„Okkur dauðlangar í meira“ Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2024 12:31 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals Vísir/Arnar Halldórsson Það er óhætt að segja að komandi dagar séu ansi mikilvægir fyrir karlalið Vals í handbolta sem að leikur þrjá úrslitaleiki á næstunni. Úrslitaleiki sem gæti fjölgað nokkuð ört gangi allt að óskum hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara liðsins og leikmönnum hans. Fyrsti úrslitaleikurinn á sér stað í kvöld þar sem að Valur mætir, með bakið upp við vegg, Aftureldingu á heimavelli í undanúrslitum Olís deildarinnar. Ekkert annað en sigur gegn Aftureldingu í kvöld dugir Val til þess að halda lífi í vonum þeirra um Íslandsmeistaratitilinn. Úrslit sem myndu bæta við enn einum úrslitaleik fyrir liðið Undanúrslitaeinvígi Vals og Aftureldingar stendur 2-1 fyrir Aftureldingu sem tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu gegn FH með sigri í kvöld. Sigur sem myndi um leið henda Val út úr keppninni. Á sama tíma á Valur fyrir höndum tvo leiki gegn Olympiacos í úrslitaeinvígi Evrópubikarsins. Fyrri leikur liðanna fer fram í N1 höllinni á laugardaginn kemur. „Ég held að það sé þannig með alla. Leikmenn, þjálfara og félögin. Þetta er svo gaman að það vilja allir bara meira og meira,“ segir Óskar Bjarni, þjálfari Vals, um stöðuna sem liðið er í. „Það er nokkuð ljóst að ef við náum ekki að klára Aftureldingu í kvöld þá er Íslandsmótið bara búið hjá okkur. Við erum í þeirri stöðu, líkt og önnur lið í kringum okkur, að okkur dauðlangar í meira.“ Hvernig horfir þá viðureignin í kvöld við þér? „Mér finnst Afturelding hafa verið örlítið betri í leik eitt og þrjú á sínum heimavelli. Við vorum síðan betri á okkar heimavelli. Annars hefur þetta bara verið jafnt og skemmtilegt. Bæði lið eru með mikið af skemmtilegum leikmönnum innanborðs. Komið út í undanúrslit eru alls konar lítil atriði sem skipta máli. Gamla tuggan með vörn, markvörslu og þannig lagað. Afturelding náði að loka á okkar styrkleika í síðasta leik. Þá voru þeir grimmari og fastari fyrir. Við þurfum að svara því í kvöld. Það er nokkuð ljóst.“ Stuðningsfólk Vals er dekrað með góðum árangri þessa dagana og í gær gerði karlaliðið sér í körfuboltanum lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla með sigri á Njarðvík í oddaleik liðanna í N1 höllinni. Stemningin á leiknum var mögnuð. Eitthvað sem Óskar Bjarni vonar að verði einnig raunin í kvöld. „Það ætla ég að vona. Ég veit að stuðningsmenn Aftureldingar munu fjölmenna úr Mosfellsbænum. Það er mín von að þessi skemmtilega veisla haldi áfram í N1 höllinni í kvöld. Þetta var náttúrulega bara frábært í gær. Stórkostlegt að fá körfuna í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð. Gaman að sjá körfusamfélagið í Val hafa vaxið svona undanfarin ár. Það gefur mér sem Valsara mikið. Svo er þetta bara leikur hjá okkur í kvöld. Stelpurnar spila þriðja leik sinn í úrslitunum á morgun og körfuboltaeinvígið hjá strákunum byrjar á föstudaginn. Þá er einnig bikarleikur hjá körlunum í fótboltanum og við spilum fyrri úrslitaleik okkar við Olympiacos á laugardaginn. Þetta tekur á en eru bara forréttindi og skemmtilegt fyrir Valsfólk. Algjör Veisla. Þegar að það er komið fram í þennan tíma. Vorið. Þá viltu vera í þessari stöðu. Við duttum út í átta liða úrslitunum í fyrra eftir stórkostlegan vetur. Vetur sem við vorum mjög stoltir af og tók mikið á. Núna erum við með liðið á ágætum stað. Það er alltaf eitthvað smá hnjask eins og gefur að skilja, líkt og er hjá öllum liðum. Að vera í undanúrslitum í Íslandsmóti og úrslitum í Evrópukeppni á sama tíma er náttúrulega bara það skemmtilegasta sem við gerum. Við þurfum bara að kalla fram allt það besta í okkur. Alla orku.“ Olís-deild karla Valur Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira
Ekkert annað en sigur gegn Aftureldingu í kvöld dugir Val til þess að halda lífi í vonum þeirra um Íslandsmeistaratitilinn. Úrslit sem myndu bæta við enn einum úrslitaleik fyrir liðið Undanúrslitaeinvígi Vals og Aftureldingar stendur 2-1 fyrir Aftureldingu sem tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu gegn FH með sigri í kvöld. Sigur sem myndi um leið henda Val út úr keppninni. Á sama tíma á Valur fyrir höndum tvo leiki gegn Olympiacos í úrslitaeinvígi Evrópubikarsins. Fyrri leikur liðanna fer fram í N1 höllinni á laugardaginn kemur. „Ég held að það sé þannig með alla. Leikmenn, þjálfara og félögin. Þetta er svo gaman að það vilja allir bara meira og meira,“ segir Óskar Bjarni, þjálfari Vals, um stöðuna sem liðið er í. „Það er nokkuð ljóst að ef við náum ekki að klára Aftureldingu í kvöld þá er Íslandsmótið bara búið hjá okkur. Við erum í þeirri stöðu, líkt og önnur lið í kringum okkur, að okkur dauðlangar í meira.“ Hvernig horfir þá viðureignin í kvöld við þér? „Mér finnst Afturelding hafa verið örlítið betri í leik eitt og þrjú á sínum heimavelli. Við vorum síðan betri á okkar heimavelli. Annars hefur þetta bara verið jafnt og skemmtilegt. Bæði lið eru með mikið af skemmtilegum leikmönnum innanborðs. Komið út í undanúrslit eru alls konar lítil atriði sem skipta máli. Gamla tuggan með vörn, markvörslu og þannig lagað. Afturelding náði að loka á okkar styrkleika í síðasta leik. Þá voru þeir grimmari og fastari fyrir. Við þurfum að svara því í kvöld. Það er nokkuð ljóst.“ Stuðningsfólk Vals er dekrað með góðum árangri þessa dagana og í gær gerði karlaliðið sér í körfuboltanum lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla með sigri á Njarðvík í oddaleik liðanna í N1 höllinni. Stemningin á leiknum var mögnuð. Eitthvað sem Óskar Bjarni vonar að verði einnig raunin í kvöld. „Það ætla ég að vona. Ég veit að stuðningsmenn Aftureldingar munu fjölmenna úr Mosfellsbænum. Það er mín von að þessi skemmtilega veisla haldi áfram í N1 höllinni í kvöld. Þetta var náttúrulega bara frábært í gær. Stórkostlegt að fá körfuna í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð. Gaman að sjá körfusamfélagið í Val hafa vaxið svona undanfarin ár. Það gefur mér sem Valsara mikið. Svo er þetta bara leikur hjá okkur í kvöld. Stelpurnar spila þriðja leik sinn í úrslitunum á morgun og körfuboltaeinvígið hjá strákunum byrjar á föstudaginn. Þá er einnig bikarleikur hjá körlunum í fótboltanum og við spilum fyrri úrslitaleik okkar við Olympiacos á laugardaginn. Þetta tekur á en eru bara forréttindi og skemmtilegt fyrir Valsfólk. Algjör Veisla. Þegar að það er komið fram í þennan tíma. Vorið. Þá viltu vera í þessari stöðu. Við duttum út í átta liða úrslitunum í fyrra eftir stórkostlegan vetur. Vetur sem við vorum mjög stoltir af og tók mikið á. Núna erum við með liðið á ágætum stað. Það er alltaf eitthvað smá hnjask eins og gefur að skilja, líkt og er hjá öllum liðum. Að vera í undanúrslitum í Íslandsmóti og úrslitum í Evrópukeppni á sama tíma er náttúrulega bara það skemmtilegasta sem við gerum. Við þurfum bara að kalla fram allt það besta í okkur. Alla orku.“
Olís-deild karla Valur Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira