Kosningum frestað Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir skrifa 18. maí 2024 12:31 Í dag átti að hefjast bindandi íbúakosning í Ölfusi um grótmulningsverksmiðju Heidelberg. Á bæjarstjórnarfundi í gær, sem var boðað var til með sólarhringsfyrirvara og engin gögn lágu fyrir, var ákveðið að fresta íbúakosningunum og taka þannig lýðræðislegan rétt af íbúum í Ölfusi. Við skiljum ekki á hvaða lagagrundvelli meirihluti bæjarstjórnar byggir sína fordæmalausu ákvörðun á, rökin virtust byggjast á þeirra eigin skoðunum. Það er grafalvarlegt mál að fresta kosningum og alveg víst að fulltrúar í minnihluta munu leita álit sérfróðs fólks á þessum gjörningi og fara lengra með málið komi í ljós vafi á lögmæti ákvörðunarinnar. Rökstuðningur liggur þegar fyrir Meirihlutinn og bæjarstjóri töluðu niður til First Water á fundinum fyrir það að hafa bent á það augljósa og krefja þau nú um rökstuðning fyrir sínum áhyggjum sem snúa að sambúð umhverfisvæns matvælaiðnaðar og risavaxinnar grjótmulningsverksmiðju. Áhyggjur sem snúa meðal annars að því að jarðsjórinn sem þau nota í kerin sín gæti mengast af skipaumferðinni sem á að koma að höfninni sem Heidelberg vill byggja. Sá rökstuðningur liggur fyrir nú þegar m.a. í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem segir: ,,Í því sambandi bendir HSL á að fyrirhuguð höfn í Keflavík er staðsett á milli fiskeldisfyrirtækja þar sem áætluð er umfangsmikil vinnsla jarðsjávar til eldis laxfiska og því gæti mengunarslys í eða við þá höfn haft mikil áhrif á þá aðila sem vinna jarðsjó í nágrennin hafnarinnar. Embættið gerir því athugasemd við að í áhættumati vegna efnistökunnar sé ekki fjallað um áhættu og möguleg umhverfisáhrif vegna innsiglingar og uppskipunar efnis í fyrirhugaðri höfn” Það hefur ekkert breyst Með því að fresta boðuðum bindandi íbúakosningum er ljóst að meirihlutinn ber enga virðingu fyrir lýðræðinu og treystir ekki íbúum til að mynda sér skoðun á verkefninu. Það hafa engar forsendur breyst. Það sjónarmið hefur alltaf verið á lofti að fyrirætlanir Heidelberg um stórfellda námuvinnslu fari ekki saman með hreinni matvælaframleiðslu sem sveitarfélagið hefur haft sem stefnu í áraraðir. Það að fyrirtækið First Water hafi þurft að stíga fram með þessum hætti og benda á það augljósa breytir engu um fyrirhugaðar kosningar. Áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihlutans í Ölfusi Það var einnig ljóst þegar tekin var ákvörðun um að boða til bindandi kosninga að skipulagsferli verkefnisins var ekki lokið og fyrirséð að nýjar upplýsingar myndu líta dagsins ljós. Það kom ekki í veg fyrir að boðað yrði til kosninga og það að nýjar upplýsingar komi fram á heldur ekki að koma í veg fyrir að framfylgja boðuðum kosningum. Þetta mál er algjör áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihlutans í Ölfusi sem standa ekki undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin með því að starfa fyrir hagsmuni almennings sem kjörnir fulltrúar, kosnir af íbúum en ekki fyrirtækjum. Þessi meirihluti er fullkomlega óhæfur. Formaður bæjarráðs Ölfuss sagði í útvarpsviðtali daginn sem bréfið frá First Water kom fram 15. maí s.l.: ,,Ég treysti þeim fullkomlega til að vega og meta gögnin og kjósa eftir sinni sannfæringu”. Það á greinilega ekki lengur við, meirihlutinn í Ölfusi treystir ekki íbúum til að hafa vit fyrir sjálfum sér. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi H lista og Hrönn Guðmundsdóttir er bæjarfulltrúi B lista Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Námuvinnsla Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag átti að hefjast bindandi íbúakosning í Ölfusi um grótmulningsverksmiðju Heidelberg. Á bæjarstjórnarfundi í gær, sem var boðað var til með sólarhringsfyrirvara og engin gögn lágu fyrir, var ákveðið að fresta íbúakosningunum og taka þannig lýðræðislegan rétt af íbúum í Ölfusi. Við skiljum ekki á hvaða lagagrundvelli meirihluti bæjarstjórnar byggir sína fordæmalausu ákvörðun á, rökin virtust byggjast á þeirra eigin skoðunum. Það er grafalvarlegt mál að fresta kosningum og alveg víst að fulltrúar í minnihluta munu leita álit sérfróðs fólks á þessum gjörningi og fara lengra með málið komi í ljós vafi á lögmæti ákvörðunarinnar. Rökstuðningur liggur þegar fyrir Meirihlutinn og bæjarstjóri töluðu niður til First Water á fundinum fyrir það að hafa bent á það augljósa og krefja þau nú um rökstuðning fyrir sínum áhyggjum sem snúa að sambúð umhverfisvæns matvælaiðnaðar og risavaxinnar grjótmulningsverksmiðju. Áhyggjur sem snúa meðal annars að því að jarðsjórinn sem þau nota í kerin sín gæti mengast af skipaumferðinni sem á að koma að höfninni sem Heidelberg vill byggja. Sá rökstuðningur liggur fyrir nú þegar m.a. í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem segir: ,,Í því sambandi bendir HSL á að fyrirhuguð höfn í Keflavík er staðsett á milli fiskeldisfyrirtækja þar sem áætluð er umfangsmikil vinnsla jarðsjávar til eldis laxfiska og því gæti mengunarslys í eða við þá höfn haft mikil áhrif á þá aðila sem vinna jarðsjó í nágrennin hafnarinnar. Embættið gerir því athugasemd við að í áhættumati vegna efnistökunnar sé ekki fjallað um áhættu og möguleg umhverfisáhrif vegna innsiglingar og uppskipunar efnis í fyrirhugaðri höfn” Það hefur ekkert breyst Með því að fresta boðuðum bindandi íbúakosningum er ljóst að meirihlutinn ber enga virðingu fyrir lýðræðinu og treystir ekki íbúum til að mynda sér skoðun á verkefninu. Það hafa engar forsendur breyst. Það sjónarmið hefur alltaf verið á lofti að fyrirætlanir Heidelberg um stórfellda námuvinnslu fari ekki saman með hreinni matvælaframleiðslu sem sveitarfélagið hefur haft sem stefnu í áraraðir. Það að fyrirtækið First Water hafi þurft að stíga fram með þessum hætti og benda á það augljósa breytir engu um fyrirhugaðar kosningar. Áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihlutans í Ölfusi Það var einnig ljóst þegar tekin var ákvörðun um að boða til bindandi kosninga að skipulagsferli verkefnisins var ekki lokið og fyrirséð að nýjar upplýsingar myndu líta dagsins ljós. Það kom ekki í veg fyrir að boðað yrði til kosninga og það að nýjar upplýsingar komi fram á heldur ekki að koma í veg fyrir að framfylgja boðuðum kosningum. Þetta mál er algjör áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihlutans í Ölfusi sem standa ekki undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin með því að starfa fyrir hagsmuni almennings sem kjörnir fulltrúar, kosnir af íbúum en ekki fyrirtækjum. Þessi meirihluti er fullkomlega óhæfur. Formaður bæjarráðs Ölfuss sagði í útvarpsviðtali daginn sem bréfið frá First Water kom fram 15. maí s.l.: ,,Ég treysti þeim fullkomlega til að vega og meta gögnin og kjósa eftir sinni sannfæringu”. Það á greinilega ekki lengur við, meirihlutinn í Ölfusi treystir ekki íbúum til að hafa vit fyrir sjálfum sér. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi H lista og Hrönn Guðmundsdóttir er bæjarfulltrúi B lista
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun