Snúningshurðin í ráðuneytinu Jón Kaldal skrifar 25. maí 2024 12:00 Matvælaráðherra birtir í dag grein á Vísi þar sem hún kvartar undan ábendingum um skynsemi þess að fela fyrrum starfsfólki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), nú starfsfólki ráðuneytisins, að semja frumvarp um lagareldi. Nýtt gjafakvótakerfi Staðreyndin er þó sú að í stað þess að vinda ofan þeim vísi að nýju gjafakvótakerfi, sem er að finna í núverandi lögum um fiskeldi, er skrefið tekið alla leið í frumvarpi um lagareldi sem þrír matvælaráðherrar VG hafa nú komið að: Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Auðvitað er pólitíska ábyrgðin þeirra en hvernig það gerðist að málið er komið í þennan farveg er rannsóknarefni. Fingraförum SFS fjölgaði Sú umræða er ekki ný hversu óheppileg það er að fólk fari úr starfi hjá sérhagsmunagæslusamtökum í vinnu fyrir opinberar stofnanir sem eiga að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum. Eða öfugt. Staðreyndin er sú að í hverri umferð við smíði þessa frumvarps fjölgaði fingraförum SFS á því. Á sama tíma var ekkert tillit tekið til mikilvægra ábendinga um vernd umhverfis, lífríkis og velferð eldisdýranna. SFS hefur tamið sér, og orðið vel ágengt, að beita miklum yfirgangi gagnvart stjórnvöldum og fulltrúum þeirra. Furðulegt er að sjá embættis- og stjórnmálamenn, kikna í hnjánum frammi fyrir þessari frekju. 70 prósent þjóðarinnar andvíg Starfsemi sókvíaeldisfyrirtækjanna er meira minna öll í klessu. Þau hafa misst frá sér fisk í stórum stíl, látið gríðarlegt magn af eldislöxum drepast í sjókvíunum ár eftir ár af völdum laxalúsar og vetrarsára, þau hafa þurft að farga fiski vegna blóðþorrasykingar, sem er versti sjúkdómur sem getur komið upp í sjókvíaeldi og þau hafa farið í mál við sveitarfélög vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Það er ekki erfitt að skilja af hverju um 70 prósent þjóðarinnar er andvíg þessari starfsemi. Hitt er skrítnara, af hverju enn um 10 prósent styðja þetta? Ef þetta frumvarp verður að lögum munu alþingismenn sem samþykkja það hafa reist sér minnisvarða til æviloka um þjónkun við sérhagsmuni fárra á kostnað almannahagsmuna og náttúru Íslands. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Vinstri græn Jón Kaldal Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra birtir í dag grein á Vísi þar sem hún kvartar undan ábendingum um skynsemi þess að fela fyrrum starfsfólki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), nú starfsfólki ráðuneytisins, að semja frumvarp um lagareldi. Nýtt gjafakvótakerfi Staðreyndin er þó sú að í stað þess að vinda ofan þeim vísi að nýju gjafakvótakerfi, sem er að finna í núverandi lögum um fiskeldi, er skrefið tekið alla leið í frumvarpi um lagareldi sem þrír matvælaráðherrar VG hafa nú komið að: Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Auðvitað er pólitíska ábyrgðin þeirra en hvernig það gerðist að málið er komið í þennan farveg er rannsóknarefni. Fingraförum SFS fjölgaði Sú umræða er ekki ný hversu óheppileg það er að fólk fari úr starfi hjá sérhagsmunagæslusamtökum í vinnu fyrir opinberar stofnanir sem eiga að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum. Eða öfugt. Staðreyndin er sú að í hverri umferð við smíði þessa frumvarps fjölgaði fingraförum SFS á því. Á sama tíma var ekkert tillit tekið til mikilvægra ábendinga um vernd umhverfis, lífríkis og velferð eldisdýranna. SFS hefur tamið sér, og orðið vel ágengt, að beita miklum yfirgangi gagnvart stjórnvöldum og fulltrúum þeirra. Furðulegt er að sjá embættis- og stjórnmálamenn, kikna í hnjánum frammi fyrir þessari frekju. 70 prósent þjóðarinnar andvíg Starfsemi sókvíaeldisfyrirtækjanna er meira minna öll í klessu. Þau hafa misst frá sér fisk í stórum stíl, látið gríðarlegt magn af eldislöxum drepast í sjókvíunum ár eftir ár af völdum laxalúsar og vetrarsára, þau hafa þurft að farga fiski vegna blóðþorrasykingar, sem er versti sjúkdómur sem getur komið upp í sjókvíaeldi og þau hafa farið í mál við sveitarfélög vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Það er ekki erfitt að skilja af hverju um 70 prósent þjóðarinnar er andvíg þessari starfsemi. Hitt er skrítnara, af hverju enn um 10 prósent styðja þetta? Ef þetta frumvarp verður að lögum munu alþingismenn sem samþykkja það hafa reist sér minnisvarða til æviloka um þjónkun við sérhagsmuni fárra á kostnað almannahagsmuna og náttúru Íslands. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar