„Það eru alltaf einhverjar leiðir sem opnast í pressu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. maí 2024 15:01 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, telur möguleikana góða fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta gegn Austurríki í undankeppni EM 2025 Vísir/Sigurjón Ólason Þorsteinn Halldórsson gaf sig til tals fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins gegn Austurríki í undankeppni EM. Þar á hann á von á tveimur erfiðum leikjum gegn sterkum andstæðingi sem spilar á háu orkustigi. „Tveimur hörkuleikjum, tveimur erfiðum leikjum. Tveimur mikilvægum leikjum eins og þetta eru allt, sex úrslitaleikir sem við erum að spila. Leikir þrjú og fjögur, Austurríki er gott lið og það verður erfitt verkefni en við eigum fína möguleika.“ Þorsteinn gerir fjórar breytingar á hópnum frá síðasta verkefni sem voru leikir á móti Póllandi og Þýskalandi í sömu keppni. Vakti þar helst athygli að vinstri bakvörðir liðsins í síðustu leikjum, Sædís Rún Heiðarsdóttir, er frá vegna meiðsla. Það hefur illa gengið að manna bakvarðastöður liðsins en Þorsteinn er með ákveðnar hugmyndir um hvernig það skal best gert. „Það kemur nú bara í ljós, ég ætla ekki að tilkynna vinstri bakvörð núna en ég hef notað Söndru Maríu þar. Það kemur bara í ljós hvernig því verður háttað en ég er með ákveðnar hugmyndir í kringum það.“ Ógnarsterkur andstæðingur Austurríki er með 3 stig og eitt mark í plús eftir tvo leiki líkt og íslenska liðið. Þær leggja upp í háa pressu og eru lúsiðnar án boltans. Þorsteinn sagði þó alltaf hægt að finna einhverjar leiðir. „Við erum búin að vera að greina þetta fram og til baka. Það eru ákveðnar leiðir sem opnast í pressunni hjá þeim og við verðum að vera klók að notfæra okkur það. Það eru alltaf einhverjar leiðir sem opnast í pressu. Hvort sem það verður hátt og langt, spila í gegnum miðsvæðið eða út fyrir þær… Vonandi náum við bara að hreyfa þær þannig að við getum fundið leið í gegnum þær. Svo er það hin hliðin að við þurfum að verjast og halda markinu hreinu, ef við gerum það eigum við frábæra möguleika.“ Gegn slíkum andstæðingi, sem leggur upp úr því að hækka orkustig og hlaupa yfir andstæðinginn, getur þurft að gera breytingar milli leikja. Sérstaklega í ljósi þess að stutt er milli leikjanna, spilað er á föstudegi ytra og hérlendis á þriðjudegi. „Ég get alveg trúað því að það verði einhverjar breytingar en svo kemur bara í ljós hvernig við komumst í gegnum fyrri leikinn. Maður er ekki endilega búinn að teikna upp það sem þarf að gera en maður er búinn að teikna upp möguleika í stöðunni sem gætu komið upp. Svo kemur það bara í ljós.“ Bjartsýnn gagnvart Sveindísi Sveindís Jane Jónsdóttir fór úr axlarlið í síðasta landsliðsverkefni og var frá í mánuð. Hún er að stíga upp úr þeim meiðslum og vonir eru bundnar til þess að hún verði heil heilsu, og haldist þannig áfram auðvitað. „Ég veit það ekki, hún spilaði 90 mínútur um síðustu helgi. Það er leikur núna um helgina, vonandi spilar hún mikið þar. Svo líður vika þar til við komum saman. Ég er bjartsýnn að hún klári eins margar mínútur og við viljum en auðvitað verðum við líka að hugsa um hag hennar og ekki þjösnast á henni þar til hún meiðist aftur.“ Klippa: Þorsteinn Halldórsson fyrir leiki gegn Austurríki Viðtalið allt við Þorstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrri leikur Austurríki og Íslands fer fram ytra föstudaginn 31. maí. Seinni leikur liðanna fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 4. júní. KSÍ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Þorsteins fyrir mikilvæga leiki Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir fjórar breytingar og kallar á þrjá nýliða í nýjasta landsliðshóp sinn. Hér má sjá hann ræða hópinn sinn á blaðamannafundi. 17. maí 2024 13:01 Nýliðinn í íslenska landsliðinu er markahæst í dönsku úrvalsdeildinni Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í fótbolta en hún er í hópnum fyrir tvo leiki á móti Austurríki í undankeppni EM 2025. 