Af hverju er Baldur mitt val Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 26. maí 2024 17:01 Ég er alin upp við mjög opin skoðanaskipti og almennt heilbrigðar umræður um líðandi stund. Sjaldnast var það þannig að allir væru sammála en það er líka svo mikilvægt þegar maður vinnur að því að móta sínar eigin skoðanir en um leið bera virðingu fyrir öðrum skoðunum. Þegar Baldur ákvað frekar snemma í þessu framboðsferli að bjóða sig fram til forseta þá fann ég strax að hann var sá sem mig langaði að sjá á Bessastöðum sem næsta forseta. Ég þekki Baldur ekkert sérstaklega mikið persónulega en hef fylgst með honum og fengið að kynnast hans mannkostum í gegnum leik og störf. Það sem ég fann í upphafi og það hefur ekki breyst þrátt fyrir að margir aðrir góðir frambjóðendur séu í boði er þessi mikla vissa að Baldur muni raunverulega geta haft áhrif á mikilvægar breytingar á heimsmyndinni okkar. Hann er maður sem mun alltaf standa með okkur sem þjóð, okkur öllum. Fyrir honum eru allir jafnir og hann er ekki erindreki neins nema réttlætis, friðar, mennsku og sátta. Fyrir utan það hversu Baldur er auðmjúkur og sannur í sínu þá er hann líka fáránlega klár og ekki af ástæðulausu sem hann hefur verið einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar þegar kemur að utanríkismálum, átökum í heiminum, heimsmynd smáríkis í stórum heimi sífelldra breytinga og þess hvernig við þurfum að treysta innri varnir og standa saman að uppbyggingu öryggismála þegar kemur m.a að styrkingu lögreglu og auknum stuðning við björgunarsveitir. Auðvitað er forseti Íslands ekki að fara að breyta heiminum, verum raunsæ. Það sem forseti hinsvegar gerir er að vera boðberi þess sem Ísland getur kennt heiminum og nýtt sér vettvanginn til að koma því á framfæri með öllum tiltækum ráðum. Þannig getur forseti talað fyrir mannréttindum þar sem það á við, menningu og listum, atvinnulífinu og öllu því óþrjótandi hugviti sem þar býr. Forseti getur nýtt tækifærið þar sem það gefst og brúað brýr fyrir hugmyndir og hvatt til samvinnu ólíkra aðila með því að tengja þá saman. Gefið þeim rödd. Forseti Íslands getur sannarlega haft áhrif bæði heima og heiman en fyrst og fremst er hann sameiningartákn þjóðarinnar og sá sem við treystum til að taka alltaf skynsamlegar ákvarðanir. Þessvegna er mikilvægt að við myndum okkur skoðun og þorum að treysta innsæinu. Þorum að standa með grunngildum og mannréttindum. Ég treysti Baldri og hlakka til að setja stimpilinn við hann næsta laugardag. Höfundur er einlægur stuðningsmaður Baldurs til forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég er alin upp við mjög opin skoðanaskipti og almennt heilbrigðar umræður um líðandi stund. Sjaldnast var það þannig að allir væru sammála en það er líka svo mikilvægt þegar maður vinnur að því að móta sínar eigin skoðanir en um leið bera virðingu fyrir öðrum skoðunum. Þegar Baldur ákvað frekar snemma í þessu framboðsferli að bjóða sig fram til forseta þá fann ég strax að hann var sá sem mig langaði að sjá á Bessastöðum sem næsta forseta. Ég þekki Baldur ekkert sérstaklega mikið persónulega en hef fylgst með honum og fengið að kynnast hans mannkostum í gegnum leik og störf. Það sem ég fann í upphafi og það hefur ekki breyst þrátt fyrir að margir aðrir góðir frambjóðendur séu í boði er þessi mikla vissa að Baldur muni raunverulega geta haft áhrif á mikilvægar breytingar á heimsmyndinni okkar. Hann er maður sem mun alltaf standa með okkur sem þjóð, okkur öllum. Fyrir honum eru allir jafnir og hann er ekki erindreki neins nema réttlætis, friðar, mennsku og sátta. Fyrir utan það hversu Baldur er auðmjúkur og sannur í sínu þá er hann líka fáránlega klár og ekki af ástæðulausu sem hann hefur verið einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar þegar kemur að utanríkismálum, átökum í heiminum, heimsmynd smáríkis í stórum heimi sífelldra breytinga og þess hvernig við þurfum að treysta innri varnir og standa saman að uppbyggingu öryggismála þegar kemur m.a að styrkingu lögreglu og auknum stuðning við björgunarsveitir. Auðvitað er forseti Íslands ekki að fara að breyta heiminum, verum raunsæ. Það sem forseti hinsvegar gerir er að vera boðberi þess sem Ísland getur kennt heiminum og nýtt sér vettvanginn til að koma því á framfæri með öllum tiltækum ráðum. Þannig getur forseti talað fyrir mannréttindum þar sem það á við, menningu og listum, atvinnulífinu og öllu því óþrjótandi hugviti sem þar býr. Forseti getur nýtt tækifærið þar sem það gefst og brúað brýr fyrir hugmyndir og hvatt til samvinnu ólíkra aðila með því að tengja þá saman. Gefið þeim rödd. Forseti Íslands getur sannarlega haft áhrif bæði heima og heiman en fyrst og fremst er hann sameiningartákn þjóðarinnar og sá sem við treystum til að taka alltaf skynsamlegar ákvarðanir. Þessvegna er mikilvægt að við myndum okkur skoðun og þorum að treysta innsæinu. Þorum að standa með grunngildum og mannréttindum. Ég treysti Baldri og hlakka til að setja stimpilinn við hann næsta laugardag. Höfundur er einlægur stuðningsmaður Baldurs til forseta Íslands.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun