Halla Hrund - ein af okkur Hjálmar Gíslason skrifar 20. maí 2024 14:30 Fyrir nokkrum árum var ég svo heppinn að kynnast Höllu Hrund Logadóttur. Við tilheyrðum þá bæði litlum hópi aðfluttra Íslendinga í Boston í Bandaríkjunum. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari hennar var það sem svo margir landsmenn hafa fengið að kynnast undanfarnar vikur í samkomuhúsum og félagsheimilum, á vinnustöðum og elliheimilum, í fjallgöngum, reiðtúrum og öðrum samkomum: Þessi smitandi gleði, jákvæðni, greind og einlægni sem Halla Hrund geislar frá sér hvar sem hún kemur. Síðan hef ég fylgst með henni þar sem hún hefur tekið að sér hvert verkefnið á fætur öðru: frá því að setja á fót stofnun við Harvardháskóla yfir í að leiða umdeildan málaflokk á Íslandi af röggsemi en auðmýkt; stofna til alþjóðlegs jafnréttisátaks og leiða umfjöllun um snjalltækjanotkun og fjölskyldusamveru á Íslandi; sinna smalamennsku og vera dóttur sinni innan handar í að æfa og leika aðalhlutverkið í risastórri leiksýningu. Allt þetta - stundum í einu - og samt tími fyrir fjölskyldu og vini, gaman, alvöru og framtakssemi. Orkuskiptin væru ekki vandamál ef við gætum virkjað orkuna sem býr í Höllu Hrund! Núna býðst okkur einmitt að nýta þessa orku í þágu okkar allra. Við skulum grípa það tækifæri. Forsetaembættið er einstakt. Þetta er eina opinbera hlutverkið þar sem við kjósum ekki flokk eða stefnu, heldur einstakling. Það eru í raun ekki skoðanir viðkomandi sem við þurfum að meta, heldur mannkostirnir. Við þurfum manneskju sem hefur prinsipp og getur staðið á sínu jafnvel þó á móti blási, en sem að sama skapi manneskju sem hefur ekki þegar skipað sér í ákveðinn flokk eða fylkingu. Ef á reynir, þarf forsetinn einmitt að geta sett sínar eigin skoðanir til hliðar, draga ólík sjónarmið að borðinu, fá fólk til að vinna saman og miðla málum. Fátt ferst Höllu Hrund betur úr hendi en einmitt að draga fram það besta í öðrum og fá ólíkt fólk með sér í átak eða ævintýri. Í daglegum störfum forseta eru það samt aðrir og hversdagslegari eiginleikar sem skipta mestu máli: Hæfileikar til að ná til allra. Jákvæðni, umhyggja og einlægur áhugi á fólki í kringum sig. Drifkraftur og hvatning. Þessa mannkosti hefur Halla Hrund alla til að bera og þeir munu gera hana frábærum forseta. Í aðdraganda kosninganna höfum við fengið að sjá marga kosti Höllu Hrundar, en það hefur líka sést hvar blómstrar hvað mest: Þegar hún er hún sjálf og fólk fær að kynnast henni í hversdeginum. Ein á einn eða ein með hópi. Við erum heppin að svo margt frambærilegt fólk bjóði sig fram í hlutverk forseta. Þau sem hafa leitt í skoðanakönnunum síðustu vikurnar yrðu öll góð í þessu hlutverki, en ekkert þeirra hefur breiddina sem Halla Hrund hefur. Halla Hrund er allt í senn. Hún er “sérfræðingur að sunnan” og sveitamanneskja, heimsborgari og Árbæingur, framakona og fjölskyldumanneskja. Það skiptir ekki máli hvort hún situr til borðs með framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna eða með kaffibrúsa og kleinu á þúfu á fjöllum; hvort hún er innflytjandi í ókunnugu landi eða gestgjafi í okkar eigin - hún er alltaf ein af hópnum og hópurinn nýtur sín með henni. Ég held að við getum öll séð sjálf okkur að einhverju leyti í Höllu Hrund. Hún er nefnilega ein af okkur og í gegnum hana getum við séð okkur sem eina heild. Þess vegna ætla ég að kjósa Höllu Hrund Logadóttur og tel að hún verði kjörin - bókstaflega - sem næsti forseti Íslands. Höfundur starfar að nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var ég svo heppinn að kynnast Höllu Hrund Logadóttur. Við tilheyrðum þá bæði litlum hópi aðfluttra Íslendinga í Boston í Bandaríkjunum. