Eignast Securitas að fullu Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2024 14:43 Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir er stjórnarformaður Vara eignarhaldsfélags og forstjóri Stekks fjárfestingarfélags. Aðsend Framtakssjóðurinn Edda og Vari eignarhaldsfélag hafa undirritað kaupsamning um kaup Vara á 40 prósenta hlut í Securitas. Eftir að viðskiptin eru frágengin mun Vari eiga Securitas að fullu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stekk fjárfestingafélagi, en Vari verður í 95 prósenta eigu Stekks, sem hefur verið hluthafi í Securitas til fjórtán ára. Stekkur er alfarið í eigu Kristins Aðalsteinssonar. Í tilkynningunni kemur fram að kaupsamningurinn sé með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Haft er eftir Guðlaugu Kristbjörgu Kristinsdóttur, stjórnarformanni Vara eignarhaldsfélags og forstjóra Stekks, að hún vilji þakka Margit Robertet og Kviku eignastýringu, rekstraraðila Eddu, innilega fyrir samstarfið undanfarin síðasta áratuginn. „Framtakssjóðurinn hefur verið góður samstarfsaðili í þessu verkefni. Viðskiptin nú marka stór tímamót hjá Stekk og erum við ótrúlega spennt að halda áfram að uppbyggingu Securitas og efla þjónustu til okkar viðskiptavina. Ég hef setið í stjórn félagins í 14 ár og er virkilega spennt fyrir komandi tímum.“ Fram kemur að Stekkur sé fjölskyldueignarhaldsfélag sem ætli sér að fjárfesta áfram í íslensku viðskiptalífi. „Fá fyrirtæki eru jafn góður fjárfestingarkostur og Securitas og sjáum við því fram á að halda áfram sem hluthafar til lengri tíma. Þegar langtímahugsjónir ráða för í fyrirtæki er aðaláhersla á að reka félagið vel og að hlúa að mikilvægum viðskiptasamböndum og fjárfesta til framtíðar.“ Þá er haft eftir Margit Robertet, framkvæmdastjóra Eddu og sem hefur verið fulltrúi sjóðsins í stjórn Securitas frá árinu 2016, að eftir langt og farsælt samstarf með Stekk um fjárfestinguna í Securitas hafi Edda samþykkt tilboð Stekks um kaup á 40 prósenta hlut sjóðsins í félaginu. „Það er með nokkrum trega sem við hverfum á braut enda Securitas gríðarlega flott félag með ýmis áhugaverð tækifæri til frekari vaxtar en yfir fjárfestingartímabilið hefur félagið tvöfaldað tekjur sínar og þrefaldað rekstrarhagnað fyrir afskriftir og skatta. Fyrir hönd Eddu þá vil ég þakka Guðlaugu Kristinsdóttur og Stekk fyrir gott samstarf og óska þeim alls hins besta á þessum tímamótum.“ Edda slhf. er 5 milljarða framtakssjóður í rekstri Kviku eignastýringar sem stofnaður var 2013. Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stekk fjárfestingafélagi, en Vari verður í 95 prósenta eigu Stekks, sem hefur verið hluthafi í Securitas til fjórtán ára. Stekkur er alfarið í eigu Kristins Aðalsteinssonar. Í tilkynningunni kemur fram að kaupsamningurinn sé með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Haft er eftir Guðlaugu Kristbjörgu Kristinsdóttur, stjórnarformanni Vara eignarhaldsfélags og forstjóra Stekks, að hún vilji þakka Margit Robertet og Kviku eignastýringu, rekstraraðila Eddu, innilega fyrir samstarfið undanfarin síðasta áratuginn. „Framtakssjóðurinn hefur verið góður samstarfsaðili í þessu verkefni. Viðskiptin nú marka stór tímamót hjá Stekk og erum við ótrúlega spennt að halda áfram að uppbyggingu Securitas og efla þjónustu til okkar viðskiptavina. Ég hef setið í stjórn félagins í 14 ár og er virkilega spennt fyrir komandi tímum.“ Fram kemur að Stekkur sé fjölskyldueignarhaldsfélag sem ætli sér að fjárfesta áfram í íslensku viðskiptalífi. „Fá fyrirtæki eru jafn góður fjárfestingarkostur og Securitas og sjáum við því fram á að halda áfram sem hluthafar til lengri tíma. Þegar langtímahugsjónir ráða för í fyrirtæki er aðaláhersla á að reka félagið vel og að hlúa að mikilvægum viðskiptasamböndum og fjárfesta til framtíðar.“ Þá er haft eftir Margit Robertet, framkvæmdastjóra Eddu og sem hefur verið fulltrúi sjóðsins í stjórn Securitas frá árinu 2016, að eftir langt og farsælt samstarf með Stekk um fjárfestinguna í Securitas hafi Edda samþykkt tilboð Stekks um kaup á 40 prósenta hlut sjóðsins í félaginu. „Það er með nokkrum trega sem við hverfum á braut enda Securitas gríðarlega flott félag með ýmis áhugaverð tækifæri til frekari vaxtar en yfir fjárfestingartímabilið hefur félagið tvöfaldað tekjur sínar og þrefaldað rekstrarhagnað fyrir afskriftir og skatta. Fyrir hönd Eddu þá vil ég þakka Guðlaugu Kristinsdóttur og Stekk fyrir gott samstarf og óska þeim alls hins besta á þessum tímamótum.“ Edda slhf. er 5 milljarða framtakssjóður í rekstri Kviku eignastýringar sem stofnaður var 2013.
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira