Engin hlutdeildarlán fyrr en þingið afgreiðir fjáraukalög Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2024 20:01 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir mikla ásókn í hlutdeildarlánin merki um að þörf sé á þeim. Vísir/Egill Enn hefur ekki borist meira fjármagn frá stjórnvöldum til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að veita í hlutdeildarlán. Aðeins hefur verið úthlutað þrisvar sinnum á þessu ári en miðað er við að það gerist mánaðarlega. Engar breytingar verða þar á fyrr en frumvarp til fjáraukalaga verður samþykkt á Alþingi. Ómögulegt hefur verið að sækja um hlutdeildarlán hjá HMS síðan í mars. Miðað er að því að sex úthlutanir fari fram frá 1. janúar til 30. júní og gert ráð fyrir einu úthlutunartímabili í hverjum mánuði. Hlutdeildarlán eru hugsuð fyrir fyrstu kaupendur eða tekjulága og stendur þeim til boða að fá allt að 20 prósent kaupverðs í íbúð lánuð hjá HMS. Aðstoðarforstjóri stofnunarinnar sagði í viðtali í byrjun apríl að búið væri að lána það fé sem hún hefði til umráða. Sagði hún þá óvíst hvenær næsta úthlutun yrði en það yrði í apríl. En ekkert varð úr því. Þetta hefur komið mörgum illa, þar á meðal ungri fjölskyldu sem hafði samband við fréttastofu. Sú fékk staðfest kauptilboð í íbúð í lok mars og gerði ráð fyrir að geta sótt um hlutdeildarlán í apríl. Enn hefur ekki opnað fyrir umsóknir síðan kauptilboðið var samþykkt og þau fylgst vel með, sent tölvupósta og hringt nánast daglega. Fyrstu svör voru að opnað yrði aftur fyrir umsóknir eftir páska, svo breyttust svörin í „á næstu vikum“ og nú eru svörin þau að það sé ófyrirséð hvenær tekið verði aftur á móti umsóknum sökum fjárskorts. Tíminn er nú á þrotum fyrir fjölskylduna og íbúðina á nú að setja aftur á sölu. „Við getum voðalega lítið brugðist við. Heimildirnar okkar eru á þrotum og við verðum að bíða,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. HMS fær þrjá milljarða á ári til að úthluta í hlutdeildarlán, sem kláruðust strax í mars. Ekki verður opnað aftur fyrir úthlutanir fyrr en frumvarp til fjáraukalaga verður samþykkt, vonandi á næstu vikum, og stofnuninni tryggður milljarður í viðbót. Hvers vegna heldurðu að þetta hafi klárast svona fljótt núna? „Eftirspurnin var meiri núna en við bjuggumst við. Ég held að það sé vegna þess að þetta er gott úrræði. Það er að virka vel og hjálpa ungu fólki og efnaminni að komast inn á fasteignamarkaðinn. Nú hafa verið keypt 840 heimili með þessum lánum og þetta er að reynast vel,“ segir Anna. Húsnæðismál Alþingi Tengdar fréttir Stuðningur við langtímakjarasamninga Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi. 8. maí 2024 11:31 Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. 5. apríl 2024 08:46 Dökk ský á leigumarkaði Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn. 8. mars 2024 10:15 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Ómögulegt hefur verið að sækja um hlutdeildarlán hjá HMS síðan í mars. Miðað er að því að sex úthlutanir fari fram frá 1. janúar til 30. júní og gert ráð fyrir einu úthlutunartímabili í hverjum mánuði. Hlutdeildarlán eru hugsuð fyrir fyrstu kaupendur eða tekjulága og stendur þeim til boða að fá allt að 20 prósent kaupverðs í íbúð lánuð hjá HMS. Aðstoðarforstjóri stofnunarinnar sagði í viðtali í byrjun apríl að búið væri að lána það fé sem hún hefði til umráða. Sagði hún þá óvíst hvenær næsta úthlutun yrði en það yrði í apríl. En ekkert varð úr því. Þetta hefur komið mörgum illa, þar á meðal ungri fjölskyldu sem hafði samband við fréttastofu. Sú fékk staðfest kauptilboð í íbúð í lok mars og gerði ráð fyrir að geta sótt um hlutdeildarlán í apríl. Enn hefur ekki opnað fyrir umsóknir síðan kauptilboðið var samþykkt og þau fylgst vel með, sent tölvupósta og hringt nánast daglega. Fyrstu svör voru að opnað yrði aftur fyrir umsóknir eftir páska, svo breyttust svörin í „á næstu vikum“ og nú eru svörin þau að það sé ófyrirséð hvenær tekið verði aftur á móti umsóknum sökum fjárskorts. Tíminn er nú á þrotum fyrir fjölskylduna og íbúðina á nú að setja aftur á sölu. „Við getum voðalega lítið brugðist við. Heimildirnar okkar eru á þrotum og við verðum að bíða,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. HMS fær þrjá milljarða á ári til að úthluta í hlutdeildarlán, sem kláruðust strax í mars. Ekki verður opnað aftur fyrir úthlutanir fyrr en frumvarp til fjáraukalaga verður samþykkt, vonandi á næstu vikum, og stofnuninni tryggður milljarður í viðbót. Hvers vegna heldurðu að þetta hafi klárast svona fljótt núna? „Eftirspurnin var meiri núna en við bjuggumst við. Ég held að það sé vegna þess að þetta er gott úrræði. Það er að virka vel og hjálpa ungu fólki og efnaminni að komast inn á fasteignamarkaðinn. Nú hafa verið keypt 840 heimili með þessum lánum og þetta er að reynast vel,“ segir Anna.
Húsnæðismál Alþingi Tengdar fréttir Stuðningur við langtímakjarasamninga Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi. 8. maí 2024 11:31 Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. 5. apríl 2024 08:46 Dökk ský á leigumarkaði Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn. 8. mars 2024 10:15 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Stuðningur við langtímakjarasamninga Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi. 8. maí 2024 11:31
Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. 5. apríl 2024 08:46
Dökk ský á leigumarkaði Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn. 8. mars 2024 10:15