„Ég mæli ekki með þessu fyrir neinn mann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 08:02 Arnar Guðjónsson vann fimm titla með Stjörnunni, þrjá bikarmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla. Vísir/Anton Arnar Guðjónsson hætti á dögunum störfum sem þjálfari bæði karla- og kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hann segir mistök að hafa þjálfað bæði lið en fagnar því hins vegar að vera laus við fjölmiðlana. Arnar hefur starfað hjá Stjörnunni í sex ár sem þjálfari karlaliðs félagsins og þá stýrði hann einnig kvennaliðinu síðustu tvö ár. Hann segir erfitt að stíga frá borði. „Það er það og ég held að það sé fyrir alla sem eru að skipta um starf þar sem þeim hefur liðið vel. Það er alltaf erfitt sama hvort þú ert leikskólakennari, körfuboltaþjálfari eða trukkabílstjóri,“ sagði Arnar en Valur Páll Eiríksson ræddi við hann á þessum tímamótum. Arnar var alltaf líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm „Ef þú ert að fara úr starfi sem þér hefur liðið vel í þá er það alltaf skrýtið skref,“ sagði Arnar. En hvað stendur upp úr eftir árin sex? „Það sem stendur upp úr eru bikarmeistaratitlar karlamegin og úrslitakeppnin í ár kvennamegin, að hafa farið í oddaleik á móti Keflavík,“ sagði Arnar. Þetta heltekur líf þitt Þrátt fyrir fínan árangur í vetur segir Arnar það hafa verið mistök að stýra báðum liðum. „Of mikið. Það voru mistök. Ég sé eftir því. Ég hefði bara átt að fara í annaðhvort. Þetta er starf sem er svolítið skrýtið. Þú ert bara bundinn af viðveru í þrjá til fjóra klukkutíma á dag en þetta heltekur líf þitt,“ sagði Arnar. „Við spiluðum leik í Garðabænum klukkan átta á föstudegi og svo var stelpuleikur klukkan þrjú á laugardegi. Vont tap hjá strákunum og svo mætir þú og það er sami dómari. Þú ert enn þá pirraður út í hann fyrir eitthvað sem hann gerði karlaleik fyrir innan við 24 tímum síðan,“ sagði Arnar. „Þú kemur bara vanstilltur inn í kvennaleikinn líka af því að þú fékkst ekki tíma til að stilla þig af. Ég mæli ekki með þessu fyrir neinn mann,“ sagði Arnar. Best að losna við ykkur Hvað mun hann sakna mest frá þjálfarastarfinu og hvað verður best að vera laus við? „Best að losna við ykkur bara án nokkurs vafa. Ég held að þetta verði síðasta viðtalið sem ég fer í í nokkur ár og að verður rosalega ljúft að þurfa ekki að eiga við ykkur lengur. Ég á eftir að sakna þess að keppa, fara út og keppa,“ sagði Arnar. Arnar hefur störf á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands um næstu mánaðarmót. Hann mun þar sjá um afreksmál, félagaskipti og önnur verkefni. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Arnar hefur starfað hjá Stjörnunni í sex ár sem þjálfari karlaliðs félagsins og þá stýrði hann einnig kvennaliðinu síðustu tvö ár. Hann segir erfitt að stíga frá borði. „Það er það og ég held að það sé fyrir alla sem eru að skipta um starf þar sem þeim hefur liðið vel. Það er alltaf erfitt sama hvort þú ert leikskólakennari, körfuboltaþjálfari eða trukkabílstjóri,“ sagði Arnar en Valur Páll Eiríksson ræddi við hann á þessum tímamótum. Arnar var alltaf líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm „Ef þú ert að fara úr starfi sem þér hefur liðið vel í þá er það alltaf skrýtið skref,“ sagði Arnar. En hvað stendur upp úr eftir árin sex? „Það sem stendur upp úr eru bikarmeistaratitlar karlamegin og úrslitakeppnin í ár kvennamegin, að hafa farið í oddaleik á móti Keflavík,“ sagði Arnar. Þetta heltekur líf þitt Þrátt fyrir fínan árangur í vetur segir Arnar það hafa verið mistök að stýra báðum liðum. „Of mikið. Það voru mistök. Ég sé eftir því. Ég hefði bara átt að fara í annaðhvort. Þetta er starf sem er svolítið skrýtið. Þú ert bara bundinn af viðveru í þrjá til fjóra klukkutíma á dag en þetta heltekur líf þitt,“ sagði Arnar. „Við spiluðum leik í Garðabænum klukkan átta á föstudegi og svo var stelpuleikur klukkan þrjú á laugardegi. Vont tap hjá strákunum og svo mætir þú og það er sami dómari. Þú ert enn þá pirraður út í hann fyrir eitthvað sem hann gerði karlaleik fyrir innan við 24 tímum síðan,“ sagði Arnar. „Þú kemur bara vanstilltur inn í kvennaleikinn líka af því að þú fékkst ekki tíma til að stilla þig af. Ég mæli ekki með þessu fyrir neinn mann,“ sagði Arnar. Best að losna við ykkur Hvað mun hann sakna mest frá þjálfarastarfinu og hvað verður best að vera laus við? „Best að losna við ykkur bara án nokkurs vafa. Ég held að þetta verði síðasta viðtalið sem ég fer í í nokkur ár og að verður rosalega ljúft að þurfa ekki að eiga við ykkur lengur. Ég á eftir að sakna þess að keppa, fara út og keppa,“ sagði Arnar. Arnar hefur störf á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands um næstu mánaðarmót. Hann mun þar sjá um afreksmál, félagaskipti og önnur verkefni.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira