Af hverju er Baldur mitt val Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 26. maí 2024 17:01 Ég er alin upp við mjög opin skoðanaskipti og almennt heilbrigðar umræður um líðandi stund. Sjaldnast var það þannig að allir væru sammála en það er líka svo mikilvægt þegar maður vinnur að því að móta sínar eigin skoðanir en um leið bera virðingu fyrir öðrum skoðunum. Þegar Baldur ákvað frekar snemma í þessu framboðsferli að bjóða sig fram til forseta þá fann ég strax að hann var sá sem mig langaði að sjá á Bessastöðum sem næsta forseta. Ég þekki Baldur ekkert sérstaklega mikið persónulega en hef fylgst með honum og fengið að kynnast hans mannkostum í gegnum leik og störf. Það sem ég fann í upphafi og það hefur ekki breyst þrátt fyrir að margir aðrir góðir frambjóðendur séu í boði er þessi mikla vissa að Baldur muni raunverulega geta haft áhrif á mikilvægar breytingar á heimsmyndinni okkar. Hann er maður sem mun alltaf standa með okkur sem þjóð, okkur öllum. Fyrir honum eru allir jafnir og hann er ekki erindreki neins nema réttlætis, friðar, mennsku og sátta. Fyrir utan það hversu Baldur er auðmjúkur og sannur í sínu þá er hann líka fáránlega klár og ekki af ástæðulausu sem hann hefur verið einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar þegar kemur að utanríkismálum, átökum í heiminum, heimsmynd smáríkis í stórum heimi sífelldra breytinga og þess hvernig við þurfum að treysta innri varnir og standa saman að uppbyggingu öryggismála þegar kemur m.a að styrkingu lögreglu og auknum stuðning við björgunarsveitir. Auðvitað er forseti Íslands ekki að fara að breyta heiminum, verum raunsæ. Það sem forseti hinsvegar gerir er að vera boðberi þess sem Ísland getur kennt heiminum og nýtt sér vettvanginn til að koma því á framfæri með öllum tiltækum ráðum. Þannig getur forseti talað fyrir mannréttindum þar sem það á við, menningu og listum, atvinnulífinu og öllu því óþrjótandi hugviti sem þar býr. Forseti getur nýtt tækifærið þar sem það gefst og brúað brýr fyrir hugmyndir og hvatt til samvinnu ólíkra aðila með því að tengja þá saman. Gefið þeim rödd. Forseti Íslands getur sannarlega haft áhrif bæði heima og heiman en fyrst og fremst er hann sameiningartákn þjóðarinnar og sá sem við treystum til að taka alltaf skynsamlegar ákvarðanir. Þessvegna er mikilvægt að við myndum okkur skoðun og þorum að treysta innsæinu. Þorum að standa með grunngildum og mannréttindum. Ég treysti Baldri og hlakka til að setja stimpilinn við hann næsta laugardag. Höfundur er einlægur stuðningsmaður Baldurs til forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er alin upp við mjög opin skoðanaskipti og almennt heilbrigðar umræður um líðandi stund. Sjaldnast var það þannig að allir væru sammála en það er líka svo mikilvægt þegar maður vinnur að því að móta sínar eigin skoðanir en um leið bera virðingu fyrir öðrum skoðunum. Þegar Baldur ákvað frekar snemma í þessu framboðsferli að bjóða sig fram til forseta þá fann ég strax að hann var sá sem mig langaði að sjá á Bessastöðum sem næsta forseta. Ég þekki Baldur ekkert sérstaklega mikið persónulega en hef fylgst með honum og fengið að kynnast hans mannkostum í gegnum leik og störf. Það sem ég fann í upphafi og það hefur ekki breyst þrátt fyrir að margir aðrir góðir frambjóðendur séu í boði er þessi mikla vissa að Baldur muni raunverulega geta haft áhrif á mikilvægar breytingar á heimsmyndinni okkar. Hann er maður sem mun alltaf standa með okkur sem þjóð, okkur öllum. Fyrir honum eru allir jafnir og hann er ekki erindreki neins nema réttlætis, friðar, mennsku og sátta. Fyrir utan það hversu Baldur er auðmjúkur og sannur í sínu þá er hann líka fáránlega klár og ekki af ástæðulausu sem hann hefur verið einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar þegar kemur að utanríkismálum, átökum í heiminum, heimsmynd smáríkis í stórum heimi sífelldra breytinga og þess hvernig við þurfum að treysta innri varnir og standa saman að uppbyggingu öryggismála þegar kemur m.a að styrkingu lögreglu og auknum stuðning við björgunarsveitir. Auðvitað er forseti Íslands ekki að fara að breyta heiminum, verum raunsæ. Það sem forseti hinsvegar gerir er að vera boðberi þess sem Ísland getur kennt heiminum og nýtt sér vettvanginn til að koma því á framfæri með öllum tiltækum ráðum. Þannig getur forseti talað fyrir mannréttindum þar sem það á við, menningu og listum, atvinnulífinu og öllu því óþrjótandi hugviti sem þar býr. Forseti getur nýtt tækifærið þar sem það gefst og brúað brýr fyrir hugmyndir og hvatt til samvinnu ólíkra aðila með því að tengja þá saman. Gefið þeim rödd. Forseti Íslands getur sannarlega haft áhrif bæði heima og heiman en fyrst og fremst er hann sameiningartákn þjóðarinnar og sá sem við treystum til að taka alltaf skynsamlegar ákvarðanir. Þessvegna er mikilvægt að við myndum okkur skoðun og þorum að treysta innsæinu. Þorum að standa með grunngildum og mannréttindum. Ég treysti Baldri og hlakka til að setja stimpilinn við hann næsta laugardag. Höfundur er einlægur stuðningsmaður Baldurs til forseta Íslands.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun