Skautadrottningin Katrín Jakobsdóttir Einar Steingrímsson skrifar 21. maí 2024 11:01 Það er algeng skoðun (sem ég deili ekki, enda er hún fáránleg tálsýn) að forseti Íslands eigi að vera „sameiningartákn þjóðarinnar“, þjóðar sem er klofin í tvennt á ýmsan hátt, þar sem sorglegasti klofningurinn, og skammarlegasti fyrir jafn ríkt samfélag og Ísland, er munurinn milli þeirra sem minnstar tekjur hafa og flestra hinna. Fólksins sem vinnur mörg mikilvægustu störfin í samfélaginu, fær skítalaun fyrir og þarf að berjast á "frjálsum" leigumarkaði þar sem leiga fyrir pínulitla íbúð kostar yfir 70% af nettólaunum hinna lægstlaunuðu. Þessi skammarlegi klofningur þjóðarinnar — í þau sem hafa það nokkuð gott eða mjög fínt og hin sem strita myrkranna á milli til að búa til þetta góða samfélag fyrir okkur hin — er eitt af því sem flokka mætti sem skautun, því þetta skiptir þjóðinni í tvo ólíka hópa, sem búa við gerólík kjör. Það er samt annars konar klofningur sem er mest áberandi í umræðunni um skautun, nefnilega tvískipting í áberandi hópa sem takast harkalega á í deilumálum sem eru ofarlega á baugi í samfélaginu. Og það er væntanlega það sem Katrín Jakobsdóttir á við þegar hún talar um að hún vilji, sem forseti, vinna gegn skautun: "Það eru tímar mikilla breytinga og við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum sem geta reynt á samheldni okkar. Í þessum aðstæðum er hlutverk forseta að byggja brýr á milli ólíkra skoðana og vinna gegn skautun til að verja þau grunngildi sem við byggjum íslenskt samfélag á; lýðræði, mannréttindi og réttarríkið." Katrín vill auðvitað ekki tala um efnahagslegu skautunina sem minnst er á hér í upphafi, enda ber hún augljóslega mikla ábyrgð á henni, hafandi verið forsætisráðherra í meira en sex og hálft ár, á tíma þegar efnahagur landsins stóð í miklum blóma (þrátt fyrir tímabil faraldursins), tíma þegar þjóðartekjur voru svo gríðarlegar að tækifærið hefði verið frábært til að bæta hag hinna lægstlaunuðu, sem flokkur Katrínar hefur alla tíð þóst berjast fyrir. Í staðinn hefur hagur þeirra farið síversnandi, vegna mikillar verðbólgu og þess sturlaða leiguverðs sem efnahagslegur uppgangur hefur haft í för með sér. En það er ekki síður kaldhæðnislegt, svo maður segi ekki sóðalegt, af Katrínu, að tala um sjálfa sig sem komandi "afskautara" hinna hatrömmu afla sem takast á í samfélagsumræðunni. Í fyrsta lagi byggist sú skautun ekki síst á því að Katrín hefur blygðunarlaust leitt til valda fulltrúa þeirra auðvaldsafla sem eru eigendur Sjálfstæðisflokksins, gegn hagsmunum yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Þar er ekki bara um að ræða beina efnahagslega hagsmuni, heldur líka að verja ofurvald sömu afla á öllu ríkisvaldinu, meðal annars með því að koma í veg fyrir þær breytingar á stjórnarskránni sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hefur viljað fá í áratugi. Í öðru lagi er ljóst að það er Katrín, og engin önnur manneskja, sem hefur skautað kosningabaráttuna um forsetaembættið. Fylgi Katrínar hefur verið mjög stöðugt í margar vikur, á meðan fylgi annarra frambjóðenda hefur sveiflast talsvert. Það sem er hins vegar mest sláandi við þær kannanir sem gerðar hafa verið er að þegar spurt er hvaða frambjóðanda kjósendur vilji helst ef fyrsta val þeirra nær ekki kjöri, þá er Katrín alltaf neðarlega á blaði. Ef kjósendur fengju að raða frambjóðendum, og sá yrði kjörinn sem meirihluti vildi frekar en nokkurt hinna, þá er ljóst að Katrín ætti engan séns. Af því Katrín "skautar" kjósendur, skiptir þeim í tvo hópa, þann minnihluta sem vill Katrínu, og þann meirihluta sem vill umfram allt ekki Katrínu, óháð því hvaða frambjóðanda viðkomandi vilja helst sjá sem forseta. Ef Katrín vill í raun og veru vinna gegn skautun í íslensku samfélagi þá myndi hún best gera það með því að draga framboð sitt tilbaka, og draga sig í hlé. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er algeng skoðun (sem ég deili ekki, enda er hún fáránleg tálsýn) að forseti Íslands eigi að vera „sameiningartákn þjóðarinnar“, þjóðar sem er klofin í tvennt á ýmsan hátt, þar sem sorglegasti klofningurinn, og skammarlegasti fyrir jafn ríkt samfélag og Ísland, er munurinn milli þeirra sem minnstar tekjur hafa og flestra hinna. Fólksins sem vinnur mörg mikilvægustu störfin í samfélaginu, fær skítalaun fyrir og þarf að berjast á "frjálsum" leigumarkaði þar sem leiga fyrir pínulitla íbúð kostar yfir 70% af nettólaunum hinna lægstlaunuðu. Þessi skammarlegi klofningur þjóðarinnar — í þau sem hafa það nokkuð gott eða mjög fínt og hin sem strita myrkranna á milli til að búa til þetta góða samfélag fyrir okkur hin — er eitt af því sem flokka mætti sem skautun, því þetta skiptir þjóðinni í tvo ólíka hópa, sem búa við gerólík kjör. Það er samt annars konar klofningur sem er mest áberandi í umræðunni um skautun, nefnilega tvískipting í áberandi hópa sem takast harkalega á í deilumálum sem eru ofarlega á baugi í samfélaginu. Og það er væntanlega það sem Katrín Jakobsdóttir á við þegar hún talar um að hún vilji, sem forseti, vinna gegn skautun: "Það eru tímar mikilla breytinga og við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum sem geta reynt á samheldni okkar. Í þessum aðstæðum er hlutverk forseta að byggja brýr á milli ólíkra skoðana og vinna gegn skautun til að verja þau grunngildi sem við byggjum íslenskt samfélag á; lýðræði, mannréttindi og réttarríkið." Katrín vill auðvitað ekki tala um efnahagslegu skautunina sem minnst er á hér í upphafi, enda ber hún augljóslega mikla ábyrgð á henni, hafandi verið forsætisráðherra í meira en sex og hálft ár, á tíma þegar efnahagur landsins stóð í miklum blóma (þrátt fyrir tímabil faraldursins), tíma þegar þjóðartekjur voru svo gríðarlegar að tækifærið hefði verið frábært til að bæta hag hinna lægstlaunuðu, sem flokkur Katrínar hefur alla tíð þóst berjast fyrir. Í staðinn hefur hagur þeirra farið síversnandi, vegna mikillar verðbólgu og þess sturlaða leiguverðs sem efnahagslegur uppgangur hefur haft í för með sér. En það er ekki síður kaldhæðnislegt, svo maður segi ekki sóðalegt, af Katrínu, að tala um sjálfa sig sem komandi "afskautara" hinna hatrömmu afla sem takast á í samfélagsumræðunni. Í fyrsta lagi byggist sú skautun ekki síst á því að Katrín hefur blygðunarlaust leitt til valda fulltrúa þeirra auðvaldsafla sem eru eigendur Sjálfstæðisflokksins, gegn hagsmunum yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Þar er ekki bara um að ræða beina efnahagslega hagsmuni, heldur líka að verja ofurvald sömu afla á öllu ríkisvaldinu, meðal annars með því að koma í veg fyrir þær breytingar á stjórnarskránni sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hefur viljað fá í áratugi. Í öðru lagi er ljóst að það er Katrín, og engin önnur manneskja, sem hefur skautað kosningabaráttuna um forsetaembættið. Fylgi Katrínar hefur verið mjög stöðugt í margar vikur, á meðan fylgi annarra frambjóðenda hefur sveiflast talsvert. Það sem er hins vegar mest sláandi við þær kannanir sem gerðar hafa verið er að þegar spurt er hvaða frambjóðanda kjósendur vilji helst ef fyrsta val þeirra nær ekki kjöri, þá er Katrín alltaf neðarlega á blaði. Ef kjósendur fengju að raða frambjóðendum, og sá yrði kjörinn sem meirihluti vildi frekar en nokkurt hinna, þá er ljóst að Katrín ætti engan séns. Af því Katrín "skautar" kjósendur, skiptir þeim í tvo hópa, þann minnihluta sem vill Katrínu, og þann meirihluta sem vill umfram allt ekki Katrínu, óháð því hvaða frambjóðanda viðkomandi vilja helst sjá sem forseta. Ef Katrín vill í raun og veru vinna gegn skautun í íslensku samfélagi þá myndi hún best gera það með því að draga framboð sitt tilbaka, og draga sig í hlé. Höfundur er ekkert sérstakt.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun