Fólk muni ekki borga 200 þúsund fyrir „heimili sem það notar sem sumarbústað“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2024 11:42 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar. Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir að leiguverð sem fasteignafélagið Þórkatla hafi sett á seldar eignir í bænum alltof hátt - og alls ekki til þess fallið að fá fólk til að snúa aftur í bæinn. Hann reiknar ekki með að margir nýti sér úrræðið en fyrri eigendum húsanna býðst að leigja þau á 625 krónur fermetrann. Þórkatla, fasteignafélagið sem sér um kaup á húsnæði Grindvíkinga, tilkynnti í gær að það hefði nú samþykkt kaup á 660 eignum og undirritað 471 kaupsamning. Þórkatla muni jafnframt leigja út þær fasteignir sem félagið hefur keypt, fyrst um sinn eingöngu til fyrri eigenda. Leigan verði í kringum 625 krónur á fermetra út árið, auk þess sem leigutaki greiði hita og rafmagn. Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur segir segir marga Grindvíkinga hafa keypt hús annars staðar. Þeir sjái ekki fyrir sér að geta borgað þetta háa leigu samhliða rekstri nýja heimilisins. „Fólk vildi leigja húsin sín áfram upp á von um að koma til baka. En ef þetta er leiguverðið, ef við tökum bara 200 fermetra hús, þá ertu að borga 200 þúsund á mánuði,“ segir Hjálmar. „Þannig að þetta er alltof hátt verð og engan veginn til þess fallið að fólk vilji koma til baka. Þetta er það sem ég heyri allt í kringum mig, að verðið sé alltof hátt, því fólk er að reka annað heimili. Það er búið að kaupa sér annars staðar hús og það er ekki að fara að borga 200 þúsund krónur fyrir heimili sem það notar sem sumarbústað.“ Hjálmar reiknar því ekki með að margir nýti sér úrræðið og hvetur Þórkötlu til að endurskoða skilmálana. Sjálfur hefur Hjálmar meira og minna búið í Grindavík síðustu mánuði og segir óvissuna í kringum jarðhræringarnar nú afar óþægilega. „Þetta er alls ekki nógu gott, nú er búin að vera spá um eldgos og búin að hanga lengi yfir. Ekkert hefur gerst í Grindavík en það er rétt hjá þér, það eru allir að bíða eftir að eitthvað gerist og fólk er með varann á sér. Þetta er óþægilegt ástand. Það er búið að liggja yfir spá og milljónir rúmmetra streyma inn en það gerist ekkert hér.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Þórkatla, fasteignafélagið sem sér um kaup á húsnæði Grindvíkinga, tilkynnti í gær að það hefði nú samþykkt kaup á 660 eignum og undirritað 471 kaupsamning. Þórkatla muni jafnframt leigja út þær fasteignir sem félagið hefur keypt, fyrst um sinn eingöngu til fyrri eigenda. Leigan verði í kringum 625 krónur á fermetra út árið, auk þess sem leigutaki greiði hita og rafmagn. Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur segir segir marga Grindvíkinga hafa keypt hús annars staðar. Þeir sjái ekki fyrir sér að geta borgað þetta háa leigu samhliða rekstri nýja heimilisins. „Fólk vildi leigja húsin sín áfram upp á von um að koma til baka. En ef þetta er leiguverðið, ef við tökum bara 200 fermetra hús, þá ertu að borga 200 þúsund á mánuði,“ segir Hjálmar. „Þannig að þetta er alltof hátt verð og engan veginn til þess fallið að fólk vilji koma til baka. Þetta er það sem ég heyri allt í kringum mig, að verðið sé alltof hátt, því fólk er að reka annað heimili. Það er búið að kaupa sér annars staðar hús og það er ekki að fara að borga 200 þúsund krónur fyrir heimili sem það notar sem sumarbústað.“ Hjálmar reiknar því ekki með að margir nýti sér úrræðið og hvetur Þórkötlu til að endurskoða skilmálana. Sjálfur hefur Hjálmar meira og minna búið í Grindavík síðustu mánuði og segir óvissuna í kringum jarðhræringarnar nú afar óþægilega. „Þetta er alls ekki nógu gott, nú er búin að vera spá um eldgos og búin að hanga lengi yfir. Ekkert hefur gerst í Grindavík en það er rétt hjá þér, það eru allir að bíða eftir að eitthvað gerist og fólk er með varann á sér. Þetta er óþægilegt ástand. Það er búið að liggja yfir spá og milljónir rúmmetra streyma inn en það gerist ekkert hér.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira