Sló aðra á heimilinu ítrekað með hleðslusnúru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2024 13:51 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, með því að beita fyrrverandi eiginkonu hans og börn ítrekuðu ofbeldi. Fólst það meðal annars að slá þau með hleðslusnúru. Kæra var lögð fram hjá lögreglu í febrúar á síðasta ári en áður hafði barnavernd fengið málið á borð til sín frá leikskóla yngstu stúlkunnar á heimilinu. Í dómi héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi kynnst konunni, sem nefnd er brotaþoli í málinu, árið 2011. Kvað hún manninn vera góðan föður, en hann elski son þeirra mest „af því að hann væri strákur,“ eins og segir í dómnum. Hegðun hans hefði breyst eftir að hann slasaðist á fingri í vinnuslysi og þau bundið enda á hjónabandið árið 2019 eða 2020. Virðast þau hafa haldið samband eftir það en í dómnum kemur fram að konan hafi verið háð manninum fjárhagslega og hvað bílferðir varðar. „Ákærði kæmi daglega heim til hennar til að sinna börnunum en héngi bara í símanum og setti út á hvernig hún héldi heimili,“ er haft eftir konunni. Þá er margvíslegu ofbeldi lýst, bæði gagnvart börnunum og henni. Ofbeldið hefði hafist eftir vinnuslysið, hann tæki utan um höfuð konunnar og barnanna og notað hleðslusnúru til að lemja konuna og börnin, yfirleitt í lærin eða fætuna. Maðurinn ætti það til að reiðast við börnin ef þau sætu ekki og höguðu sér. Stundum þannig að konan færi á milli til þess að vernda börnin, en hann þá slegið hana í bakið í staðinn. Við skýrslutöku kvaðst konan vera þreytt á að hræðast manninn, sem sendi henni að auki ljót skilaboð, talaði ítrekað niður til hennar og kallaði hana „hóru, svín og Shrek.“ Í málinu var litið til gagna frá félagsráðgjafa og skýrsutöku barnanna hjá Barnahúsi. Þar greindi tvö barnanna, þá átta og sex ára, frá ofbeldi af hálfu föður síns. Það gerði eitt barnanna, þá tíu ára, ekki og kvaðst ekki vita hvers vegna hún væri komin í Barnahús. Ákærði neitaði sök, sagðist vera í góðu sambandi við fjölskylduna og kvaðst ekki vita hvers vegna börnin væru að ásaka hann. Hann hefði aldrei orðið reiður út í börnin en þau hefðu meðal annars skemmt þrjú sjónvörp. Það gerðu þau stundum „til að fá nýjan iPad þegar ný tegund væri komin út“. Í niðurstöðu héraðsdóms var framburður mannsins talinn ótrúverðugur. Dómurinn taldi á hinn bógin sannað að maðurinn hefði slegið aðra á heimilinu með hleðslusnúru sem hafi verið hluti af heimilisofbeldi sem átti sér stað. Var háttsemi hans því felld undir það ákvæði hegningarlaga sem kveður á um brot í nánu sambandi, en ekki að brot hans nái þeim þröskuldi að teljast stórfelld. Var hann þar með dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar og til að greiða öllum þremur börnum sínum 200 þúsund krónur í miskabætur. Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Kæra var lögð fram hjá lögreglu í febrúar á síðasta ári en áður hafði barnavernd fengið málið á borð til sín frá leikskóla yngstu stúlkunnar á heimilinu. Í dómi héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi kynnst konunni, sem nefnd er brotaþoli í málinu, árið 2011. Kvað hún manninn vera góðan föður, en hann elski son þeirra mest „af því að hann væri strákur,“ eins og segir í dómnum. Hegðun hans hefði breyst eftir að hann slasaðist á fingri í vinnuslysi og þau bundið enda á hjónabandið árið 2019 eða 2020. Virðast þau hafa haldið samband eftir það en í dómnum kemur fram að konan hafi verið háð manninum fjárhagslega og hvað bílferðir varðar. „Ákærði kæmi daglega heim til hennar til að sinna börnunum en héngi bara í símanum og setti út á hvernig hún héldi heimili,“ er haft eftir konunni. Þá er margvíslegu ofbeldi lýst, bæði gagnvart börnunum og henni. Ofbeldið hefði hafist eftir vinnuslysið, hann tæki utan um höfuð konunnar og barnanna og notað hleðslusnúru til að lemja konuna og börnin, yfirleitt í lærin eða fætuna. Maðurinn ætti það til að reiðast við börnin ef þau sætu ekki og höguðu sér. Stundum þannig að konan færi á milli til þess að vernda börnin, en hann þá slegið hana í bakið í staðinn. Við skýrslutöku kvaðst konan vera þreytt á að hræðast manninn, sem sendi henni að auki ljót skilaboð, talaði ítrekað niður til hennar og kallaði hana „hóru, svín og Shrek.“ Í málinu var litið til gagna frá félagsráðgjafa og skýrsutöku barnanna hjá Barnahúsi. Þar greindi tvö barnanna, þá átta og sex ára, frá ofbeldi af hálfu föður síns. Það gerði eitt barnanna, þá tíu ára, ekki og kvaðst ekki vita hvers vegna hún væri komin í Barnahús. Ákærði neitaði sök, sagðist vera í góðu sambandi við fjölskylduna og kvaðst ekki vita hvers vegna börnin væru að ásaka hann. Hann hefði aldrei orðið reiður út í börnin en þau hefðu meðal annars skemmt þrjú sjónvörp. Það gerðu þau stundum „til að fá nýjan iPad þegar ný tegund væri komin út“. Í niðurstöðu héraðsdóms var framburður mannsins talinn ótrúverðugur. Dómurinn taldi á hinn bógin sannað að maðurinn hefði slegið aðra á heimilinu með hleðslusnúru sem hafi verið hluti af heimilisofbeldi sem átti sér stað. Var háttsemi hans því felld undir það ákvæði hegningarlaga sem kveður á um brot í nánu sambandi, en ekki að brot hans nái þeim þröskuldi að teljast stórfelld. Var hann þar með dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar og til að greiða öllum þremur börnum sínum 200 þúsund krónur í miskabætur.
Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira