Sport

Dag­skráin í dag: Kefla­vík getur orðið Ís­lands­meistari

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elisa Pinzan og Daniela Wallen eru atvinnumennirnir í Keflavíkurliðinu.
Elisa Pinzan og Daniela Wallen eru atvinnumennirnir í Keflavíkurliðinu. Vísir/Hulda Margrét

Með sigri á Njarðvík síðar í dag verður Keflavík Íslandsmeistari kvenna í körfubolta. Bayer Leverkusen mætir Atalanta í úrslitum Evrópudeildar karla í fótbolta en Leverkusen hefur til þessa farið taplaust í gegnum tímabilið.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.30 mætast Keflavík og Njarðvík í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Keflavík er 2-0 yfir í einvíginu og getur klárað dæmið í kvöld. Að leik loknum er Körfuboltakvöld á dagskrá og þar verður leikurinn gerður upp.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.30 hefst upphitun fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Klukkan 18.50 færum við okkur svo á Aviva-völlinn í Dublin þar sem Atalanta og Leverkusen mætast. Klukkan 21.00 verður leikurinn svo gerður upp.

Klukkan 00.30 er leikur Minnesota Timberwolves og Dallas Mavericks í úrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta á dagskrá. Um er að ræða fyrsta leik seríunnar.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 18.20 er viðureign Murcia og Valencia í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 12.00 er Premier Padel á dagskrá. Klukkan 23.55 er Heimsmótaröðin í strandblaki á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×