Halla Hrund - ein af okkur Hjálmar Gíslason skrifar 20. maí 2024 14:30 Fyrir nokkrum árum var ég svo heppinn að kynnast Höllu Hrund Logadóttur. Við tilheyrðum þá bæði litlum hópi aðfluttra Íslendinga í Boston í Bandaríkjunum. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari hennar var það sem svo margir landsmenn hafa fengið að kynnast undanfarnar vikur í samkomuhúsum og félagsheimilum, á vinnustöðum og elliheimilum, í fjallgöngum, reiðtúrum og öðrum samkomum: Þessi smitandi gleði, jákvæðni, greind og einlægni sem Halla Hrund geislar frá sér hvar sem hún kemur. Síðan hef ég fylgst með henni þar sem hún hefur tekið að sér hvert verkefnið á fætur öðru: frá því að setja á fót stofnun við Harvardháskóla yfir í að leiða umdeildan málaflokk á Íslandi af röggsemi en auðmýkt; stofna til alþjóðlegs jafnréttisátaks og leiða umfjöllun um snjalltækjanotkun og fjölskyldusamveru á Íslandi; sinna smalamennsku og vera dóttur sinni innan handar í að æfa og leika aðalhlutverkið í risastórri leiksýningu. Allt þetta - stundum í einu - og samt tími fyrir fjölskyldu og vini, gaman, alvöru og framtakssemi. Orkuskiptin væru ekki vandamál ef við gætum virkjað orkuna sem býr í Höllu Hrund! Núna býðst okkur einmitt að nýta þessa orku í þágu okkar allra. Við skulum grípa það tækifæri. Forsetaembættið er einstakt. Þetta er eina opinbera hlutverkið þar sem við kjósum ekki flokk eða stefnu, heldur einstakling. Það eru í raun ekki skoðanir viðkomandi sem við þurfum að meta, heldur mannkostirnir. Við þurfum manneskju sem hefur prinsipp og getur staðið á sínu jafnvel þó á móti blási, en sem að sama skapi manneskju sem hefur ekki þegar skipað sér í ákveðinn flokk eða fylkingu. Ef á reynir, þarf forsetinn einmitt að geta sett sínar eigin skoðanir til hliðar, draga ólík sjónarmið að borðinu, fá fólk til að vinna saman og miðla málum. Fátt ferst Höllu Hrund betur úr hendi en einmitt að draga fram það besta í öðrum og fá ólíkt fólk með sér í átak eða ævintýri. Í daglegum störfum forseta eru það samt aðrir og hversdagslegari eiginleikar sem skipta mestu máli: Hæfileikar til að ná til allra. Jákvæðni, umhyggja og einlægur áhugi á fólki í kringum sig. Drifkraftur og hvatning. Þessa mannkosti hefur Halla Hrund alla til að bera og þeir munu gera hana frábærum forseta. Í aðdraganda kosninganna höfum við fengið að sjá marga kosti Höllu Hrundar, en það hefur líka sést hvar blómstrar hvað mest: Þegar hún er hún sjálf og fólk fær að kynnast henni í hversdeginum. Ein á einn eða ein með hópi. Við erum heppin að svo margt frambærilegt fólk bjóði sig fram í hlutverk forseta. Þau sem hafa leitt í skoðanakönnunum síðustu vikurnar yrðu öll góð í þessu hlutverki, en ekkert þeirra hefur breiddina sem Halla Hrund hefur. Halla Hrund er allt í senn. Hún er “sérfræðingur að sunnan” og sveitamanneskja, heimsborgari og Árbæingur, framakona og fjölskyldumanneskja. Það skiptir ekki máli hvort hún situr til borðs með framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna eða með kaffibrúsa og kleinu á þúfu á fjöllum; hvort hún er innflytjandi í ókunnugu landi eða gestgjafi í okkar eigin - hún er alltaf ein af hópnum og hópurinn nýtur sín með henni. Ég held að við getum öll séð sjálf okkur að einhverju leyti í Höllu Hrund. Hún er nefnilega ein af okkur og í gegnum hana getum við séð okkur sem eina heild. Þess vegna ætla ég að kjósa Höllu Hrund Logadóttur og tel að hún verði kjörin - bókstaflega - sem næsti forseti Íslands. Höfundur starfar að nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var ég svo heppinn að kynnast Höllu Hrund Logadóttur. Við tilheyrðum þá bæði litlum hópi aðfluttra Íslendinga í Boston í Bandaríkjunum. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari hennar var það sem svo margir landsmenn hafa fengið að kynnast undanfarnar vikur í samkomuhúsum og félagsheimilum, á vinnustöðum og elliheimilum, í fjallgöngum, reiðtúrum og öðrum samkomum: Þessi smitandi gleði, jákvæðni, greind og einlægni sem Halla Hrund geislar frá sér hvar sem hún kemur. Síðan hef ég fylgst með henni þar sem hún hefur tekið að sér hvert verkefnið á fætur öðru: frá því að setja á fót stofnun við Harvardháskóla yfir í að leiða umdeildan málaflokk á Íslandi af röggsemi en auðmýkt; stofna til alþjóðlegs jafnréttisátaks og leiða umfjöllun um snjalltækjanotkun og fjölskyldusamveru á Íslandi; sinna smalamennsku og vera dóttur sinni innan handar í að æfa og leika aðalhlutverkið í risastórri leiksýningu. Allt þetta - stundum í einu - og samt tími fyrir fjölskyldu og vini, gaman, alvöru og framtakssemi. Orkuskiptin væru ekki vandamál ef við gætum virkjað orkuna sem býr í Höllu Hrund! Núna býðst okkur einmitt að nýta þessa orku í þágu okkar allra. Við skulum grípa það tækifæri. Forsetaembættið er einstakt. Þetta er eina opinbera hlutverkið þar sem við kjósum ekki flokk eða stefnu, heldur einstakling. Það eru í raun ekki skoðanir viðkomandi sem við þurfum að meta, heldur mannkostirnir. Við þurfum manneskju sem hefur prinsipp og getur staðið á sínu jafnvel þó á móti blási, en sem að sama skapi manneskju sem hefur ekki þegar skipað sér í ákveðinn flokk eða fylkingu. Ef á reynir, þarf forsetinn einmitt að geta sett sínar eigin skoðanir til hliðar, draga ólík sjónarmið að borðinu, fá fólk til að vinna saman og miðla málum. Fátt ferst Höllu Hrund betur úr hendi en einmitt að draga fram það besta í öðrum og fá ólíkt fólk með sér í átak eða ævintýri. Í daglegum störfum forseta eru það samt aðrir og hversdagslegari eiginleikar sem skipta mestu máli: Hæfileikar til að ná til allra. Jákvæðni, umhyggja og einlægur áhugi á fólki í kringum sig. Drifkraftur og hvatning. Þessa mannkosti hefur Halla Hrund alla til að bera og þeir munu gera hana frábærum forseta. Í aðdraganda kosninganna höfum við fengið að sjá marga kosti Höllu Hrundar, en það hefur líka sést hvar blómstrar hvað mest: Þegar hún er hún sjálf og fólk fær að kynnast henni í hversdeginum. Ein á einn eða ein með hópi. Við erum heppin að svo margt frambærilegt fólk bjóði sig fram í hlutverk forseta. Þau sem hafa leitt í skoðanakönnunum síðustu vikurnar yrðu öll góð í þessu hlutverki, en ekkert þeirra hefur breiddina sem Halla Hrund hefur. Halla Hrund er allt í senn. Hún er “sérfræðingur að sunnan” og sveitamanneskja, heimsborgari og Árbæingur, framakona og fjölskyldumanneskja. Það skiptir ekki máli hvort hún situr til borðs með framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna eða með kaffibrúsa og kleinu á þúfu á fjöllum; hvort hún er innflytjandi í ókunnugu landi eða gestgjafi í okkar eigin - hún er alltaf ein af hópnum og hópurinn nýtur sín með henni. Ég held að við getum öll séð sjálf okkur að einhverju leyti í Höllu Hrund. Hún er nefnilega ein af okkur og í gegnum hana getum við séð okkur sem eina heild. Þess vegna ætla ég að kjósa Höllu Hrund Logadóttur og tel að hún verði kjörin - bókstaflega - sem næsti forseti Íslands. Höfundur starfar að nýsköpun.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun