„Þarf að sjá eld í staðinn fyrir einhverja hræðslu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2024 21:40 Rúnar Ingi fer yfir málin Vísir/Anton Brink Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur kallar eftir meira hugrekki í leik sinna leikmanna en Njarðvík tapaði 2-0 gegn Keflavík í kvöld í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna. „Það eru ótalmörg atriði, vörnin í fyrsta leikhluta. Mér finnst mjög mikilvægt á móti þessu Keflavíkurliði að byrja vel til að kveikja ekki í sjálfstraustinu þeirra. Sérstaklega miðað við okkar varnarplan,“ sagði Rúnar Ingi í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld um hvað það var sem varð til þess að Njarðvík tapaði. „Þær skora 81 stig sem er ekkert ömurlegt. Þú býrð til sjálfstraust í liði Keflvíkinga með því, svona eftir á, að við vorum ekki búin að kveikja á okkur í byrjun. Þær skora 30 stig í fyrsta leikhluta sem er allt of mikið,“ bætti Rúnar Ingi við en lið Keflavíkur mætti afar grimmt til leiks í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar komu hins vegar til baka og misstu Keflavíkurliðið aldrei neitt ofboðslega langt frá sér. Rúnari Inga fannst vanta hugrekki í sínar konur þegar á reyndi. „Við vorum sóknarlega fínar í fyrsta leikhluta en þegar líður á leikinn þá finnst mér vanta upp á hugrekki. Ef ég á að velja eitthvað eitt þá finnst mér vanta upp á hugrekki. Sækja þær stöður sem við viljum sækja í kringum körfuna. Við erum að búa til fullt af fínum stöðum í þriggja stiga skotum þar sem við erum að keyra síðan aftur inn í teiginn.“ „Ef þú ætlar að verða Íslandsmeistari þá þarftu að þora að taka stóru skotin og þarft að negla þeim niður. Þú þarft að finna stemmninguna í staðinn fyrir að bugast undan einhverju stressi. Aðallega finnst mér þetta andlegt vandamál sem við þurfum að yfirstíga og við höfum tvo daga til þess.“ „Vitum alveg í hverju þær eru góðar“ Njarðvík tapaði 17 boltum í leiknum í kvöld og Keflavík skoraði 24 stig eftir hraðaupphlaup. Þá komu leikmenn Keflavíkur oft með stór skot á góðum augnablikum á meðan Njarðvík setti ekki niður sín þriggja stiga skot. „Þær setja þessi stóru skot og svara. Þegar við erum komin einu eða tveimur yfir og þurfum lykilstopp þá koma þær með körfu á móti sem ber að hrósa þeim fyrir. Ég þarf að skoða hverju ég get breytt varnarlega. Það sem var að ganga vel upp í fyrsta leik er heilt yfir að ganga upp hérna fyrir utan fyrsta leikhlutann.“ „Þær skora 21 stig úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Þetta er aðallega hvernig við hugsum um boltann og hvernig jafnvægið er á liðinu þegar við erum að skjóta. Við erum einstaklega lengi að koma okkur til baka oft á tíðum. Það skánaði þegar leið á leikinn en Keflavík er bara lið sem refsar fyrir þetta. Við vitum alveg í hverju þær eru góðar en aðalpælingin er að gefa þeim ekki svona sjálfstraust í upphafi leiks og vera sterkari andlega.“ „Mitt stærsta verkefni er að sannfæra þær“ Talandi um andlegu hliðina þá viðurkenndi Rúnar Ingi það að hans helsta verkefni fyrir leik þrjú væri að ná að telja sínum konum trú um að þær gætu lagt Keflavík að velli. Keflavík hefur unnið alla sjö leiki liðanna í vetur í deild, bikar og úrslitakeppni. „Hundrað prósent. Það er partur af einhverju sem er að læðast í gegnum hugann á leikmönnum, við þurfum bara að trúa því að við getum unnið Keflavík. Tækifærin eru hér út um allt fyrir framan okkur og ef ég horfi í augun á leikmönnum á vellinum þarf ég að sjá eld í staðinn fyrir að sjá einhverja hræðslu.“ „Mér er alveg sama hvort við klikkum á víti eða sniðskoti en við megum ekki láta þetta hafa áhrif á okkur. Mér finnst að þetta sé að hafa alltof mikil áhrif á okkur, svona smá trúleysi í hvert skipti sem eitthvað gengur ekki upp. Það mun hafa áhrif í næstu sókn á eftir í staðinn fyrir að hugsa að þetta skipti ekki máli, þetta eru endalaus mistök fram og til baka.“ Hann sagði sitt stærsta verkefni væri að sannfæra sitt lið um að þær gætu unnið deildar- og bikarmeistarana. „Við þurfum að vera sterkari andlega. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er mitt stærsta verkefni núna að sannfæra þær. Ég tek þeirri áskorun, ég þarf að sannfæra mitt lið um að við getum unnið þetta Keflavíkurlið.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
„Það eru ótalmörg atriði, vörnin í fyrsta leikhluta. Mér finnst mjög mikilvægt á móti þessu Keflavíkurliði að byrja vel til að kveikja ekki í sjálfstraustinu þeirra. Sérstaklega miðað við okkar varnarplan,“ sagði Rúnar Ingi í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld um hvað það var sem varð til þess að Njarðvík tapaði. „Þær skora 81 stig sem er ekkert ömurlegt. Þú býrð til sjálfstraust í liði Keflvíkinga með því, svona eftir á, að við vorum ekki búin að kveikja á okkur í byrjun. Þær skora 30 stig í fyrsta leikhluta sem er allt of mikið,“ bætti Rúnar Ingi við en lið Keflavíkur mætti afar grimmt til leiks í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar komu hins vegar til baka og misstu Keflavíkurliðið aldrei neitt ofboðslega langt frá sér. Rúnari Inga fannst vanta hugrekki í sínar konur þegar á reyndi. „Við vorum sóknarlega fínar í fyrsta leikhluta en þegar líður á leikinn þá finnst mér vanta upp á hugrekki. Ef ég á að velja eitthvað eitt þá finnst mér vanta upp á hugrekki. Sækja þær stöður sem við viljum sækja í kringum körfuna. Við erum að búa til fullt af fínum stöðum í þriggja stiga skotum þar sem við erum að keyra síðan aftur inn í teiginn.“ „Ef þú ætlar að verða Íslandsmeistari þá þarftu að þora að taka stóru skotin og þarft að negla þeim niður. Þú þarft að finna stemmninguna í staðinn fyrir að bugast undan einhverju stressi. Aðallega finnst mér þetta andlegt vandamál sem við þurfum að yfirstíga og við höfum tvo daga til þess.“ „Vitum alveg í hverju þær eru góðar“ Njarðvík tapaði 17 boltum í leiknum í kvöld og Keflavík skoraði 24 stig eftir hraðaupphlaup. Þá komu leikmenn Keflavíkur oft með stór skot á góðum augnablikum á meðan Njarðvík setti ekki niður sín þriggja stiga skot. „Þær setja þessi stóru skot og svara. Þegar við erum komin einu eða tveimur yfir og þurfum lykilstopp þá koma þær með körfu á móti sem ber að hrósa þeim fyrir. Ég þarf að skoða hverju ég get breytt varnarlega. Það sem var að ganga vel upp í fyrsta leik er heilt yfir að ganga upp hérna fyrir utan fyrsta leikhlutann.“ „Þær skora 21 stig úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Þetta er aðallega hvernig við hugsum um boltann og hvernig jafnvægið er á liðinu þegar við erum að skjóta. Við erum einstaklega lengi að koma okkur til baka oft á tíðum. Það skánaði þegar leið á leikinn en Keflavík er bara lið sem refsar fyrir þetta. Við vitum alveg í hverju þær eru góðar en aðalpælingin er að gefa þeim ekki svona sjálfstraust í upphafi leiks og vera sterkari andlega.“ „Mitt stærsta verkefni er að sannfæra þær“ Talandi um andlegu hliðina þá viðurkenndi Rúnar Ingi það að hans helsta verkefni fyrir leik þrjú væri að ná að telja sínum konum trú um að þær gætu lagt Keflavík að velli. Keflavík hefur unnið alla sjö leiki liðanna í vetur í deild, bikar og úrslitakeppni. „Hundrað prósent. Það er partur af einhverju sem er að læðast í gegnum hugann á leikmönnum, við þurfum bara að trúa því að við getum unnið Keflavík. Tækifærin eru hér út um allt fyrir framan okkur og ef ég horfi í augun á leikmönnum á vellinum þarf ég að sjá eld í staðinn fyrir að sjá einhverja hræðslu.“ „Mér er alveg sama hvort við klikkum á víti eða sniðskoti en við megum ekki láta þetta hafa áhrif á okkur. Mér finnst að þetta sé að hafa alltof mikil áhrif á okkur, svona smá trúleysi í hvert skipti sem eitthvað gengur ekki upp. Það mun hafa áhrif í næstu sókn á eftir í staðinn fyrir að hugsa að þetta skipti ekki máli, þetta eru endalaus mistök fram og til baka.“ Hann sagði sitt stærsta verkefni væri að sannfæra sitt lið um að þær gætu unnið deildar- og bikarmeistarana. „Við þurfum að vera sterkari andlega. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er mitt stærsta verkefni núna að sannfæra þær. Ég tek þeirri áskorun, ég þarf að sannfæra mitt lið um að við getum unnið þetta Keflavíkurlið.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira