Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2024 19:11 Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti meðfylgjandi mynd af æfingum rússneskra hermanna með eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn í dag. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins í dag segir að fyrsta stig kjarnorkuvopnaæfinganna snúist um notkun Iskander eldflaugar Rússa, sem eru skammdrægar skotflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Hermenn æfa sig í því að koma kjarnorkuoddum fyrir á þessum skotflaugum og flytja þær á skotstaði. Þá munu sveitir flughers Rússlands eiga í sambærilegum æfingum með Kinzhal eldflaugar, sem eru ofurhljóðfráar skotflaugar sem skotið er af stað með orrustuþotum. Ítrekað er í tilkynningunni að æfingarnar séu til komnar, að hluta til, vegna „ögrandi“ ummæla og hótana ráðamanna á Vesturlöndum. Þar er vísað til ummæla frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, frá því fyrr í mánuðinum. Þá sagði Macron að ekki mætti útiloka að senda hermenn til Úkraínu og Cameron sagði Úkraínumenn hafa leyfi til að nota bresk vopn til árása í Rússlandi. Í kjölfar þeirra ummæla tilkynntu ráðamenn í Rússlandi að fara ætti í æfingar með taktísk kjarnorkuvopn ríkisisins. Rússar halda reglulega æfingar með kjarnorkuvopn sín, eins og önnur ríki sem eiga slík vopn gera. Þegar Rússar lýstu því yfir fyrr í mánuðinum að haldnar yrðu æfingar með taktísk kjarnorkuvopn, var það í fyrsta sinn sem það var tilkynnt með opinberum hætti. „Taktísk“ kjarnorkuvopn eru smærri kjarnorkuvopn en þau hefðbundnu og voru hönnuð á tímum Kalda stríðsins. Þar sem hefðbundnum kjarnorkuvopnum er ætlað að granda borgum, iðnaðarsvæðum og öðrum sambærilegum skotmörkum, var taktískum vopnum ætlað að brjóta leiðir í gegnum varnarlínur Atlantshafsbandalagsins. Hægt er að varpa þeim úr lofti, skjóta með eldflaugum eða með stórskotaliðsvopnum. Sjá einnig: „Vopnin eru til þess að nota þau“ Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa ráðamenn þar ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Hótunum þessum hefur að miklu leyti verið ætlað að draga úr vilja Vesturlanda til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Nota vexti af frystum eigum til hergagnakaupa Opinberað var í dag að leiðtogar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um að nota vexti frá eignum Seðlabanka Rússlands, sem frystar hafa verið í Evrópu, til að greiða fyrir hergagnakaup handa Úkraínumönnum eða hjálpa þeim með öðrum hætti. Um þrjú hundruð milljarðar dala af eigum Rússa voru frystar af leiðtogum G7 ríkjanna svokölluðu skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu í byrjun árs 2022. Síðan þá hefur verið deilt um hvort og þá hvernig nota eigi þá fjármuni til að aðstoða Úkraínumenn. Samkvæmt Reuters náðist samkomulagið fyrr í þessum mánuði en á eftir að samþykkja það með formlegum hætti. Samkomulagið felur í sér að níutíu prósent af vöxtunum fari í sjóð á vegum ESB sem notaður er til hergagnakaupa og að tíu prósent muni fara í að aðstoða Úkraínumenn á annan hátt. Áætlað er að um sé að ræða allt að tuttugu milljarða evra til ársins 2027. Það samsvarar rúmum þremur billjónum króna. Ráðamenn í Kreml hafa ítrekað varað við hörðum viðbrögðum við aðgerðum sem þessum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46 Aldraður eðlisfræðingur sendur í gúlagið fyrir landráð Rússneskur dómstóll dæmdi eðlisfræðing á áttræðisaldri í fjórtán ára í fanganýlendu fyrir landráð. Vísindamaðurinn er sagður hafa unnið að rannsóknum sem tengdust þróun hljóðfrárra flugskeyta. 21. maí 2024 10:57 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins í dag segir að fyrsta stig kjarnorkuvopnaæfinganna snúist um notkun Iskander eldflaugar Rússa, sem eru skammdrægar skotflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Hermenn æfa sig í því að koma kjarnorkuoddum fyrir á þessum skotflaugum og flytja þær á skotstaði. Þá munu sveitir flughers Rússlands eiga í sambærilegum æfingum með Kinzhal eldflaugar, sem eru ofurhljóðfráar skotflaugar sem skotið er af stað með orrustuþotum. Ítrekað er í tilkynningunni að æfingarnar séu til komnar, að hluta til, vegna „ögrandi“ ummæla og hótana ráðamanna á Vesturlöndum. Þar er vísað til ummæla frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, frá því fyrr í mánuðinum. Þá sagði Macron að ekki mætti útiloka að senda hermenn til Úkraínu og Cameron sagði Úkraínumenn hafa leyfi til að nota bresk vopn til árása í Rússlandi. Í kjölfar þeirra ummæla tilkynntu ráðamenn í Rússlandi að fara ætti í æfingar með taktísk kjarnorkuvopn ríkisisins. Rússar halda reglulega æfingar með kjarnorkuvopn sín, eins og önnur ríki sem eiga slík vopn gera. Þegar Rússar lýstu því yfir fyrr í mánuðinum að haldnar yrðu æfingar með taktísk kjarnorkuvopn, var það í fyrsta sinn sem það var tilkynnt með opinberum hætti. „Taktísk“ kjarnorkuvopn eru smærri kjarnorkuvopn en þau hefðbundnu og voru hönnuð á tímum Kalda stríðsins. Þar sem hefðbundnum kjarnorkuvopnum er ætlað að granda borgum, iðnaðarsvæðum og öðrum sambærilegum skotmörkum, var taktískum vopnum ætlað að brjóta leiðir í gegnum varnarlínur Atlantshafsbandalagsins. Hægt er að varpa þeim úr lofti, skjóta með eldflaugum eða með stórskotaliðsvopnum. Sjá einnig: „Vopnin eru til þess að nota þau“ Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa ráðamenn þar ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Hótunum þessum hefur að miklu leyti verið ætlað að draga úr vilja Vesturlanda til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Nota vexti af frystum eigum til hergagnakaupa Opinberað var í dag að leiðtogar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um að nota vexti frá eignum Seðlabanka Rússlands, sem frystar hafa verið í Evrópu, til að greiða fyrir hergagnakaup handa Úkraínumönnum eða hjálpa þeim með öðrum hætti. Um þrjú hundruð milljarðar dala af eigum Rússa voru frystar af leiðtogum G7 ríkjanna svokölluðu skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu í byrjun árs 2022. Síðan þá hefur verið deilt um hvort og þá hvernig nota eigi þá fjármuni til að aðstoða Úkraínumenn. Samkvæmt Reuters náðist samkomulagið fyrr í þessum mánuði en á eftir að samþykkja það með formlegum hætti. Samkomulagið felur í sér að níutíu prósent af vöxtunum fari í sjóð á vegum ESB sem notaður er til hergagnakaupa og að tíu prósent muni fara í að aðstoða Úkraínumenn á annan hátt. Áætlað er að um sé að ræða allt að tuttugu milljarða evra til ársins 2027. Það samsvarar rúmum þremur billjónum króna. Ráðamenn í Kreml hafa ítrekað varað við hörðum viðbrögðum við aðgerðum sem þessum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46 Aldraður eðlisfræðingur sendur í gúlagið fyrir landráð Rússneskur dómstóll dæmdi eðlisfræðing á áttræðisaldri í fjórtán ára í fanganýlendu fyrir landráð. Vísindamaðurinn er sagður hafa unnið að rannsóknum sem tengdust þróun hljóðfrárra flugskeyta. 21. maí 2024 10:57 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46
Aldraður eðlisfræðingur sendur í gúlagið fyrir landráð Rússneskur dómstóll dæmdi eðlisfræðing á áttræðisaldri í fjórtán ára í fanganýlendu fyrir landráð. Vísindamaðurinn er sagður hafa unnið að rannsóknum sem tengdust þróun hljóðfrárra flugskeyta. 21. maí 2024 10:57
Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00