Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2024 15:04 Bjarni fullvissaði Ingu um að Katrínar yrði getið í formálanum. vísir/vilhelm Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? Inga Sæland formaður Flokks fólksins kvaddi sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum og beindi máli sínu að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Ingu lék forvitni á að vita meira um það sem Vísir greindi frá, er varðar förgun bókarinnar en þegar Katrín Jakobsdóttir söðlaði um og fór í forsetaframboð var hún búin að ganga frá inngangi bókargjafar til þjóðarinnar í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. Inga sagði bókina hugarfóstur Katrínar og hún velti fyrir sér, í ljósi þeirra frétta að 30 þúsund eintökum hafi verið fleygt, vegna þess að Bjarna þætti ekki við hæfi að Katrín væri skráð fyrir inngangi bókarinnar. „Hvaða gjörningur er hér á ferðinni,“ spurði Inga. Hvaða skilaboð eru þetta út í samfélagið þegar ljóst er að hér eiga margir vart til hnífs og skeiðar. Er það svona sem mönnum finnst eðlilegt að gengið sé um eigur almennings? Og hvort það þyrfti þá ekki að rífa innganginn úr þegar nýr forsætisráðherra settist í stólinn? Það verður 17. júní um land allt Bjarni svaraði því svo til að framundan væri 80 ára afmæli lýðveldisins og tilefni til hátíðarhalda og fögnuðar um land allt. Af hálfu stjórnarinnar hafi ýmislegt verið undirbúið. Það verður 17. júní um land allt; á Þingvöllum, á Hrafnseyri, sérstök lýðveldiskaka verði snædd um land allt, kórastarf verði eflt og gengið um þjóðlendur. Bjarni vísaði til vefsins lydveldi.is til frekari upplýsingar. Og svo væri það þessi bók. Bjarni sagðist hafa verið hrifinn af hugmyndinni og vel til fundið að gefa út bók um fjallkonuna, sem við tengjum þjóðhátíðardeginum. Það rit standi til að gefa út og geti allir sem áhuga hafa á nálgast. Inga Sæland sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti veg og vanda að bókinni og það væri fáránleg sóun að farga upplaginu bara svo Bjarni gæti skrifað sig fyrir honum.vísir/vilhelm Bjarni sagði jafnframt að það hafi þótt rangt að á útgáfudegi bókarinnar að segja að forsætisráðherra, sem þá væri farin, væri skrifuð fyrir formálanum. „Þetta er ekki stór ákvörðun heldur þykir leiða af eðli málsins.“ Bjarni harmaði kostnaðaraukann en verkið í heild sinni væri enn innan kostnaðaráætlana. Katrín fjallkonan sem hefur veg og vanda af útgáfunni Inga var ekki tilbúin að sleppa honum svo létt og sagði þetta stórkostlegt svar hjá forsætisráðherra. „Ég fékk að heyra allt um undirbúninginn og fagnaðarlætin sem verða um land allt.“ Hún sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti hugmyndina að þessu riti og eðlilegt væri að hún skrifaði formálann. Hvers vegna hefði verið talin ástæða til að rífa hann úr svo sá sem nú situr geti skrifað formála? Gjöf til almennings sem almenningur borgi reyndar sjálfur fyrir. Bjarni ítrekaði að honum þætti miður ef af þessu hlytist aukinn kostnaður. En bókin verði gefin út. Hann hafi rætt málið við Katrínu og hann gæti upplýst, ef það gæti orðið til einhverrar hugarróar, að þau hafi verið sammála um að ekki væri eðlilegt að hún væri skrifuð fyrir formála löngu eftir að hún hafi lokið leik. En hann muni að sjálfsögðu geta aðkomu hennar í formálanum og þess að hún hafi haft veg og vanda af útgáfunni. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir „Nú verður þú bara að spyrja Bjarna“ Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sagðist í engu hafa komið nálægt þeirri ákvörðun að farga 30 þúsund eintökum bókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. 