„Svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar til að klára“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. maí 2024 22:54 Rúnar var með hattinn en komst ekki í stuð að þessu sinni Vísir/Snædís Bára Sjaldan eða aldrei hefur þjálfari mætt í viðtal jafn augljóslega brjálaður yfir úrslitum leiks og Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í kvöld, en hans konur máttu þola tap í Keflavík 94-91 eftir tvíframlengdan leik. „Ég er bara brjálaður. Það sem að við erum að gera gengur upp lengstan tíma leiksins. Mér fannst við ekki góðar sóknarlega. En við erum samt sem áður í forystu. Vorum ekki að hita vel fyrir utan en svo erum við að finna svör. Erum að halda þeim í erfiðum skotum og frákasta vel.“ „Við erum með leikinn bara alveg í höndunum en svo bara vantaði töffaraskapinn undir lokinn. Þetta eru lokaúrslit og það er ekkert sem okkur á að langa meira. Mér fannst vanta líf og að ég sæi það í augunum á fólki að það sé tilbúið. Ekki bara vera „enginn heima“ einhvern veginn. Ég bara get ekki sætt mig við að við séum hérna og ekki að leggja allt á gólfið og það fyrr í leiknum.“ Njarðvíkingar komu sér í kjörstöðu til að gera út um leikinn í þriðja leikhluta en náðu ekki að fylgja eftir góðum kafla. „Mér fannst við geta farið lengra með hann miklu fyrr. Komumst þarna tíu stigum yfir en svo erum við bara að klikka á smáatriðum. Hættum að gera það sem við erum að æfa og tölum um og förum yfir. Hvort það eru þreytumerki eða ekki, ég þarf að skoða það. Það eru læti og ég er að reyna að garga breytingar inn á völlinn en við þurfum líka að lesa leikinn.“ Það var sérstaklega varnarleikurinn sem Rúnar var ósáttur með að fór í handaskolum en Thelma Ágústsdóttir lét þristunum rigna á Njarðvíkinga seinni part leiksins og var oft að fá galopin skot. „Við vitum að þær eru að opna fyrir Thelmu og alltaf stöndum við samt hálfu skrefi fyrir innan hana vitandi það að það er enginn til að skipta því við erum að spila þannig vörn. Þá þarftu að vera klókari. Við erum bara ekki nógu klókar í dag og það svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar að klára svona leik.“ Njarðvíkingar fengu tækifæri til að klára leikinn undir lok venjulegs leiktíma en Selena Lott náði ekki að koma skoti á körfuna og það sama var uppi á tengingnum í lok fyrri framlengingar. Rúnar tók það á sig og ætlar að laga fyrir næsta leik. „Mistökin mín eru, og ég tek það á mig, að setja boltann aftur í hendurnar á henni í lok fyrri framlengingar því hún bara þreytt. Ég tek það á mig og verð tilbúinn með eitthvað annað ef við komum okkur í þessa stöðu aftur. Því mér fannst við bara koma okkur sjálfar í þessa stöðu.“ „Ég er með svona 4-5 atriði í hausnum sérstaklega sem ég þarf að stoppa í strax og taka ákvarðanir og þess vegna er ég hér. Þegar ég verð búinn að taka þær ákvarðarnir þá vinnum við leik tvö og mætum hér til að vinna leik þrjú á miðvikudaginn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Sjá meira
„Ég er bara brjálaður. Það sem að við erum að gera gengur upp lengstan tíma leiksins. Mér fannst við ekki góðar sóknarlega. En við erum samt sem áður í forystu. Vorum ekki að hita vel fyrir utan en svo erum við að finna svör. Erum að halda þeim í erfiðum skotum og frákasta vel.“ „Við erum með leikinn bara alveg í höndunum en svo bara vantaði töffaraskapinn undir lokinn. Þetta eru lokaúrslit og það er ekkert sem okkur á að langa meira. Mér fannst vanta líf og að ég sæi það í augunum á fólki að það sé tilbúið. Ekki bara vera „enginn heima“ einhvern veginn. Ég bara get ekki sætt mig við að við séum hérna og ekki að leggja allt á gólfið og það fyrr í leiknum.“ Njarðvíkingar komu sér í kjörstöðu til að gera út um leikinn í þriðja leikhluta en náðu ekki að fylgja eftir góðum kafla. „Mér fannst við geta farið lengra með hann miklu fyrr. Komumst þarna tíu stigum yfir en svo erum við bara að klikka á smáatriðum. Hættum að gera það sem við erum að æfa og tölum um og förum yfir. Hvort það eru þreytumerki eða ekki, ég þarf að skoða það. Það eru læti og ég er að reyna að garga breytingar inn á völlinn en við þurfum líka að lesa leikinn.“ Það var sérstaklega varnarleikurinn sem Rúnar var ósáttur með að fór í handaskolum en Thelma Ágústsdóttir lét þristunum rigna á Njarðvíkinga seinni part leiksins og var oft að fá galopin skot. „Við vitum að þær eru að opna fyrir Thelmu og alltaf stöndum við samt hálfu skrefi fyrir innan hana vitandi það að það er enginn til að skipta því við erum að spila þannig vörn. Þá þarftu að vera klókari. Við erum bara ekki nógu klókar í dag og það svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar að klára svona leik.“ Njarðvíkingar fengu tækifæri til að klára leikinn undir lok venjulegs leiktíma en Selena Lott náði ekki að koma skoti á körfuna og það sama var uppi á tengingnum í lok fyrri framlengingar. Rúnar tók það á sig og ætlar að laga fyrir næsta leik. „Mistökin mín eru, og ég tek það á mig, að setja boltann aftur í hendurnar á henni í lok fyrri framlengingar því hún bara þreytt. Ég tek það á mig og verð tilbúinn með eitthvað annað ef við komum okkur í þessa stöðu aftur. Því mér fannst við bara koma okkur sjálfar í þessa stöðu.“ „Ég er með svona 4-5 atriði í hausnum sérstaklega sem ég þarf að stoppa í strax og taka ákvarðanir og þess vegna er ég hér. Þegar ég verð búinn að taka þær ákvarðarnir þá vinnum við leik tvö og mætum hér til að vinna leik þrjú á miðvikudaginn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti