Í tilkynningu segir að kaflinn sem um ræði sé 2,5 kílómetrar að lengd. Á meðan framkvæmdunum stendur verður hraði tekinn niður við framkvæmdasvæði og verða viðeigandi merkingar settar upp. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan fimm að morgni til níu að kvöldi.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.