15. maí 2024 10:08 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins kvaddi sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum og beindi máli sínu að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Ingu lék forvitni á að vita meira um það sem Vísir greindi frá, er varðar förgun bókarinnar en þegar Katrín Jakobsdóttir söðlaði um og fór í forsetaframboð var hún búin að ganga frá inngangi bókargjafar til þjóðarinnar í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. Inga sagði bókina hugarfóstur Katrínar og hún velti fyrir sér, í ljósi þeirra frétta að 30 þúsund eintökum hafi verið fleygt, vegna þess að Bjarna þætti ekki við hæfi að Katrín væri skráð fyrir inngangi bókarinnar. „Hvaða gjörningur er hér á ferðinni,“ spurði Inga. Hvaða skilaboð eru þetta út í samfélagið þegar ljóst er að hér eiga margir vart til hnífs og skeiðar. Er það svona sem mönnum finnst eðlilegt að gengið sé um eigur almennings? Og hvort það þyrfti þá ekki að rífa innganginn úr þegar nýr forsætisráðherra settist í stólinn? Það verður 17. júní um land allt Bjarni svaraði því svo til að framundan væri 80 ára afmæli lýðveldisins og tilefni til hátíðarhalda og fögnuðar um land allt. Af hálfu stjórnarinnar hafi ýmislegt verið undirbúið. Það verður 17. júní um land allt; á Þingvöllum, á Hrafnseyri, sérstök lýðveldiskaka verði snædd um land allt, kórastarf verði eflt og gengið um þjóðlendur. Bjarni vísaði til vefsins lydveldi.is til frekari upplýsingar. Og svo væri það þessi bók. Bjarni sagðist hafa verið hrifinn af hugmyndinni og vel til fundið að gefa út bók um fjallkonuna, sem við tengjum þjóðhátíðardeginum. Það rit standi til að gefa út og geti allir sem áhuga hafa á nálgast. Inga Sæland sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti veg og vanda að bókinni og það væri fáránleg sóun að farga upplaginu bara svo Bjarni gæti skrifað sig fyrir honum.vísir/vilhelm Bjarni sagði jafnframt að það hafi þótt rangt að á útgáfudegi bókarinnar að segja að forsætisráðherra, sem þá væri farin, væri skrifuð fyrir formálanum. „Þetta er ekki stór ákvörðun heldur þykir leiða af eðli málsins.“ Bjarni harmaði kostnaðaraukann en verkið í heild sinni væri enn innan kostnaðaráætlana. Katrín fjallkonan sem hefur veg og vanda af útgáfunni Inga var ekki tilbúin að sleppa honum svo létt og sagði þetta stórkostlegt svar hjá forsætisráðherra. „Ég fékk að heyra allt um undirbúninginn og fagnaðarlætin sem verða um land allt.“ Hún sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti hugmyndina að þessu riti og eðlilegt væri að hún skrifaði formálann. Hvers vegna hefði verið talin ástæða til að rífa hann úr svo sá sem nú situr geti skrifað formála? Gjöf til almennings sem almenningur borgi reyndar sjálfur fyrir. Bjarni ítrekaði að honum þætti miður ef af þessu hlytist aukinn kostnaður. En bókin verði gefin út. Hann hafi rætt málið við Katrínu og hann gæti upplýst, ef það gæti orðið til einhverrar hugarróar, að þau hafi verið sammála um að ekki væri eðlilegt að hún væri skrifuð fyrir formála löngu eftir að hún hafi lokið leik. En hann muni að sjálfsögðu geta aðkomu hennar í formálanum og þess að hún hafi haft veg og vanda af útgáfunni.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir „Nú verður þú bara að spyrja Bjarna“ Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sagðist í engu hafa komið nálægt þeirri ákvörðun að farga 30 þúsund eintökum bókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. 15. maí 2024 10:08 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Nú verður þú bara að spyrja Bjarna“ Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sagðist í engu hafa komið nálægt þeirri ákvörðun að farga 30 þúsund eintökum bókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. 15. maí 2024 10:08