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari hennar var það sem svo margir landsmenn hafa fengið að kynnast undanfarnar vikur í samkomuhúsum og félagsheimilum, á vinnustöðum og elliheimilum, í fjallgöngum, reiðtúrum og öðrum samkomum: Þessi smitandi gleði, jákvæðni, greind og einlægni sem Halla Hrund geislar frá sér hvar sem hún kemur. Síðan hef ég fylgst með henni þar sem hún hefur tekið að sér hvert verkefnið á fætur öðru: frá því að setja á fót stofnun við Harvardháskóla yfir í að leiða umdeildan málaflokk á Íslandi af röggsemi en auðmýkt; stofna til alþjóðlegs jafnréttisátaks og leiða umfjöllun um snjalltækjanotkun og fjölskyldusamveru á Íslandi; sinna smalamennsku og vera dóttur sinni innan handar í að æfa og leika aðalhlutverkið í risastórri leiksýningu. Allt þetta - stundum í einu - og samt tími fyrir fjölskyldu og vini, gaman, alvöru og framtakssemi. Orkuskiptin væru ekki vandamál ef við gætum virkjað orkuna sem býr í Höllu Hrund! Núna býðst okkur einmitt að nýta þessa orku í þágu okkar allra. Við skulum grípa það tækifæri. Forsetaembættið er einstakt. Þetta er eina opinbera hlutverkið þar sem við kjósum ekki flokk eða stefnu, heldur einstakling. Það eru í raun ekki skoðanir viðkomandi sem við þurfum að meta, heldur mannkostirnir. Við þurfum manneskju sem hefur prinsipp og getur staðið á sínu jafnvel þó á móti blási, en sem að sama skapi manneskju sem hefur ekki þegar skipað sér í ákveðinn flokk eða fylkingu. Ef á reynir, þarf forsetinn einmitt að geta sett sínar eigin skoðanir til hliðar, draga ólík sjónarmið að borðinu, fá fólk til að vinna saman og miðla málum. Fátt ferst Höllu Hrund betur úr hendi en einmitt að draga fram það besta í öðrum og fá ólíkt fólk með sér í átak eða ævintýri. Í daglegum störfum forseta eru það samt aðrir og hversdagslegari eiginleikar sem skipta mestu máli: Hæfileikar til að ná til allra. Jákvæðni, umhyggja og einlægur áhugi á fólki í kringum sig. Drifkraftur og hvatning. Þessa mannkosti hefur Halla Hrund alla til að bera og þeir munu gera hana frábærum forseta. Í aðdraganda kosninganna höfum við fengið að sjá marga kosti Höllu Hrundar, en það hefur líka sést hvar blómstrar hvað mest: Þegar hún er hún sjálf og fólk fær að kynnast henni í hversdeginum. Ein á einn eða ein með hópi. Við erum heppin að svo margt frambærilegt fólk bjóði sig fram í hlutverk forseta. Þau sem hafa leitt í skoðanakönnunum síðustu vikurnar yrðu öll góð í þessu hlutverki, en ekkert þeirra hefur breiddina sem Halla Hrund hefur. Halla Hrund er allt í senn. Hún er “sérfræðingur að sunnan” og sveitamanneskja, heimsborgari og Árbæingur, framakona og fjölskyldumanneskja. Það skiptir ekki máli hvort hún situr til borðs með framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna eða með kaffibrúsa og kleinu á þúfu á fjöllum; hvort hún er innflytjandi í ókunnugu landi eða gestgjafi í okkar eigin - hún er alltaf ein af hópnum og hópurinn nýtur sín með henni. Ég held að við getum öll séð sjálf okkur að einhverju leyti í Höllu Hrund. Hún er nefnilega ein af okkur og í gegnum hana getum við séð okkur sem eina heild. Þess vegna ætla ég að kjósa Höllu Hrund Logadóttur og tel að hún verði kjörin - bókstaflega - sem næsti forseti Íslands. Höfundur starfar að nýsköpun.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun