Sló aðra á heimilinu ítrekað með hleðslusnúru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2024 13:51 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, með því að beita fyrrverandi eiginkonu hans og börn ítrekuðu ofbeldi. Fólst það meðal annars að slá þau með hleðslusnúru. Kæra var lögð fram hjá lögreglu í febrúar á síðasta ári en áður hafði barnavernd fengið málið á borð til sín frá leikskóla yngstu stúlkunnar á heimilinu. Í dómi héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi kynnst konunni, sem nefnd er brotaþoli í málinu, árið 2011. Kvað hún manninn vera góðan föður, en hann elski son þeirra mest „af því að hann væri strákur,“ eins og segir í dómnum. Hegðun hans hefði breyst eftir að hann slasaðist á fingri í vinnuslysi og þau bundið enda á hjónabandið árið 2019 eða 2020. Virðast þau hafa haldið samband eftir það en í dómnum kemur fram að konan hafi verið háð manninum fjárhagslega og hvað bílferðir varðar. „Ákærði kæmi daglega heim til hennar til að sinna börnunum en héngi bara í símanum og setti út á hvernig hún héldi heimili,“ er haft eftir konunni. Þá er margvíslegu ofbeldi lýst, bæði gagnvart börnunum og henni. Ofbeldið hefði hafist eftir vinnuslysið, hann tæki utan um höfuð konunnar og barnanna og notað hleðslusnúru til að lemja konuna og börnin, yfirleitt í lærin eða fætuna. Maðurinn ætti það til að reiðast við börnin ef þau sætu ekki og höguðu sér. Stundum þannig að konan færi á milli til þess að vernda börnin, en hann þá slegið hana í bakið í staðinn. Við skýrslutöku kvaðst konan vera þreytt á að hræðast manninn, sem sendi henni að auki ljót skilaboð, talaði ítrekað niður til hennar og kallaði hana „hóru, svín og Shrek.“ Í málinu var litið til gagna frá félagsráðgjafa og skýrsutöku barnanna hjá Barnahúsi. Þar greindi tvö barnanna, þá átta og sex ára, frá ofbeldi af hálfu föður síns. Það gerði eitt barnanna, þá tíu ára, ekki og kvaðst ekki vita hvers vegna hún væri komin í Barnahús. Ákærði neitaði sök, sagðist vera í góðu sambandi við fjölskylduna og kvaðst ekki vita hvers vegna börnin væru að ásaka hann. Hann hefði aldrei orðið reiður út í börnin en þau hefðu meðal annars skemmt þrjú sjónvörp. Það gerðu þau stundum „til að fá nýjan iPad þegar ný tegund væri komin út“. Í niðurstöðu héraðsdóms var framburður mannsins talinn ótrúverðugur. Dómurinn taldi á hinn bógin sannað að maðurinn hefði slegið aðra á heimilinu með hleðslusnúru sem hafi verið hluti af heimilisofbeldi sem átti sér stað. Var háttsemi hans því felld undir það ákvæði hegningarlaga sem kveður á um brot í nánu sambandi, en ekki að brot hans nái þeim þröskuldi að teljast stórfelld. Var hann þar með dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar og til að greiða öllum þremur börnum sínum 200 þúsund krónur í miskabætur. Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira
Kæra var lögð fram hjá lögreglu í febrúar á síðasta ári en áður hafði barnavernd fengið málið á borð til sín frá leikskóla yngstu stúlkunnar á heimilinu. Í dómi héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi kynnst konunni, sem nefnd er brotaþoli í málinu, árið 2011. Kvað hún manninn vera góðan föður, en hann elski son þeirra mest „af því að hann væri strákur,“ eins og segir í dómnum. Hegðun hans hefði breyst eftir að hann slasaðist á fingri í vinnuslysi og þau bundið enda á hjónabandið árið 2019 eða 2020. Virðast þau hafa haldið samband eftir það en í dómnum kemur fram að konan hafi verið háð manninum fjárhagslega og hvað bílferðir varðar. „Ákærði kæmi daglega heim til hennar til að sinna börnunum en héngi bara í símanum og setti út á hvernig hún héldi heimili,“ er haft eftir konunni. Þá er margvíslegu ofbeldi lýst, bæði gagnvart börnunum og henni. Ofbeldið hefði hafist eftir vinnuslysið, hann tæki utan um höfuð konunnar og barnanna og notað hleðslusnúru til að lemja konuna og börnin, yfirleitt í lærin eða fætuna. Maðurinn ætti það til að reiðast við börnin ef þau sætu ekki og höguðu sér. Stundum þannig að konan færi á milli til þess að vernda börnin, en hann þá slegið hana í bakið í staðinn. Við skýrslutöku kvaðst konan vera þreytt á að hræðast manninn, sem sendi henni að auki ljót skilaboð, talaði ítrekað niður til hennar og kallaði hana „hóru, svín og Shrek.“ Í málinu var litið til gagna frá félagsráðgjafa og skýrsutöku barnanna hjá Barnahúsi. Þar greindi tvö barnanna, þá átta og sex ára, frá ofbeldi af hálfu föður síns. Það gerði eitt barnanna, þá tíu ára, ekki og kvaðst ekki vita hvers vegna hún væri komin í Barnahús. Ákærði neitaði sök, sagðist vera í góðu sambandi við fjölskylduna og kvaðst ekki vita hvers vegna börnin væru að ásaka hann. Hann hefði aldrei orðið reiður út í börnin en þau hefðu meðal annars skemmt þrjú sjónvörp. Það gerðu þau stundum „til að fá nýjan iPad þegar ný tegund væri komin út“. Í niðurstöðu héraðsdóms var framburður mannsins talinn ótrúverðugur. Dómurinn taldi á hinn bógin sannað að maðurinn hefði slegið aðra á heimilinu með hleðslusnúru sem hafi verið hluti af heimilisofbeldi sem átti sér stað. Var háttsemi hans því felld undir það ákvæði hegningarlaga sem kveður á um brot í nánu sambandi, en ekki að brot hans nái þeim þröskuldi að teljast stórfelld. Var hann þar með dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar og til að greiða öllum þremur börnum sínum 200 þúsund krónur í miskabætur.
Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira