Viktor hvetur forsetaframbjóðendur til að sniðganga Stöð 2 Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2024 16:32 Viktor forsetaframbjóðandi er ósáttur við að aðeins þeim sem hafa mælst yfir fimm prósenta fylgi sé boðið til þátttöku í kappræðunum sem verða í kvöld á Stöð 2. Hann er með krók á móti bragði. vísir/vilhelm Viktor Traustason forsetaframbjóðandi er afar ósáttur við að honum, sem og helmingi þeirra sem í forsetaframboði eru, sé ekki boðið til þátttöku í kappræðum Stöðvar 2 og hvetur til sniðgöngu. Viktor segir að í kvöld klukkan 18:55 muni Stöð 2 gangast fyrir kappræðum í opinni dagskrá. En helmingi frambjóðenda sé hins vegar, „meinaður aðgangur að jafnri umfjöllun,“ eins og Viktor orðar það í stuttri færslu á Facebook. Viktor telur þá ákvarðanatöku byggja á ófaglegri túlkun niðurstaðna ólíkra skoðanakannana yfir langt tímabil. „Sem byggja á mistraustum tölfræðilegum grunni varðandi hvern landsmenn vilja helst í forsetaembættið.“ Viktor ætlar þó ekki að láta grípa sig alveg í bólinu og er með krók á móti bragði. „Í kvöld mun ég taka óbeinan þátt í kappræðunum með því að svara sömu spurningum í rauntíma á mínum samfélagsmiðlum: https://www.instagram.com/viktortraustason24/ https://www.facebook.com/profile.php?id=61556679916457 https://twitter.com/ViktorTrausta https://www.tiktok.com/@viktort2024 Þá segist hann hafa skorað á aðra frambjóðendur sem fengu boð um að mæta í kappræðurnar að sniðganga þær. „Eða benda á þessi ólýðræðislegu vinnubrögð í beinni útsendingu í kvöld ásamt því að vísa fólki á samfélagsmiðla okkar hinna.“ Þá hefur hann hvatt aðra frambjóðendur til að taka þátt með sér í kvöld á samfélagsmiðlum. „Sjáumst hress og kát,“ segir Viktor, hvergi nærri af baki dottinn. Fjölmiðlar Pallborðið Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Af vængjum fram: „Krakkar, ekki gera þetta heima“ Viktor Traustason forsetaframbjóðandi á nokkuð auðvelt með að borða sterkan mat. Hann sýnir einstakt töfrabragð sem hann lærði af götuhundum í Grikklandi og lýsir því hvað honum finnst um að tala um fjölskylduna sína. 16. maí 2024 07:00 Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
Viktor segir að í kvöld klukkan 18:55 muni Stöð 2 gangast fyrir kappræðum í opinni dagskrá. En helmingi frambjóðenda sé hins vegar, „meinaður aðgangur að jafnri umfjöllun,“ eins og Viktor orðar það í stuttri færslu á Facebook. Viktor telur þá ákvarðanatöku byggja á ófaglegri túlkun niðurstaðna ólíkra skoðanakannana yfir langt tímabil. „Sem byggja á mistraustum tölfræðilegum grunni varðandi hvern landsmenn vilja helst í forsetaembættið.“ Viktor ætlar þó ekki að láta grípa sig alveg í bólinu og er með krók á móti bragði. „Í kvöld mun ég taka óbeinan þátt í kappræðunum með því að svara sömu spurningum í rauntíma á mínum samfélagsmiðlum: https://www.instagram.com/viktortraustason24/ https://www.facebook.com/profile.php?id=61556679916457 https://twitter.com/ViktorTrausta https://www.tiktok.com/@viktort2024 Þá segist hann hafa skorað á aðra frambjóðendur sem fengu boð um að mæta í kappræðurnar að sniðganga þær. „Eða benda á þessi ólýðræðislegu vinnubrögð í beinni útsendingu í kvöld ásamt því að vísa fólki á samfélagsmiðla okkar hinna.“ Þá hefur hann hvatt aðra frambjóðendur til að taka þátt með sér í kvöld á samfélagsmiðlum. „Sjáumst hress og kát,“ segir Viktor, hvergi nærri af baki dottinn.
Fjölmiðlar Pallborðið Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Af vængjum fram: „Krakkar, ekki gera þetta heima“ Viktor Traustason forsetaframbjóðandi á nokkuð auðvelt með að borða sterkan mat. Hann sýnir einstakt töfrabragð sem hann lærði af götuhundum í Grikklandi og lýsir því hvað honum finnst um að tala um fjölskylduna sína. 16. maí 2024 07:00 Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
Af vængjum fram: „Krakkar, ekki gera þetta heima“ Viktor Traustason forsetaframbjóðandi á nokkuð auðvelt með að borða sterkan mat. Hann sýnir einstakt töfrabragð sem hann lærði af götuhundum í Grikklandi og lýsir því hvað honum finnst um að tala um fjölskylduna sína. 16. maí 2024 07:00
Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40