„Menn eru gríðarlega súrir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. maí 2024 22:06 Rúnar Kristinsson var nokkuð brattur þrátt fyrir vonbrigði kvöldsins. vísir / anton brink Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur eftir 1-1 jafntefli liðs hans Fram við ÍA í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Það er þrátt fyrir að Fram hafi komist yfir og fengið upplagt tækifæri til að skora undir lokin. „Við vorum mjög nálægt eftir þennan algjöra deddara á síðustu sekúndu. En þetta var jafn leikur og ég held að jafntefli hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann vill ekki kenna Viktori Bjarka Daðasyni um, sem fékk gullið tækifæri til að skora í lokin. Aðeins sé um að ræða eitt af fjölmörgum færum sem Fram fékk í leiknum. „Menn eru gríðarlega súrir að við höfum ekki náð þessu en við áttum nokkur önnur færi í seinni hálfleik sem við hefðum getað gert betur í svo það er ekki við neinn að sakast.“ Rúnar tekur þá helst til það jákvæða út úr leiknum. „Það er fyrir öllu fyrir okkur líka að vera ekki að tapa. Við erum að safna stigum og höfum bætt okkur sem lið. Við getum ekki gert kröfu á að vinna alla leiki.“ Fram komst yfir á 65. mínútu með marki Guðmundar Magnússonar en ÍA jafnaði um tíu mínútum síðar. Skagamenn höfðu þá nánast ekkert ógnað eftir mark Fram og kom markið gott sem upp úr engu. Stórkostleg fyrirgjöf Guðfinns Þórs Leóssonar fann þá Viktor Jónsson á teignum sem kom boltanum í netið. Aðspurður hvort einbeitingarskorti hafi verið um að kenna segir Rúnar: „Nei, alls ekki. Mínir menn gerðu í raun allt rétt, við vorum að reyna að loka á fyrirgjöf Skagamanna, við erum að loka réttu megin. Boltinn fór utar í teiginn en þeir ná að lauma sér á bakvið okkur. Það var einn með markanef sem tróð sér á fjær. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir öll mörk,“ „Það er ennþá maí og skítkalt. Sumarið á eftir að koma almennilega og við þurfum að halda áfram að einbeita okkur á því að fá fleiri stig. Við getum byggt ofan á fullt af hlutum en líka bætt ýmislegt,“ segir Rúnar. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira
„Við vorum mjög nálægt eftir þennan algjöra deddara á síðustu sekúndu. En þetta var jafn leikur og ég held að jafntefli hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann vill ekki kenna Viktori Bjarka Daðasyni um, sem fékk gullið tækifæri til að skora í lokin. Aðeins sé um að ræða eitt af fjölmörgum færum sem Fram fékk í leiknum. „Menn eru gríðarlega súrir að við höfum ekki náð þessu en við áttum nokkur önnur færi í seinni hálfleik sem við hefðum getað gert betur í svo það er ekki við neinn að sakast.“ Rúnar tekur þá helst til það jákvæða út úr leiknum. „Það er fyrir öllu fyrir okkur líka að vera ekki að tapa. Við erum að safna stigum og höfum bætt okkur sem lið. Við getum ekki gert kröfu á að vinna alla leiki.“ Fram komst yfir á 65. mínútu með marki Guðmundar Magnússonar en ÍA jafnaði um tíu mínútum síðar. Skagamenn höfðu þá nánast ekkert ógnað eftir mark Fram og kom markið gott sem upp úr engu. Stórkostleg fyrirgjöf Guðfinns Þórs Leóssonar fann þá Viktor Jónsson á teignum sem kom boltanum í netið. Aðspurður hvort einbeitingarskorti hafi verið um að kenna segir Rúnar: „Nei, alls ekki. Mínir menn gerðu í raun allt rétt, við vorum að reyna að loka á fyrirgjöf Skagamanna, við erum að loka réttu megin. Boltinn fór utar í teiginn en þeir ná að lauma sér á bakvið okkur. Það var einn með markanef sem tróð sér á fjær. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir öll mörk,“ „Það er ennþá maí og skítkalt. Sumarið á eftir að koma almennilega og við þurfum að halda áfram að einbeita okkur á því að fá fleiri stig. Við getum byggt ofan á fullt af hlutum en líka bætt ýmislegt,“ segir Rúnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira