Bréf First Water veldur ringulreið í bæjarstjórn Ölfuss Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2024 11:30 Elliði Vignisson bæjarstjóri segir bréf First Water hafa komið flatt uppá sig. Aukafundur bæjarstjórnar Ölfuss verður haldin á eftir þar sem farið verður yfir efni bréfsins. vísir/aðsend Elliði Vignisson bæjarstjóri kom með hraði til landsins eftir að spurðist fyrir lá að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, hafði sent bréf þar sem hann vildi gjalda varhug við uppbyggingu malarverksmiðju Heidelberg á svæðinu. Vísir hefur greint skilmerkilega frá þessu en Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss, hefur lýst því yfir að honum þyki tímasetning bréfsins furðuleg. Elliði er á sama máli. „Okkur barst bréf sem lá fyrir á fimmtudagsmorgni og þá voru tveir dagar í að atkvæðagreiðsla hefjist meðal íbúa. Þetta er ekki bréf frá hverjum sem er heldur First Water sem er umsvifamikill í bæjarfélaginu, sem hefur aðgang að skýrslum sem við kannski ekki þekkjum,“ segir Elliði. Hann segir bréfið hafa komið þeim í bæjarstjórninni algjörlega í opna skjöldu. „Afar margir hafa áttað sig á að þarna væri stór framkvæmd í námdun. Þeir segjast ekki hafa vitað af þessu og bíða með það að gera grein fyrir áhyggjum sínum þar til tveir dagar eru í atkvæðagreiðslu.“ Engar athugasemdir frá öðrum fyrirtækjum Þó Elliði setji spurningarmerki við tímasetninguna gerir hann ekki athugasemd við efnislega athugasemd þeirra. Að ekki sé talað um ef hún byggir á gögnum sem bæjarstjórnin hefur ekki séð áður. „Við getum ekki látið eins og við höfum ekki séð þetta bréf. Eina leiðin til að koma þessu bréfi í stjórnsýslulegan farveg er að halda aukafund í bæjarstjórn.“ Elliði segist ekki hafa svör við því hvort búast megi við því að atkvæðagreiðslunni verið skotið á frest? „Ég á ekki svör við því, fundurinn fer fram í dag og þetta þarf að ræða. Hvernig vilja bæjarfulltrúar bregðast við, vilja þeir láta eins og þetta bréf hafi ekki borist eða vilja þeir skoða þetta nánar. Við sjáum þó öll að það eru þrjú svipað stór verkefni af sömu tegund að fara í gang. First Water, Geo Salmo og landeldisstöðin Þór. Öll eru þessi fyrirtæki að hefja framleiðslu á laxi með sambærilegum aðferðum, á landi. Milli landeldisstöðvarinnar Þór og Geo Salmo er Heidelberg með lóð. Hvorugt þeirra fyrirtækja hefur gert nokkrar athugasemdir við starfsemi Heidelberg og bara núna í gær fékk ég bréf frá öðru fyrirtækinu þar sem fram kom að það óskaði Heidelberg alls hins besta.“ First Water sé hins vegar með lóð sem er fjærst starfsemi Heidelbergs. Sveitarstjórnarfólk ræður för Elliði segir að það verði að huga að því að þetta útspil First Water bitni á öðrum. „Að það sé verið að reisa einhvern varnagla gagnvart öðrum sem telja ekki ástæðu til að gripið verði til aðgerða. En við munum fara yfir þetta á vandaðan máta og það veit ég að sex af sjö bæjarfulltrúum hafa ekkert tjáð sig um málið, hvorki með né á móti. Ker First Water í forgrunni. Til stendur að reisa verksmiðjuna aðeins vestur af starfsstöð First Water, til móts við hvítt hús Lýsis við Suðurstrandaveg. Í víkinni verður byggð höfn undir starfsemina.vísir/einar Í huga bæjarstjórnar snýst málið ekki um það hvort hér rís mölunarverksmiðja eða ekki heldur gæta að heiðarlegum og vönduðum vinnubrögðum sem stenst þær kröfur sem við gerum til vandaðrar stjórnsýslu.“ Elliði segir sveitarstjórnarfólk í þeirri stöðu að það hafi engin áhrif nema á lögformlegum fundum, það sé þeirra leið, þeirra hlutverk. „Það kemur enginn til með að stýra þessari aðgerð nema sveitarstjórnarfólk í Ölfusi, hvorki First Water, Heidelberg né Landvernd stýrir þessu máli. Það gerir bæjarstjórn Ölfus með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi.“ Fiskeldi Námuvinnsla Ölfus Árborg Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36 Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07 Grjótmulningsverksmiðja umfram blómleg tækifæri komandi kynslóða? Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum. 14. maí 2024 09:01 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Vísir hefur greint skilmerkilega frá þessu en Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss, hefur lýst því yfir að honum þyki tímasetning bréfsins furðuleg. Elliði er á sama máli. „Okkur barst bréf sem lá fyrir á fimmtudagsmorgni og þá voru tveir dagar í að atkvæðagreiðsla hefjist meðal íbúa. Þetta er ekki bréf frá hverjum sem er heldur First Water sem er umsvifamikill í bæjarfélaginu, sem hefur aðgang að skýrslum sem við kannski ekki þekkjum,“ segir Elliði. Hann segir bréfið hafa komið þeim í bæjarstjórninni algjörlega í opna skjöldu. „Afar margir hafa áttað sig á að þarna væri stór framkvæmd í námdun. Þeir segjast ekki hafa vitað af þessu og bíða með það að gera grein fyrir áhyggjum sínum þar til tveir dagar eru í atkvæðagreiðslu.“ Engar athugasemdir frá öðrum fyrirtækjum Þó Elliði setji spurningarmerki við tímasetninguna gerir hann ekki athugasemd við efnislega athugasemd þeirra. Að ekki sé talað um ef hún byggir á gögnum sem bæjarstjórnin hefur ekki séð áður. „Við getum ekki látið eins og við höfum ekki séð þetta bréf. Eina leiðin til að koma þessu bréfi í stjórnsýslulegan farveg er að halda aukafund í bæjarstjórn.“ Elliði segist ekki hafa svör við því hvort búast megi við því að atkvæðagreiðslunni verið skotið á frest? „Ég á ekki svör við því, fundurinn fer fram í dag og þetta þarf að ræða. Hvernig vilja bæjarfulltrúar bregðast við, vilja þeir láta eins og þetta bréf hafi ekki borist eða vilja þeir skoða þetta nánar. Við sjáum þó öll að það eru þrjú svipað stór verkefni af sömu tegund að fara í gang. First Water, Geo Salmo og landeldisstöðin Þór. Öll eru þessi fyrirtæki að hefja framleiðslu á laxi með sambærilegum aðferðum, á landi. Milli landeldisstöðvarinnar Þór og Geo Salmo er Heidelberg með lóð. Hvorugt þeirra fyrirtækja hefur gert nokkrar athugasemdir við starfsemi Heidelberg og bara núna í gær fékk ég bréf frá öðru fyrirtækinu þar sem fram kom að það óskaði Heidelberg alls hins besta.“ First Water sé hins vegar með lóð sem er fjærst starfsemi Heidelbergs. Sveitarstjórnarfólk ræður för Elliði segir að það verði að huga að því að þetta útspil First Water bitni á öðrum. „Að það sé verið að reisa einhvern varnagla gagnvart öðrum sem telja ekki ástæðu til að gripið verði til aðgerða. En við munum fara yfir þetta á vandaðan máta og það veit ég að sex af sjö bæjarfulltrúum hafa ekkert tjáð sig um málið, hvorki með né á móti. Ker First Water í forgrunni. Til stendur að reisa verksmiðjuna aðeins vestur af starfsstöð First Water, til móts við hvítt hús Lýsis við Suðurstrandaveg. Í víkinni verður byggð höfn undir starfsemina.vísir/einar Í huga bæjarstjórnar snýst málið ekki um það hvort hér rís mölunarverksmiðja eða ekki heldur gæta að heiðarlegum og vönduðum vinnubrögðum sem stenst þær kröfur sem við gerum til vandaðrar stjórnsýslu.“ Elliði segir sveitarstjórnarfólk í þeirri stöðu að það hafi engin áhrif nema á lögformlegum fundum, það sé þeirra leið, þeirra hlutverk. „Það kemur enginn til með að stýra þessari aðgerð nema sveitarstjórnarfólk í Ölfusi, hvorki First Water, Heidelberg né Landvernd stýrir þessu máli. Það gerir bæjarstjórn Ölfus með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi.“
Fiskeldi Námuvinnsla Ölfus Árborg Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36 Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07 Grjótmulningsverksmiðja umfram blómleg tækifæri komandi kynslóða? Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum. 14. maí 2024 09:01 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36
Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07
Grjótmulningsverksmiðja umfram blómleg tækifæri komandi kynslóða? Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum. 14. maí 2024 09:01