Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. maí 2024 17:33 Sigmundur spurði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í dag hvort eðlilegt væri að ráðherrar landsins taki þátt í mótmælum erlendis. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. Umfangsmikil mótmæli brutust út þegar umdeild fjölmiðlalög voru samþykkt í Georgíu í fyrradag. Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna, þar sem hún fundaði með stjórnvöldum, stjórnarandstöðunni og frjálsum félagssamtökum. Heimsóknin kemur í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á föstudag þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin í Georgíu stríddu gegn evrópskum gildum og reglum. Georgía hefur stöðu mögulegs umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu, en „rússnesku lögin“ sem samþykkt voru vekja upp alvarlegar spurningar um hvert landið stefnir, að mati utanríkisráðuneytisins. Sigmundur Davíð spurði Bjarna Benediktsson í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort það hefði verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hefði tekið þátt í mótmælum þar í landi, og þar með lýst afstöðu ríkisstjórnar Íslands. Hann spyr hvort „þetta sé eitthvað sem við getum átt von á, að ráðherrar landsins taki þátt í mótmælum í öðrum löndum?“ Taki ekki afstöðu gegn stjórnvöldum Bjarni svaraði því að Þórdís væri að taka þátt í sameiginlegri ferð Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, sem að oft komi saman. Þetta eigi rætur sínar að rekja til samstarfs þeirra ríkja. Þau séu ekki að taka afstöðu gegn stjórnvöldum heldur meira að kynna sér ástandið og hlýða á þau sjónarmið sem að eru uppi. „En það eru uppi áhyggjur af því að gildi á borð við öflugt lýðræði og frjálsa fjölmiðlun, séu að verða undir í því samfélagi fyrir áhrif erlendra afla,“ sagði Bjarni Georgía Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42 Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. 12. maí 2024 08:05 Þórdís í sendinefnd til Georgíu vegna umdeildra laga Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna. 15. maí 2024 13:51 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Umfangsmikil mótmæli brutust út þegar umdeild fjölmiðlalög voru samþykkt í Georgíu í fyrradag. Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna, þar sem hún fundaði með stjórnvöldum, stjórnarandstöðunni og frjálsum félagssamtökum. Heimsóknin kemur í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á föstudag þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin í Georgíu stríddu gegn evrópskum gildum og reglum. Georgía hefur stöðu mögulegs umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu, en „rússnesku lögin“ sem samþykkt voru vekja upp alvarlegar spurningar um hvert landið stefnir, að mati utanríkisráðuneytisins. Sigmundur Davíð spurði Bjarna Benediktsson í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort það hefði verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hefði tekið þátt í mótmælum þar í landi, og þar með lýst afstöðu ríkisstjórnar Íslands. Hann spyr hvort „þetta sé eitthvað sem við getum átt von á, að ráðherrar landsins taki þátt í mótmælum í öðrum löndum?“ Taki ekki afstöðu gegn stjórnvöldum Bjarni svaraði því að Þórdís væri að taka þátt í sameiginlegri ferð Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, sem að oft komi saman. Þetta eigi rætur sínar að rekja til samstarfs þeirra ríkja. Þau séu ekki að taka afstöðu gegn stjórnvöldum heldur meira að kynna sér ástandið og hlýða á þau sjónarmið sem að eru uppi. „En það eru uppi áhyggjur af því að gildi á borð við öflugt lýðræði og frjálsa fjölmiðlun, séu að verða undir í því samfélagi fyrir áhrif erlendra afla,“ sagði Bjarni
Georgía Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42 Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. 12. maí 2024 08:05 Þórdís í sendinefnd til Georgíu vegna umdeildra laga Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna. 15. maí 2024 13:51 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
„Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42
Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. 12. maí 2024 08:05
Þórdís í sendinefnd til Georgíu vegna umdeildra laga Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna. 15. maí 2024 13:51