Kjósendur eiga miserfitt með að ákveða sig Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2024 19:31 Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir að ef til vill eigi kjósendur erfiðara með að ákveða sig nú vegna fjölda frambjóðenda en árið 2020 þegar aðeins voru tveir í framboði. Stöð 2/Einar Kjósendur sem kusu utan kjörfundar í Reykjavík í dag áttu miserfitt með að ákveða sig. Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert dræmari nú en í síðustu forsetakosningum enda mun fleiri frambjóðendur í boði. Í dag er sautjándi dagurinn sem fólk hefur getað kosið utan kjörfundar. Frambjóðendur í forsetakosningum hafa aldrei verið fleiri eða tólf og kannanir sýna að fylgið er á töluverðri hreyfingu. Frá 3. maí hefur Halla Hrund Logadóttir notið mesta fylgis í fimm könnunum af níu hjá Maskínu, Gallup og Prósenti. Hún og Katrín Jakobsdóttir voru síðan jafnar með 25 prósent hjá Gallup hinn 10. maí. Í síðustu þremur könnunum þessara fyrirtækja hefur Katrín aftur á móti vinninginn og það í fyrsta skipti í könnun Prósents sem birt var á mbl í gær. Baldur Þórhallsson hefur verið í þriðja sæti í öllum þessum níu könnunum en í undanförnum þremur könnunum hefur Halla Tómasdóttir mælst með meira fylgi en Jón Gnarr. Oftast er ekki marktækur munur á efstu þremur frambjóðendum og á frambjóðendum í þriðja og fjórða sæti. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu reiknar með að um fimmtíu þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar að þessu sinni.Stöð 2/Einar Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir utan kjörfundar atkvæðagreiðsluna hafa gengið vel. Frá og með deginum í dag verði opið lengur í Holtagörðum 1 eða frá klukkan tíu að morgni til tíu að kveldi. „Það sem af er þá eru hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu 4.861 búnir að kjósa. Á landinu öllu og í sendiráðum rúmlega 7.600,” segir Sigríður. Þetta væri töluvert dræmari kjörsókn en á sama tíma í forsetakosningunum 2020 en þá höfðu um 11.100 kosið eftir að utan kjörfundur hafði verið opinn í sautján daga. Hugsanlega ættu kjósendur erfiðara með að ákveða sig nú með tólf frambjóðendur í stað tveggja fyrir fjórum árum og annar þeirra sitjandi forseti. „Og núna er kjördagurinn 1. júní en hann var 27. júní árið 2020. Þannig að það eru örugglega færri komnir í sumarfrí. Margir sem koma þá á kjördag og kjósa,“ segir sýslumaðurinn. Á þessari mynd sést á grænu línunni hvernig fylgi Höllu Hrundar Logadóttur hefur breyst frá könnun Maskínu hinn 3. maí. Fylgi Katrínar Jakobsdóttur sést á bláu línunni, Baldur Þórhallssonar á gulu línunni, Jóns Gnarr á brúnu línunni, Höllu Tómasdóttur á fjólublau línunni og Arnars Þórs Jónssonar á neðstu línunni.Grafík/Hjalti Margrét Eir Gunnarsdóttir var ein af þeim sem kaus í dag. „Ég fylgdist vel með kappræðunum. Þá fannst mér alveg koma í ljós hvað ég ætlaði að velja.” Fyrir þann tíma, voru nokkrir möguleikar? „Já, klárlega." Ertu vongóð um að þinn frambjóðandi hafi betur? „Það er aldrei að vita,“ segir Margrét Eir sem verður ekki á landinu á kjördag eins og margir. En sýslumaður reiknar með að um fimmtíu þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar. Knútur Hafsteinsson var nýbúinn að ákveða sig þegar hann kaus í dag. Búinn að vera ákveðinn lengi um hvern þú ætlaðir að kjósa? „Nei, það var gert inn í klefanum.“ Þú ákvaðst þig bara í klefanum? „Kannski í gærkvöldi þegar ég sá kynninguna klukkan tíu í Ríkissjónvarpinu,“ segir Knútur. Fleiri en einn frambjóðandi hafi komið til greina. Ragnhildur Ísleifsdóttir sagðist gjarnan hafa vilja lengri tíma til að velja sinn frambjóðenda. Valið hafi ekki verið einfalt. „Já, það var svolítið erfitt. Það voru svona þrjár manneskjur í topp þremur. Ég er búin að horfa, hlusta og lesa. Þannig að ég reyndi bara að fylgja minni sannfæringu,” segir Ragnhildur. Sjónvarpsmaðurinn gamalkunni Ingvi Hrafn Jónsson var einnig mættur til að kjósa með Ragnheiði eiginkonu sinni í dag. „Ég var dálítið hugsi en þetta var ekki erfitt. Þannig að ég er sannfærður um að minn frambjóðandi mun skipta um heimilisfang, hvað í ágústbyrjun?” sagði Ingvi Hrafn. En ný forseti verður settur í embætti hinn 1. ágúst. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Stefnir í spennandi og sögulegar forsetakosningar Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir fylgi forsetaframbjóðenda að öllum líkindum verða á hreyfingu allt fram á kjördag og því útlit fyrir spennandi kosningar. Fylgi þriggja efstu frambjóðenda væri mjög jafnt og líklegt að forseti verði í fyrsta skipti kjörinn með innan við fjórðungi atkvæða. 21. maí 2024 11:40 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Í dag er sautjándi dagurinn sem fólk hefur getað kosið utan kjörfundar. Frambjóðendur í forsetakosningum hafa aldrei verið fleiri eða tólf og kannanir sýna að fylgið er á töluverðri hreyfingu. Frá 3. maí hefur Halla Hrund Logadóttir notið mesta fylgis í fimm könnunum af níu hjá Maskínu, Gallup og Prósenti. Hún og Katrín Jakobsdóttir voru síðan jafnar með 25 prósent hjá Gallup hinn 10. maí. Í síðustu þremur könnunum þessara fyrirtækja hefur Katrín aftur á móti vinninginn og það í fyrsta skipti í könnun Prósents sem birt var á mbl í gær. Baldur Þórhallsson hefur verið í þriðja sæti í öllum þessum níu könnunum en í undanförnum þremur könnunum hefur Halla Tómasdóttir mælst með meira fylgi en Jón Gnarr. Oftast er ekki marktækur munur á efstu þremur frambjóðendum og á frambjóðendum í þriðja og fjórða sæti. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu reiknar með að um fimmtíu þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar að þessu sinni.Stöð 2/Einar Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir utan kjörfundar atkvæðagreiðsluna hafa gengið vel. Frá og með deginum í dag verði opið lengur í Holtagörðum 1 eða frá klukkan tíu að morgni til tíu að kveldi. „Það sem af er þá eru hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu 4.861 búnir að kjósa. Á landinu öllu og í sendiráðum rúmlega 7.600,” segir Sigríður. Þetta væri töluvert dræmari kjörsókn en á sama tíma í forsetakosningunum 2020 en þá höfðu um 11.100 kosið eftir að utan kjörfundur hafði verið opinn í sautján daga. Hugsanlega ættu kjósendur erfiðara með að ákveða sig nú með tólf frambjóðendur í stað tveggja fyrir fjórum árum og annar þeirra sitjandi forseti. „Og núna er kjördagurinn 1. júní en hann var 27. júní árið 2020. Þannig að það eru örugglega færri komnir í sumarfrí. Margir sem koma þá á kjördag og kjósa,“ segir sýslumaðurinn. Á þessari mynd sést á grænu línunni hvernig fylgi Höllu Hrundar Logadóttur hefur breyst frá könnun Maskínu hinn 3. maí. Fylgi Katrínar Jakobsdóttur sést á bláu línunni, Baldur Þórhallssonar á gulu línunni, Jóns Gnarr á brúnu línunni, Höllu Tómasdóttur á fjólublau línunni og Arnars Þórs Jónssonar á neðstu línunni.Grafík/Hjalti Margrét Eir Gunnarsdóttir var ein af þeim sem kaus í dag. „Ég fylgdist vel með kappræðunum. Þá fannst mér alveg koma í ljós hvað ég ætlaði að velja.” Fyrir þann tíma, voru nokkrir möguleikar? „Já, klárlega." Ertu vongóð um að þinn frambjóðandi hafi betur? „Það er aldrei að vita,“ segir Margrét Eir sem verður ekki á landinu á kjördag eins og margir. En sýslumaður reiknar með að um fimmtíu þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar. Knútur Hafsteinsson var nýbúinn að ákveða sig þegar hann kaus í dag. Búinn að vera ákveðinn lengi um hvern þú ætlaðir að kjósa? „Nei, það var gert inn í klefanum.“ Þú ákvaðst þig bara í klefanum? „Kannski í gærkvöldi þegar ég sá kynninguna klukkan tíu í Ríkissjónvarpinu,“ segir Knútur. Fleiri en einn frambjóðandi hafi komið til greina. Ragnhildur Ísleifsdóttir sagðist gjarnan hafa vilja lengri tíma til að velja sinn frambjóðenda. Valið hafi ekki verið einfalt. „Já, það var svolítið erfitt. Það voru svona þrjár manneskjur í topp þremur. Ég er búin að horfa, hlusta og lesa. Þannig að ég reyndi bara að fylgja minni sannfæringu,” segir Ragnhildur. Sjónvarpsmaðurinn gamalkunni Ingvi Hrafn Jónsson var einnig mættur til að kjósa með Ragnheiði eiginkonu sinni í dag. „Ég var dálítið hugsi en þetta var ekki erfitt. Þannig að ég er sannfærður um að minn frambjóðandi mun skipta um heimilisfang, hvað í ágústbyrjun?” sagði Ingvi Hrafn. En ný forseti verður settur í embætti hinn 1. ágúst.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Stefnir í spennandi og sögulegar forsetakosningar Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir fylgi forsetaframbjóðenda að öllum líkindum verða á hreyfingu allt fram á kjördag og því útlit fyrir spennandi kosningar. Fylgi þriggja efstu frambjóðenda væri mjög jafnt og líklegt að forseti verði í fyrsta skipti kjörinn með innan við fjórðungi atkvæða. 21. maí 2024 11:40 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Stefnir í spennandi og sögulegar forsetakosningar Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir fylgi forsetaframbjóðenda að öllum líkindum verða á hreyfingu allt fram á kjördag og því útlit fyrir spennandi kosningar. Fylgi þriggja efstu frambjóðenda væri mjög jafnt og líklegt að forseti verði í fyrsta skipti kjörinn með innan við fjórðungi atkvæða. 21. maí 2024 11:40