Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. maí 2024 17:33 Sigmundur spurði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í dag hvort eðlilegt væri að ráðherrar landsins taki þátt í mótmælum erlendis. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. Umfangsmikil mótmæli brutust út þegar umdeild fjölmiðlalög voru samþykkt í Georgíu í fyrradag. Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna, þar sem hún fundaði með stjórnvöldum, stjórnarandstöðunni og frjálsum félagssamtökum. Heimsóknin kemur í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á föstudag þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin í Georgíu stríddu gegn evrópskum gildum og reglum. Georgía hefur stöðu mögulegs umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu, en „rússnesku lögin“ sem samþykkt voru vekja upp alvarlegar spurningar um hvert landið stefnir, að mati utanríkisráðuneytisins. Sigmundur Davíð spurði Bjarna Benediktsson í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort það hefði verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hefði tekið þátt í mótmælum þar í landi, og þar með lýst afstöðu ríkisstjórnar Íslands. Hann spyr hvort „þetta sé eitthvað sem við getum átt von á, að ráðherrar landsins taki þátt í mótmælum í öðrum löndum?“ Taki ekki afstöðu gegn stjórnvöldum Bjarni svaraði því að Þórdís væri að taka þátt í sameiginlegri ferð Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, sem að oft komi saman. Þetta eigi rætur sínar að rekja til samstarfs þeirra ríkja. Þau séu ekki að taka afstöðu gegn stjórnvöldum heldur meira að kynna sér ástandið og hlýða á þau sjónarmið sem að eru uppi. „En það eru uppi áhyggjur af því að gildi á borð við öflugt lýðræði og frjálsa fjölmiðlun, séu að verða undir í því samfélagi fyrir áhrif erlendra afla,“ sagði Bjarni Georgía Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42 Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. 12. maí 2024 08:05 Þórdís í sendinefnd til Georgíu vegna umdeildra laga Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna. 15. maí 2024 13:51 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Sjá meira
Umfangsmikil mótmæli brutust út þegar umdeild fjölmiðlalög voru samþykkt í Georgíu í fyrradag. Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna, þar sem hún fundaði með stjórnvöldum, stjórnarandstöðunni og frjálsum félagssamtökum. Heimsóknin kemur í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á föstudag þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin í Georgíu stríddu gegn evrópskum gildum og reglum. Georgía hefur stöðu mögulegs umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu, en „rússnesku lögin“ sem samþykkt voru vekja upp alvarlegar spurningar um hvert landið stefnir, að mati utanríkisráðuneytisins. Sigmundur Davíð spurði Bjarna Benediktsson í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort það hefði verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hefði tekið þátt í mótmælum þar í landi, og þar með lýst afstöðu ríkisstjórnar Íslands. Hann spyr hvort „þetta sé eitthvað sem við getum átt von á, að ráðherrar landsins taki þátt í mótmælum í öðrum löndum?“ Taki ekki afstöðu gegn stjórnvöldum Bjarni svaraði því að Þórdís væri að taka þátt í sameiginlegri ferð Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, sem að oft komi saman. Þetta eigi rætur sínar að rekja til samstarfs þeirra ríkja. Þau séu ekki að taka afstöðu gegn stjórnvöldum heldur meira að kynna sér ástandið og hlýða á þau sjónarmið sem að eru uppi. „En það eru uppi áhyggjur af því að gildi á borð við öflugt lýðræði og frjálsa fjölmiðlun, séu að verða undir í því samfélagi fyrir áhrif erlendra afla,“ sagði Bjarni
Georgía Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42 Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. 12. maí 2024 08:05 Þórdís í sendinefnd til Georgíu vegna umdeildra laga Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna. 15. maí 2024 13:51 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Sjá meira
„Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42
Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. 12. maí 2024 08:05
Þórdís í sendinefnd til Georgíu vegna umdeildra laga Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna. 15. maí 2024 13:51