Engin hlutdeildarlán fyrr en þingið afgreiðir fjáraukalög Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2024 20:01 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir mikla ásókn í hlutdeildarlánin merki um að þörf sé á þeim. Vísir/Egill Enn hefur ekki borist meira fjármagn frá stjórnvöldum til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að veita í hlutdeildarlán. Aðeins hefur verið úthlutað þrisvar sinnum á þessu ári en miðað er við að það gerist mánaðarlega. Engar breytingar verða þar á fyrr en frumvarp til fjáraukalaga verður samþykkt á Alþingi. Ómögulegt hefur verið að sækja um hlutdeildarlán hjá HMS síðan í mars. Miðað er að því að sex úthlutanir fari fram frá 1. janúar til 30. júní og gert ráð fyrir einu úthlutunartímabili í hverjum mánuði. Hlutdeildarlán eru hugsuð fyrir fyrstu kaupendur eða tekjulága og stendur þeim til boða að fá allt að 20 prósent kaupverðs í íbúð lánuð hjá HMS. Aðstoðarforstjóri stofnunarinnar sagði í viðtali í byrjun apríl að búið væri að lána það fé sem hún hefði til umráða. Sagði hún þá óvíst hvenær næsta úthlutun yrði en það yrði í apríl. En ekkert varð úr því. Þetta hefur komið mörgum illa, þar á meðal ungri fjölskyldu sem hafði samband við fréttastofu. Sú fékk staðfest kauptilboð í íbúð í lok mars og gerði ráð fyrir að geta sótt um hlutdeildarlán í apríl. Enn hefur ekki opnað fyrir umsóknir síðan kauptilboðið var samþykkt og þau fylgst vel með, sent tölvupósta og hringt nánast daglega. Fyrstu svör voru að opnað yrði aftur fyrir umsóknir eftir páska, svo breyttust svörin í „á næstu vikum“ og nú eru svörin þau að það sé ófyrirséð hvenær tekið verði aftur á móti umsóknum sökum fjárskorts. Tíminn er nú á þrotum fyrir fjölskylduna og íbúðina á nú að setja aftur á sölu. „Við getum voðalega lítið brugðist við. Heimildirnar okkar eru á þrotum og við verðum að bíða,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. HMS fær þrjá milljarða á ári til að úthluta í hlutdeildarlán, sem kláruðust strax í mars. Ekki verður opnað aftur fyrir úthlutanir fyrr en frumvarp til fjáraukalaga verður samþykkt, vonandi á næstu vikum, og stofnuninni tryggður milljarður í viðbót. Hvers vegna heldurðu að þetta hafi klárast svona fljótt núna? „Eftirspurnin var meiri núna en við bjuggumst við. Ég held að það sé vegna þess að þetta er gott úrræði. Það er að virka vel og hjálpa ungu fólki og efnaminni að komast inn á fasteignamarkaðinn. Nú hafa verið keypt 840 heimili með þessum lánum og þetta er að reynast vel,“ segir Anna. Húsnæðismál Alþingi Tengdar fréttir Stuðningur við langtímakjarasamninga Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi. 8. maí 2024 11:31 Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. 5. apríl 2024 08:46 Dökk ský á leigumarkaði Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn. 8. mars 2024 10:15 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ómögulegt hefur verið að sækja um hlutdeildarlán hjá HMS síðan í mars. Miðað er að því að sex úthlutanir fari fram frá 1. janúar til 30. júní og gert ráð fyrir einu úthlutunartímabili í hverjum mánuði. Hlutdeildarlán eru hugsuð fyrir fyrstu kaupendur eða tekjulága og stendur þeim til boða að fá allt að 20 prósent kaupverðs í íbúð lánuð hjá HMS. Aðstoðarforstjóri stofnunarinnar sagði í viðtali í byrjun apríl að búið væri að lána það fé sem hún hefði til umráða. Sagði hún þá óvíst hvenær næsta úthlutun yrði en það yrði í apríl. En ekkert varð úr því. Þetta hefur komið mörgum illa, þar á meðal ungri fjölskyldu sem hafði samband við fréttastofu. Sú fékk staðfest kauptilboð í íbúð í lok mars og gerði ráð fyrir að geta sótt um hlutdeildarlán í apríl. Enn hefur ekki opnað fyrir umsóknir síðan kauptilboðið var samþykkt og þau fylgst vel með, sent tölvupósta og hringt nánast daglega. Fyrstu svör voru að opnað yrði aftur fyrir umsóknir eftir páska, svo breyttust svörin í „á næstu vikum“ og nú eru svörin þau að það sé ófyrirséð hvenær tekið verði aftur á móti umsóknum sökum fjárskorts. Tíminn er nú á þrotum fyrir fjölskylduna og íbúðina á nú að setja aftur á sölu. „Við getum voðalega lítið brugðist við. Heimildirnar okkar eru á þrotum og við verðum að bíða,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. HMS fær þrjá milljarða á ári til að úthluta í hlutdeildarlán, sem kláruðust strax í mars. Ekki verður opnað aftur fyrir úthlutanir fyrr en frumvarp til fjáraukalaga verður samþykkt, vonandi á næstu vikum, og stofnuninni tryggður milljarður í viðbót. Hvers vegna heldurðu að þetta hafi klárast svona fljótt núna? „Eftirspurnin var meiri núna en við bjuggumst við. Ég held að það sé vegna þess að þetta er gott úrræði. Það er að virka vel og hjálpa ungu fólki og efnaminni að komast inn á fasteignamarkaðinn. Nú hafa verið keypt 840 heimili með þessum lánum og þetta er að reynast vel,“ segir Anna.
Húsnæðismál Alþingi Tengdar fréttir Stuðningur við langtímakjarasamninga Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi. 8. maí 2024 11:31 Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. 5. apríl 2024 08:46 Dökk ský á leigumarkaði Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn. 8. mars 2024 10:15 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Stuðningur við langtímakjarasamninga Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi. 8. maí 2024 11:31
Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. 5. apríl 2024 08:46
Dökk ský á leigumarkaði Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn. 8. mars 2024 10:15