Halda áfram árásum á Rafah Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2024 14:59 Sprengjur dynja enn á Rafah þrátt fyrir úrskurð alþjóðadómstólsins. AP/Ramez Habboub Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. Í gær úrskurðaði alþjóðadómstóllinn að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah. Í úrskurðinum var þó ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með málið til dómstólsins. Þrátt fyrir áframhaldandi árásir fer fram ný tilraun til vopnahlésviðræðna í næstu viku samkvæmt heimildum Reuters. Norðanvert á Gasasvæðinu gerði ísraelski herinn einnig loftárásir. Alls segja heilbrigðisyfirvöld á svæðinu að 31 hafi látist í árásum síðasta sólarhringinn en ekki er greint milli hermanna og borgara. Þrátt fyrir mikla alþjóðlega andspyrnu halda Ísraelsmenn aðgerðum sínum í Rafah áfram. Hundruðir þúsunda flóttamanna höfðu sest tímabundið að í dvala, mörg í frumstæðum tjaldbúðum við útjaðar borgarinnar, til að flýja átökin annars staðar á svæðinu. Síðan Ísraelsmenn hófu að gera árásir einnig á Rafah hafa þeir dreifst víða um Gasa. „Hernámsliðið heldur uppi stöðugum loftárásum, ekki bara í austurhlutanum þar sem þeir réðust inn heldur einnig í miðborginni og vesturbænum. Þeir vilja hræða fólkið burt úr allri borginni,“ hefur Reuters eftir íbúa í Rafah. Hingað til hafa átök að miklu leyti einskorðast við suður- og austurbæ Rafah og haldist utan við þéttbyggð svæði. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Sjá meira
Í gær úrskurðaði alþjóðadómstóllinn að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah. Í úrskurðinum var þó ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með málið til dómstólsins. Þrátt fyrir áframhaldandi árásir fer fram ný tilraun til vopnahlésviðræðna í næstu viku samkvæmt heimildum Reuters. Norðanvert á Gasasvæðinu gerði ísraelski herinn einnig loftárásir. Alls segja heilbrigðisyfirvöld á svæðinu að 31 hafi látist í árásum síðasta sólarhringinn en ekki er greint milli hermanna og borgara. Þrátt fyrir mikla alþjóðlega andspyrnu halda Ísraelsmenn aðgerðum sínum í Rafah áfram. Hundruðir þúsunda flóttamanna höfðu sest tímabundið að í dvala, mörg í frumstæðum tjaldbúðum við útjaðar borgarinnar, til að flýja átökin annars staðar á svæðinu. Síðan Ísraelsmenn hófu að gera árásir einnig á Rafah hafa þeir dreifst víða um Gasa. „Hernámsliðið heldur uppi stöðugum loftárásum, ekki bara í austurhlutanum þar sem þeir réðust inn heldur einnig í miðborginni og vesturbænum. Þeir vilja hræða fólkið burt úr allri borginni,“ hefur Reuters eftir íbúa í Rafah. Hingað til hafa átök að miklu leyti einskorðast við suður- og austurbæ Rafah og haldist utan við þéttbyggð svæði.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Sjá meira