17. maí 2024 13:28 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Tveimur hörkuleikjum, tveimur erfiðum leikjum. Tveimur mikilvægum leikjum eins og þetta eru allt, sex úrslitaleikir sem við erum að spila. Leikir þrjú og fjögur, Austurríki er gott lið og það verður erfitt verkefni en við eigum fína möguleika.“ Þorsteinn gerir fjórar breytingar á hópnum frá síðasta verkefni sem voru leikir á móti Póllandi og Þýskalandi í sömu keppni. Vakti þar helst athygli að vinstri bakvörðir liðsins í síðustu leikjum, Sædís Rún Heiðarsdóttir, er frá vegna meiðsla. Það hefur illa gengið að manna bakvarðastöður liðsins en Þorsteinn er með ákveðnar hugmyndir um hvernig það skal best gert. „Það kemur nú bara í ljós, ég ætla ekki að tilkynna vinstri bakvörð núna en ég hef notað Söndru Maríu þar. Það kemur bara í ljós hvernig því verður háttað en ég er með ákveðnar hugmyndir í kringum það.“ Ógnarsterkur andstæðingur Austurríki er með 3 stig og eitt mark í plús eftir tvo leiki líkt og íslenska liðið. Þær leggja upp í háa pressu og eru lúsiðnar án boltans. Þorsteinn sagði þó alltaf hægt að finna einhverjar leiðir. „Við erum búin að vera að greina þetta fram og til baka. Það eru ákveðnar leiðir sem opnast í pressunni hjá þeim og við verðum að vera klók að notfæra okkur það. Það eru alltaf einhverjar leiðir sem opnast í pressu. Hvort sem það verður hátt og langt, spila í gegnum miðsvæðið eða út fyrir þær… Vonandi náum við bara að hreyfa þær þannig að við getum fundið leið í gegnum þær. Svo er það hin hliðin að við þurfum að verjast og halda markinu hreinu, ef við gerum það eigum við frábæra möguleika.“ Gegn slíkum andstæðingi, sem leggur upp úr því að hækka orkustig og hlaupa yfir andstæðinginn, getur þurft að gera breytingar milli leikja. Sérstaklega í ljósi þess að stutt er milli leikjanna, spilað er á föstudegi ytra og hérlendis á þriðjudegi. „Ég get alveg trúað því að það verði einhverjar breytingar en svo kemur bara í ljós hvernig við komumst í gegnum fyrri leikinn. Maður er ekki endilega búinn að teikna upp það sem þarf að gera en maður er búinn að teikna upp möguleika í stöðunni sem gætu komið upp. Svo kemur það bara í ljós.“ Bjartsýnn gagnvart Sveindísi Sveindís Jane Jónsdóttir fór úr axlarlið í síðasta landsliðsverkefni og var frá í mánuð. Hún er að stíga upp úr þeim meiðslum og vonir eru bundnar til þess að hún verði heil heilsu, og haldist þannig áfram auðvitað. „Ég veit það ekki, hún spilaði 90 mínútur um síðustu helgi. Það er leikur núna um helgina, vonandi spilar hún mikið þar. Svo líður vika þar til við komum saman. Ég er bjartsýnn að hún klári eins margar mínútur og við viljum en auðvitað verðum við líka að hugsa um hag hennar og ekki þjösnast á henni þar til hún meiðist aftur.“ Klippa: Þorsteinn Halldórsson fyrir leiki gegn Austurríki Viðtalið allt við Þorstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrri leikur Austurríki og Íslands fer fram ytra föstudaginn 31. maí. Seinni leikur liðanna fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 4. júní.
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Þorsteins fyrir mikilvæga leiki Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir fjórar breytingar og kallar á þrjá nýliða í nýjasta landsliðshóp sinn. Hér má sjá hann ræða hópinn sinn á blaðamannafundi. 17. maí 2024 13:01 Nýliðinn í íslenska landsliðinu er markahæst í dönsku úrvalsdeildinni Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í fótbolta en hún er í hópnum fyrir tvo leiki á móti Austurríki í undankeppni EM 2025. 17. maí 2024 13:28 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Þorsteins fyrir mikilvæga leiki Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir fjórar breytingar og kallar á þrjá nýliða í nýjasta landsliðshóp sinn. Hér má sjá hann ræða hópinn sinn á blaðamannafundi. 17. maí 2024 13:01
Nýliðinn í íslenska landsliðinu er markahæst í dönsku úrvalsdeildinni Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í fótbolta en hún er í hópnum fyrir tvo leiki á móti Austurríki í undankeppni EM 2025. 17. maí 2024 13:28