Halda áfram árásum á Rafah Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2024 14:59 Sprengjur dynja enn á Rafah þrátt fyrir úrskurð alþjóðadómstólsins. AP/Ramez Habboub Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. Í gær úrskurðaði alþjóðadómstóllinn að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah. Í úrskurðinum var þó ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með málið til dómstólsins. Þrátt fyrir áframhaldandi árásir fer fram ný tilraun til vopnahlésviðræðna í næstu viku samkvæmt heimildum Reuters. Norðanvert á Gasasvæðinu gerði ísraelski herinn einnig loftárásir. Alls segja heilbrigðisyfirvöld á svæðinu að 31 hafi látist í árásum síðasta sólarhringinn en ekki er greint milli hermanna og borgara. Þrátt fyrir mikla alþjóðlega andspyrnu halda Ísraelsmenn aðgerðum sínum í Rafah áfram. Hundruðir þúsunda flóttamanna höfðu sest tímabundið að í dvala, mörg í frumstæðum tjaldbúðum við útjaðar borgarinnar, til að flýja átökin annars staðar á svæðinu. Síðan Ísraelsmenn hófu að gera árásir einnig á Rafah hafa þeir dreifst víða um Gasa. „Hernámsliðið heldur uppi stöðugum loftárásum, ekki bara í austurhlutanum þar sem þeir réðust inn heldur einnig í miðborginni og vesturbænum. Þeir vilja hræða fólkið burt úr allri borginni,“ hefur Reuters eftir íbúa í Rafah. Hingað til hafa átök að miklu leyti einskorðast við suður- og austurbæ Rafah og haldist utan við þéttbyggð svæði. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Í gær úrskurðaði alþjóðadómstóllinn að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah. Í úrskurðinum var þó ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með málið til dómstólsins. Þrátt fyrir áframhaldandi árásir fer fram ný tilraun til vopnahlésviðræðna í næstu viku samkvæmt heimildum Reuters. Norðanvert á Gasasvæðinu gerði ísraelski herinn einnig loftárásir. Alls segja heilbrigðisyfirvöld á svæðinu að 31 hafi látist í árásum síðasta sólarhringinn en ekki er greint milli hermanna og borgara. Þrátt fyrir mikla alþjóðlega andspyrnu halda Ísraelsmenn aðgerðum sínum í Rafah áfram. Hundruðir þúsunda flóttamanna höfðu sest tímabundið að í dvala, mörg í frumstæðum tjaldbúðum við útjaðar borgarinnar, til að flýja átökin annars staðar á svæðinu. Síðan Ísraelsmenn hófu að gera árásir einnig á Rafah hafa þeir dreifst víða um Gasa. „Hernámsliðið heldur uppi stöðugum loftárásum, ekki bara í austurhlutanum þar sem þeir réðust inn heldur einnig í miðborginni og vesturbænum. Þeir vilja hræða fólkið burt úr allri borginni,“ hefur Reuters eftir íbúa í Rafah. Hingað til hafa átök að miklu leyti einskorðast við suður- og austurbæ Rafah og haldist utan við þéttbyggð svæði.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira