Íransforseti fórst í þyrluslysinu Atli Ísleifsson og Eiður Þór Árnason skrifa 20. maí 2024 06:47 Ebrahim Raisi hafði gegnt forsetaembættinu í Íran frá árinu 2021. Hann tók við embættinu af Hassan Rouhani. AP Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. AP segir frá þessu, en þyrlan, sem var í hópi þriggja sem var að flytja forsetann og fylgdarlið hans, skall til jarðar eftir að hafa lent í vandræðum í mikilli þoku í norðurhluta landsins. Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta landsins, eftir að hafa sótt viðburð í tengslum við opnun nýrrar stíflu nærri asersku landamærunum. Raisi var í hópi harðlínumanna sem nánir voru æðstaklerki landsins, Ayatollah Ali Khamenei, og var af mörgum talinn líklegur eftirmaður hans. Lög landsins gera ráð fyrir að forsetaskosningar muni nú fara fram í landinu innan fimmtíu daga. Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra Írans, fórst einnig í þyrluslysinu. Hann hafði gegnt embætti utanríkisráðherra frá árinu 2021.AP Fólk kom saman í Teheran, höfuðborg Íran í gær og hrópuðu slagorð beind gegn stjórnvöldum í Ísrael. Ap/Vahid Salem Björgunarteymi röðuðu sér upp á svæðinu þar sem þyrlan hrapaði til jarðar. Moj News Agency/Azin Haghighi Íranski ríkisfjölmiðillinn IRNA staðfestir að auk forsetans og utanríkistáðherrans hafi Mohammad Ali Al-e Hashem, klerkurinn til að fara með föstudagsbænirnar í Tabriz og hershöfðinginn Malek Rahmati, héraðsstjóri íranska héraðsins Austur-Aserbaídsjan í hópi látinna. Sömuleiðis hafi nokkrir lífverðir, þar með talinn Seyed Mehdi Mousavi, yfirmaður öryggisliðs forsetans, og áhafnarmeðlimir þyrlunnar látið lífið í slysinu. Tók við embætti forseta árið 2021 Raisi, sem varð 63 ára, tók við embætti forseta Írans árið 2021 af Hassan Rouhani. Áður hafði Raisi starfað sem dómari. Hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 2017 en beið þá lægri hlut gegn Rouhani, en Raisi var eftir kosningar skipaður forseti hæstaréttar. Umfangsmikil leit af þyrlunni fór fram eftir að tilkynnt var um slysið og buðu stjórnvöld meðal annars í Rússlandi, Tyrklandi, Aserbaídsjan og Armeníu fram aðstoð sína við leitina. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í hópi fyrstu þjóðarleiðtoga heims til að heiðra Raisi og sagðist Modi mjög hryggur og í áfalli vegna dauða forsetans. Íran Andlát Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. 19. maí 2024 23:55 Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
AP segir frá þessu, en þyrlan, sem var í hópi þriggja sem var að flytja forsetann og fylgdarlið hans, skall til jarðar eftir að hafa lent í vandræðum í mikilli þoku í norðurhluta landsins. Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta landsins, eftir að hafa sótt viðburð í tengslum við opnun nýrrar stíflu nærri asersku landamærunum. Raisi var í hópi harðlínumanna sem nánir voru æðstaklerki landsins, Ayatollah Ali Khamenei, og var af mörgum talinn líklegur eftirmaður hans. Lög landsins gera ráð fyrir að forsetaskosningar muni nú fara fram í landinu innan fimmtíu daga. Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra Írans, fórst einnig í þyrluslysinu. Hann hafði gegnt embætti utanríkisráðherra frá árinu 2021.AP Fólk kom saman í Teheran, höfuðborg Íran í gær og hrópuðu slagorð beind gegn stjórnvöldum í Ísrael. Ap/Vahid Salem Björgunarteymi röðuðu sér upp á svæðinu þar sem þyrlan hrapaði til jarðar. Moj News Agency/Azin Haghighi Íranski ríkisfjölmiðillinn IRNA staðfestir að auk forsetans og utanríkistáðherrans hafi Mohammad Ali Al-e Hashem, klerkurinn til að fara með föstudagsbænirnar í Tabriz og hershöfðinginn Malek Rahmati, héraðsstjóri íranska héraðsins Austur-Aserbaídsjan í hópi látinna. Sömuleiðis hafi nokkrir lífverðir, þar með talinn Seyed Mehdi Mousavi, yfirmaður öryggisliðs forsetans, og áhafnarmeðlimir þyrlunnar látið lífið í slysinu. Tók við embætti forseta árið 2021 Raisi, sem varð 63 ára, tók við embætti forseta Írans árið 2021 af Hassan Rouhani. Áður hafði Raisi starfað sem dómari. Hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 2017 en beið þá lægri hlut gegn Rouhani, en Raisi var eftir kosningar skipaður forseti hæstaréttar. Umfangsmikil leit af þyrlunni fór fram eftir að tilkynnt var um slysið og buðu stjórnvöld meðal annars í Rússlandi, Tyrklandi, Aserbaídsjan og Armeníu fram aðstoð sína við leitina. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í hópi fyrstu þjóðarleiðtoga heims til að heiðra Raisi og sagðist Modi mjög hryggur og í áfalli vegna dauða forsetans.
Íran Andlát Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. 19. maí 2024 23:55 Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. 19. maí 2024 23:55
Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56