfundur lagsins væri Jóhann Sigurður. Árið 2012 gáfu einarðir stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur, sem þá stóð í harðri kosningabaráttu við sitjandi forseta Ólaf Ragnar Grímsson, út kosningalagið „Sameinumst“. „Búum til framtíð bjarta, með Þóru í huga og hjarta,“ sungu stuðningsmennirnir. Þóra hlaut 33 prósent atkvæða en laut í lægra haldi fyrir Ólafi Ragnari sem fékk 52 prósent atkvæða. Fleiri stjórnmálaflokkar hafa nýtt sér þetta verkfæri í kosningabaráttu. Má þar nefna Alþýðuflokkinn sem gaf út lagið „18 rauðar rósir“ árið 1987: Samfylkingin gaf sömuleiðis út kosningalag árið 2007, þar sem félagarnir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall syngja saman um dásemdir Samfylkingarinnar, við lag Simon og Garfunkel, Ms. Robinson. Lagið er að vísu horfið af Youtube en sýnishorn af laginu má nálgast á hljóssafni Landsbókasafns Íslands. Sjálfstæðismenn á Ísafirði gerðu gott mót í sveitarstjórnarkosningum árið 2006, hlutu 42 prósent atkvæða. Mögulega gerði kosningalagið útslagið í baráttunni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oLCi1LEDoJE">watch on YouTube</a> Loks má nefna hið sígilda lag Framsóknarflokksins, Framsóknarsamba: Forsetakosningar 2024 Tónlist Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Ísafjarðarbær Grín og gaman Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Jón Gnarr verður að teljast konungur kosningalaganna. Lag Besta flokksins sem Jón leiddi í borgarstjórnarkosningum árið 2010, „Við erum best“, sló rækilega í gegn í aðdraganda kosninga. „Vil ég bjarta framtíð með Besta flokknum, eða tortíma Reykjavík?“ spurði Jón í laginu og lofaði allskonar fyrir aumingja. Hann sigraði kosningarnar, náði sex mönnum inn í borgarstjórn með tæplega 35 prósent fylgi. Fjórum árum síðar fór sami hópur fyrir laginu „Eru til í Reykjavík“, þá undir formerkjum Bjartrar framtíðar, en Jón hafði sagt skilið við borgarmálin. Björt framtíð fékk fimmtán prósent fylgi og náði tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Jón greip í mikrafóninn á ný í vikunni og gaf út glænýtt kosningalag, „Gefum honum von“ með aðstoð góðra vina, svo sem Sigurjóns Kjartanssonar, Ellenar Kristjánsdóttur, Emmsjé Gauta og Króla. „Í Vesturbænum býr miðaldra maður, sem fer á Bessastaði ef hann gæti,“ segir Jón sem biður kjósendur um að gefa sér von. 134 þúsund manns hafa séð lagið á Facebook og 117 þúsund manns á Instagram. Jón Gnarr er hins vegar ekki eini frambjóðandinn sem hefur gefið út lag í kosningabaráttunni. Ástþór Magnússon gaf sömuleiðis út lag í vikunni, sem ber nafnið „Kjósið frið“. Ástþór er margreyndur í kosningabaráttu en kosningalag er nýtt útspil hjá honum. Í samtali við fréttastofu segir Ástþór að lagið hafi borist honum frá vinahópi í Espigerði, en höfundur lagsins væri Jóhann Sigurður. Árið 2012 gáfu einarðir stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur, sem þá stóð í harðri kosningabaráttu við sitjandi forseta Ólaf Ragnar Grímsson, út kosningalagið „Sameinumst“. „Búum til framtíð bjarta, með Þóru í huga og hjarta,“ sungu stuðningsmennirnir. Þóra hlaut 33 prósent atkvæða en laut í lægra haldi fyrir Ólafi Ragnari sem fékk 52 prósent atkvæða. Fleiri stjórnmálaflokkar hafa nýtt sér þetta verkfæri í kosningabaráttu. Má þar nefna Alþýðuflokkinn sem gaf út lagið „18 rauðar rósir“ árið 1987: Samfylkingin gaf sömuleiðis út kosningalag árið 2007, þar sem félagarnir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall syngja saman um dásemdir Samfylkingarinnar, við lag Simon og Garfunkel, Ms. Robinson. Lagið er að vísu horfið af Youtube en sýnishorn af laginu má nálgast á hljóssafni Landsbókasafns Íslands. Sjálfstæðismenn á Ísafirði gerðu gott mót í sveitarstjórnarkosningum árið 2006, hlutu 42 prósent atkvæða. Mögulega gerði kosningalagið útslagið í baráttunni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oLCi1LEDoJE">watch on YouTube</a> Loks má nefna hið sígilda lag Framsóknarflokksins, Framsóknarsamba:
Forsetakosningar 2024 Tónlist Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Ísafjarðarbær Grín og gaman Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira